NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 07:00 Á leik Phoenix Suns og Memphis Grizzlies var ein röðin tóm í áhorfendastúkunni þar sem var skilti sem á stóð: Hvíldu í friði Kobe. AP/Brandon Dill Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. Damian Lillard var fyrsti leikmaðurinn í sögu Portland Trail Blazers sem skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð. Nýliðinn Zion Williamson lék sinn þriðja leik með New Orleans Pelicans og fagnaði sínum fyrsta sigri. Damian Lillard puts up 50 PTS (8 3PM) and 13 AST in the @trailblazers home win. pic.twitter.com/fF94wNo7qE— NBA (@NBA) January 27, 2020 Damian Lillard var með 50 stig og 13 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 139-129 sigur á Indiana Pacers. CJ McCollum kom til baka eftir þriggja leikja fjarveru vegna ökklameiðsla og bætti við 28 stigum og miðherjinn Hassan Whiteside var með 21 stig og 14 fráköst. Það var 24 sekúndna þögn fyrir leikinn en liðin gerðu meira í að minnast Kobe Bryant. Í upphafi leiksins lét Portland Trail Blazers 24 sekúndna klukkuna renna út og strax í framhaldinu fékk Indiana Pacers svo dæmdar á sig átta sekúndur. Kobe Bryant spilaði einmitt í treyjum 24 og 8 á ferlinum. Lið Memphis Grizzlies og Phoenix Suns höfðu sama háttinn á. Domantas Sabonis var með þrennu á móti liðinu sem faðir hans, Arvydas, spilaði með á sínum tíma en Sabonis skoraði 27 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Hann var með þrennu annan sunnudaginn í röð. Lonzo lobs the alley-oop to Zion from out of bounds. pic.twitter.com/VSbhtxWP14— NBA (@NBA) January 27, 2020 Zion Williamson var með 21 stig og 11 fráköst á aðeins 27 mínútum þegar New Orleans Pelicans vann 123-108 sigur á Boston Celtics. Zion skoraði meðal annars átta stig á síðustu þremur mínútum leiksins þar á meðal skoraði hann með troðslu og fékk víti að auki. Bæði liðin létu 24 sekúndu klukkuna renna út í upphafi leiks. Trae Young pays tribute to Kobe Bryant by wearing No. 8 to start the game, and then leads the @ATLHawks to victory with 45 PTS and 14 AST. pic.twitter.com/FHzRcCzeqn— NBA (@NBA) January 27, 2020 Trae Young var með 45 stig og 14 stoðsendingar og horfði margsinnis upp til himna (til Kobe) þegar lið hans Atlanta Hawks vann 152-133 sigur á Washington Wizards.Pascal Siakam skoraði 35 stig í sigri Toronto Raptors á San Antonio Spurs en bæði lið minntust Kobe Bryant með því að láta 24 sekúndna klukkuna renna út í byrjun leiks.Kawhi Leonard skoraði 15 af 31 stigi sínum í þriðja leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 112-97 sigur á Orlando Magic.Nikola Jokic náði níundu þrennu sinni á tímabilinu, 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar, þegar Denver Nuggets vann 117-110 sigur á liði Houston Rockets. James Harden lék ekki með Houston en Russell Westbrook skoraði 32 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 139 - 129 Atlanta Hawks - Washington Wizards 152-133 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 114-109 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 123-108 New York Knicks - Brooklyn Nets 110-97 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 97-112 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 106-110 Denver Nuggets - Houston Rockets 117-110 The New Orleans Pelicans and the Boston Celtics started the game by each taking 24-second shot-clock violations in honor of Kobe Bryant. pic.twitter.com/AA3ntFpLtc— NBA (@NBA) January 27, 2020 The New York Knicks and Madison Square Garden pay tribute to Kobe Bryant and his daughter, Gianna. pic.twitter.com/KmNlTlDQXT— NBA (@NBA) January 27, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Sjá meira
Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. Damian Lillard var fyrsti leikmaðurinn í sögu Portland Trail Blazers sem skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð. Nýliðinn Zion Williamson lék sinn þriðja leik með New Orleans Pelicans og fagnaði sínum fyrsta sigri. Damian Lillard puts up 50 PTS (8 3PM) and 13 AST in the @trailblazers home win. pic.twitter.com/fF94wNo7qE— NBA (@NBA) January 27, 2020 Damian Lillard var með 50 stig og 13 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 139-129 sigur á Indiana Pacers. CJ McCollum kom til baka eftir þriggja leikja fjarveru vegna ökklameiðsla og bætti við 28 stigum og miðherjinn Hassan Whiteside var með 21 stig og 14 fráköst. Það var 24 sekúndna þögn fyrir leikinn en liðin gerðu meira í að minnast Kobe Bryant. Í upphafi leiksins lét Portland Trail Blazers 24 sekúndna klukkuna renna út og strax í framhaldinu fékk Indiana Pacers svo dæmdar á sig átta sekúndur. Kobe Bryant spilaði einmitt í treyjum 24 og 8 á ferlinum. Lið Memphis Grizzlies og Phoenix Suns höfðu sama háttinn á. Domantas Sabonis var með þrennu á móti liðinu sem faðir hans, Arvydas, spilaði með á sínum tíma en Sabonis skoraði 27 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Hann var með þrennu annan sunnudaginn í röð. Lonzo lobs the alley-oop to Zion from out of bounds. pic.twitter.com/VSbhtxWP14— NBA (@NBA) January 27, 2020 Zion Williamson var með 21 stig og 11 fráköst á aðeins 27 mínútum þegar New Orleans Pelicans vann 123-108 sigur á Boston Celtics. Zion skoraði meðal annars átta stig á síðustu þremur mínútum leiksins þar á meðal skoraði hann með troðslu og fékk víti að auki. Bæði liðin létu 24 sekúndu klukkuna renna út í upphafi leiks. Trae Young pays tribute to Kobe Bryant by wearing No. 8 to start the game, and then leads the @ATLHawks to victory with 45 PTS and 14 AST. pic.twitter.com/FHzRcCzeqn— NBA (@NBA) January 27, 2020 Trae Young var með 45 stig og 14 stoðsendingar og horfði margsinnis upp til himna (til Kobe) þegar lið hans Atlanta Hawks vann 152-133 sigur á Washington Wizards.Pascal Siakam skoraði 35 stig í sigri Toronto Raptors á San Antonio Spurs en bæði lið minntust Kobe Bryant með því að láta 24 sekúndna klukkuna renna út í byrjun leiks.Kawhi Leonard skoraði 15 af 31 stigi sínum í þriðja leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 112-97 sigur á Orlando Magic.Nikola Jokic náði níundu þrennu sinni á tímabilinu, 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar, þegar Denver Nuggets vann 117-110 sigur á liði Houston Rockets. James Harden lék ekki með Houston en Russell Westbrook skoraði 32 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 139 - 129 Atlanta Hawks - Washington Wizards 152-133 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 114-109 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 123-108 New York Knicks - Brooklyn Nets 110-97 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 97-112 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 106-110 Denver Nuggets - Houston Rockets 117-110 The New Orleans Pelicans and the Boston Celtics started the game by each taking 24-second shot-clock violations in honor of Kobe Bryant. pic.twitter.com/AA3ntFpLtc— NBA (@NBA) January 27, 2020 The New York Knicks and Madison Square Garden pay tribute to Kobe Bryant and his daughter, Gianna. pic.twitter.com/KmNlTlDQXT— NBA (@NBA) January 27, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Sjá meira