Allir leikmenn á EM í handbolta þurftu að spila í sérstökum „brjóstahaldara“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 09:00 Svona líta þessir KINEXON brjóstahaldarar út en allir leikmenn á EM þurftu að spila í svona. Getty/Arne Deder Það var boðið upp á nýjung í upplýsingagjöf frá Evrópumóti karla í handbolta í ár og fyrir vikið gátu áhugasamir fengið nýja tölfræði um frammistöðu leikmanna. Að þessu sinni var mæta hversu mikið leikmenn hlaupa, hversu hátt þeir stökkva, hversu hratt þeir hlaupa og hversu fast þeir skjóta. Til þess að geta mælt svona hluti þurftu allir leikmenn að klæðast sérstökum topp, einskonar „brjóstahaldara“, innan undir búningi sínum. Join Dr Handball as he explains just how @kinexon are collecting data on every move the players make during #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/JNLzVLcWj8— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2020 Tölfræðin er unnin í samvinnu við fyrirtækið KINEXON. Norska Dagbladet segir frá þessu og talaði líka við norska landsliðsmenn um það að þurfa að klæðast þessum toppi. Slíkir toppar eru í notkun hjá stærstu handboltaliðum heims og þeir leikmenn sem spila í þýsku deildinni eru líka vanir að nota hann. Skilaboðin til allra leikmanna voru einföld. Til að fá leyfi til að spila á Evrópumótinu þá þurftu allir leikmenn að klæðast tölfræði-toppnum frá KINEXON. „Þú getur skotið eins fast og þú getur en ekki hitt markið. Þú getur hlaupið mest allra en samt tapað handboltaleik. Þess vegna er þessi tölfræði ekki áhugaverð fyrir okkur,“ sagði Kristian Björnsen, fyrirliði norska landsliðsins. „Þegar við mættum þá var okkur sagt að við yrðum að klæðast þeim. Það voru ekki allir ánægðir en við urðum að fylgja þessum reglum,“ sagði Magnus Gullerud. Hann sagði að það tók smá tíma að venjast toppinum og það var mikilvægt að finna réttu stærðina. Remember the epic VELUX #ehffinal4 2019? It was the 1st edition to offer an unparalleled level of insights into the game. Did you ever wonder how player tracking technology data is collected provided by @kinexon and the SELECT iBall ?#veluxehfclpic.twitter.com/sHnbGzNHzV— EHF Champions League (@ehfcl) July 24, 2019 „Tölfræði getur verið skemmtileg og hún kemur með eitthvað nýtt til áhorfenda. Við græðum samt ekki mikið á því að vita hver stekkur hæst eða skýtur fastast. Það hefði kannski verið betra að mæla púlsinn í leiðinni. Þá væri hægt að fá upplýsingar sem segja mikið,“ sagði línumaðurinn Magnus Gullerud. Landsliðsþjálfarinn Christian Berge segist ekki hafa notað þessa tölfræði frá KINEXON. „Þetta er í góðu lagi á meðan græjan virkar og er í lagi. Leikmenn verða líka að finna þann topp sem er þægilegur fyrir þá. Þetta er eins og brjóstahaldari og hann hefur búið til smá áskorun fyrir leikmenn sem hafa þurft að venjast því að spila í svona,“ sagði Christian Berge. EM 2020 í handbolta Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Það var boðið upp á nýjung í upplýsingagjöf frá Evrópumóti karla í handbolta í ár og fyrir vikið gátu áhugasamir fengið nýja tölfræði um frammistöðu leikmanna. Að þessu sinni var mæta hversu mikið leikmenn hlaupa, hversu hátt þeir stökkva, hversu hratt þeir hlaupa og hversu fast þeir skjóta. Til þess að geta mælt svona hluti þurftu allir leikmenn að klæðast sérstökum topp, einskonar „brjóstahaldara“, innan undir búningi sínum. Join Dr Handball as he explains just how @kinexon are collecting data on every move the players make during #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/JNLzVLcWj8— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2020 Tölfræðin er unnin í samvinnu við fyrirtækið KINEXON. Norska Dagbladet segir frá þessu og talaði líka við norska landsliðsmenn um það að þurfa að klæðast þessum toppi. Slíkir toppar eru í notkun hjá stærstu handboltaliðum heims og þeir leikmenn sem spila í þýsku deildinni eru líka vanir að nota hann. Skilaboðin til allra leikmanna voru einföld. Til að fá leyfi til að spila á Evrópumótinu þá þurftu allir leikmenn að klæðast tölfræði-toppnum frá KINEXON. „Þú getur skotið eins fast og þú getur en ekki hitt markið. Þú getur hlaupið mest allra en samt tapað handboltaleik. Þess vegna er þessi tölfræði ekki áhugaverð fyrir okkur,“ sagði Kristian Björnsen, fyrirliði norska landsliðsins. „Þegar við mættum þá var okkur sagt að við yrðum að klæðast þeim. Það voru ekki allir ánægðir en við urðum að fylgja þessum reglum,“ sagði Magnus Gullerud. Hann sagði að það tók smá tíma að venjast toppinum og það var mikilvægt að finna réttu stærðina. Remember the epic VELUX #ehffinal4 2019? It was the 1st edition to offer an unparalleled level of insights into the game. Did you ever wonder how player tracking technology data is collected provided by @kinexon and the SELECT iBall ?#veluxehfclpic.twitter.com/sHnbGzNHzV— EHF Champions League (@ehfcl) July 24, 2019 „Tölfræði getur verið skemmtileg og hún kemur með eitthvað nýtt til áhorfenda. Við græðum samt ekki mikið á því að vita hver stekkur hæst eða skýtur fastast. Það hefði kannski verið betra að mæla púlsinn í leiðinni. Þá væri hægt að fá upplýsingar sem segja mikið,“ sagði línumaðurinn Magnus Gullerud. Landsliðsþjálfarinn Christian Berge segist ekki hafa notað þessa tölfræði frá KINEXON. „Þetta er í góðu lagi á meðan græjan virkar og er í lagi. Leikmenn verða líka að finna þann topp sem er þægilegur fyrir þá. Þetta er eins og brjóstahaldari og hann hefur búið til smá áskorun fyrir leikmenn sem hafa þurft að venjast því að spila í svona,“ sagði Christian Berge.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira