Efast um rannsóknina á innbrotinu í síma Bezos Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 17:51 Salman krónprins (t.v.) og Bezos (t.h.) skiptust á skilaboðum í maí árið 2018. Grunur leikur á að Salman hafi sent spilliforrit í síma Bezos. Vísir/AP Tölvuöryggissérfræðingar telja að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig gögnum var stolið úr síma Jeffs Bezos, stofnanda Amazon, þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar sem bendlaði krónprins Sádi-Arabíu við það. Þeir telja ekki sannað að brotist hafi verið inn í síma Bezos. Greint var frá því í vikunni að vísbendingar hefðu fundist um að það hefði verið Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sem sendi Bezos spilliforrit sem hafi síðan verið notað til að stela gögnum úr síma milljarðamæringsins í maí árið 2018. Þær fréttir urðu mannréttindasérfræðingum Sameinuðu þjóðanna tilefni til að kalla eftir frekari rannsókn á mögulegri aðild prinsins. Rannsakendur ráðgjafarfyrirtækisins FTI Consulting sem Anthony Ferrante, fyrrverandi yfirmanni tölvuglæpadeildar bandarísku alríkislögreglunnar FBI, vísuðu til stórfelldra gagnaflutninga af síma Bezos innan sólarhrings eftir að Salman krónprins sendi honum myndbandsskrá sem er talin hafa borið spilliforrit með sér. Ályktuðu þeir að Salman hefði brotist inn í símann með „meðalmikilli til mikillar vissu“. Í skýrslu um rannsóknina kemur einnig fram að Sádar hafi notað spilliforrit gegn gagnrýnendum og öðrum andstæðingum. Sádar hafa hafnað allri ábyrgð á innbroti í síma Bezos. Nokkrum mánuðum eftir ætlaða innbroti birti bandarískt götublað umfjöllun um framhjáhald Bezos og byggði meðal annars á gögnum úr síma hans. Bezos skildi við eiginkonu sína til aldarfjórðungs vegna uppljóstrananna. Rannsakendur Bezos hafa sakað Sáda um innbrotið og að þeir hafi viljað ná sér niður á honum vegna umfjöllunar Washington Post, sem Bezos á, um Sádi-Arabíu. Götublaðið National Enquirer birti umfjöllun um framhjáhald Bezos og byggði á gögnum úr síma hans. Bezos fordæmdi í kjölfarið blaðið og eiganda þess, David Pecker.Vísir/Getty Skortir beinharðar sannanir Sérfræðingar sem AP-fréttastofan ræddi við telja að þó að líklegt sé að brotist hafi verið inn í síma Bezos hafi enn ekki verið sýnt fram á það, hvað þá hvernig það var gert eða hvers konar spilliforrit var notað. „Að sumu leyti er rannsóknin mjög ófullkomin. Niðurstöðurnar sem þau komast að held ég að séu ekki studdar sönnunargögnum. Þau hella sér út í hreinar getgátur,“ segir Robert Pritchard, forstöðumaður breska tölvuöryggisfyrirtækisins Cyber Security Expert. Alex Stamos, fyrrverandi öryggisstjóri Facebook, sem stýrir nú tölvuöryggisstofnun hjá Stanford-háskóla tekur í sama streng. Hann telur að skýrsla rannsakendanna sé full af óbeinum sönnunargögnum en engum beinhörðum sönnunum. „Það fyndna er að það lítur út fyrir að FTI sé mögulega með morðvopnið fyrir framan sig en þau hafa bara ekki áttað sig á hvernig á að prófa það,“ tísti Stamos. Gagnrýnendur rannsóknarinnar á síma Bezos benda á að skilaboð Salman til Bezos hafi verið send í gegnum Whatsapp-samskiptaforrit Facebook. Skilaboð þar eru dulkóðuð. Viðurkenndur rannsakendurnir sjálfir að ómögulegt hafi verið að ganga úr skugga um að myndbandsskráin umrædda hafi falið spilliforrit. Talsmaður Facebook segir að FTI hafi ekki haft samband við Whatsapp um aðstoð við rannsóknina. FTI vildi ekki tjá sig um rannsóknina frekar og vísaði til trúnaðar við viðskiptavini þess. Í skýrslu fyrirtækisins er bent á að það að engin merki finnist um spilliforrit sé ekki endilega vísbending um að ekki hafi verið brotist inn í tæki. Háþróuð spilliforrit eyði sjálfum sér þegar þau hafa lokið hlutverki sínu og skilji ekki nein verksummerki eftir. Aðrir sérfræðingar telja skýrsluna trúverðuga. Ályktanir séu byggðar á rökum og rannsakendurnir haldi því ekki fram að þeir séu fullvissir um niðurstöðurnar. Amazon Sádi-Arabía Tengdar fréttir Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22 Krefjast rannsóknar á því hvort krónprins hafi hakkað Bezos Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja ástæðu til að rannsaka mögulega aðild krónrprins Sáda að innbroti í síma ríkasta manns heims. 22. janúar 2020 19:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Sjá meira
Tölvuöryggissérfræðingar telja að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig gögnum var stolið úr síma Jeffs Bezos, stofnanda Amazon, þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar sem bendlaði krónprins Sádi-Arabíu við það. Þeir telja ekki sannað að brotist hafi verið inn í síma Bezos. Greint var frá því í vikunni að vísbendingar hefðu fundist um að það hefði verið Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sem sendi Bezos spilliforrit sem hafi síðan verið notað til að stela gögnum úr síma milljarðamæringsins í maí árið 2018. Þær fréttir urðu mannréttindasérfræðingum Sameinuðu þjóðanna tilefni til að kalla eftir frekari rannsókn á mögulegri aðild prinsins. Rannsakendur ráðgjafarfyrirtækisins FTI Consulting sem Anthony Ferrante, fyrrverandi yfirmanni tölvuglæpadeildar bandarísku alríkislögreglunnar FBI, vísuðu til stórfelldra gagnaflutninga af síma Bezos innan sólarhrings eftir að Salman krónprins sendi honum myndbandsskrá sem er talin hafa borið spilliforrit með sér. Ályktuðu þeir að Salman hefði brotist inn í símann með „meðalmikilli til mikillar vissu“. Í skýrslu um rannsóknina kemur einnig fram að Sádar hafi notað spilliforrit gegn gagnrýnendum og öðrum andstæðingum. Sádar hafa hafnað allri ábyrgð á innbroti í síma Bezos. Nokkrum mánuðum eftir ætlaða innbroti birti bandarískt götublað umfjöllun um framhjáhald Bezos og byggði meðal annars á gögnum úr síma hans. Bezos skildi við eiginkonu sína til aldarfjórðungs vegna uppljóstrananna. Rannsakendur Bezos hafa sakað Sáda um innbrotið og að þeir hafi viljað ná sér niður á honum vegna umfjöllunar Washington Post, sem Bezos á, um Sádi-Arabíu. Götublaðið National Enquirer birti umfjöllun um framhjáhald Bezos og byggði á gögnum úr síma hans. Bezos fordæmdi í kjölfarið blaðið og eiganda þess, David Pecker.Vísir/Getty Skortir beinharðar sannanir Sérfræðingar sem AP-fréttastofan ræddi við telja að þó að líklegt sé að brotist hafi verið inn í síma Bezos hafi enn ekki verið sýnt fram á það, hvað þá hvernig það var gert eða hvers konar spilliforrit var notað. „Að sumu leyti er rannsóknin mjög ófullkomin. Niðurstöðurnar sem þau komast að held ég að séu ekki studdar sönnunargögnum. Þau hella sér út í hreinar getgátur,“ segir Robert Pritchard, forstöðumaður breska tölvuöryggisfyrirtækisins Cyber Security Expert. Alex Stamos, fyrrverandi öryggisstjóri Facebook, sem stýrir nú tölvuöryggisstofnun hjá Stanford-háskóla tekur í sama streng. Hann telur að skýrsla rannsakendanna sé full af óbeinum sönnunargögnum en engum beinhörðum sönnunum. „Það fyndna er að það lítur út fyrir að FTI sé mögulega með morðvopnið fyrir framan sig en þau hafa bara ekki áttað sig á hvernig á að prófa það,“ tísti Stamos. Gagnrýnendur rannsóknarinnar á síma Bezos benda á að skilaboð Salman til Bezos hafi verið send í gegnum Whatsapp-samskiptaforrit Facebook. Skilaboð þar eru dulkóðuð. Viðurkenndur rannsakendurnir sjálfir að ómögulegt hafi verið að ganga úr skugga um að myndbandsskráin umrædda hafi falið spilliforrit. Talsmaður Facebook segir að FTI hafi ekki haft samband við Whatsapp um aðstoð við rannsóknina. FTI vildi ekki tjá sig um rannsóknina frekar og vísaði til trúnaðar við viðskiptavini þess. Í skýrslu fyrirtækisins er bent á að það að engin merki finnist um spilliforrit sé ekki endilega vísbending um að ekki hafi verið brotist inn í tæki. Háþróuð spilliforrit eyði sjálfum sér þegar þau hafa lokið hlutverki sínu og skilji ekki nein verksummerki eftir. Aðrir sérfræðingar telja skýrsluna trúverðuga. Ályktanir séu byggðar á rökum og rannsakendurnir haldi því ekki fram að þeir séu fullvissir um niðurstöðurnar.
Amazon Sádi-Arabía Tengdar fréttir Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22 Krefjast rannsóknar á því hvort krónprins hafi hakkað Bezos Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja ástæðu til að rannsaka mögulega aðild krónrprins Sáda að innbroti í síma ríkasta manns heims. 22. janúar 2020 19:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Sjá meira
Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22
Krefjast rannsóknar á því hvort krónprins hafi hakkað Bezos Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja ástæðu til að rannsaka mögulega aðild krónrprins Sáda að innbroti í síma ríkasta manns heims. 22. janúar 2020 19:10