Viðar Örn á leið til Tyrklands? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 18:45 Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er mögulega á leið í tyrknesku úrvalsdeildina. Mbl.is greindir frá þessu fyrr í kvöld en Ólafur Garðarson, umboðsmaður Viðars Arnar, staðfesti þetta við í samtali við þá fyrr í dag. Ekki hefur fengist staðfest hvaða lið er um að ræða. Viðar Örn vill komast í burtu frá Rússlandi þar sem hann hefur átt fremur misheppnaða dvöl hjá bæði Rostov sem og Rubin Kazan. Hann fór á láni til síðarnefnda liðsins eftir að hafa ekki fengið almennileg tækifæri hjá Rostov. Leikstíll Rubin Kazan er einkar varfærinn og mjög varnarsinnaður, það hentar íslenska framherjanum illa en markaskorun hans á atvinnumannaferlinum fram að Rússlands dvölinni hefur verið með hreinum ólíkindum. Hann er því nokkuð eðlilega mjög eftirsóttur en lið frá Danmörku, Englandi, Svíþjóð sem og Tyrklandi hafa sett sig í samband við Rostov. Viðar sjálfur segir að honum langi hvað mest að spila í Tyrklandi enda um sterka deild að ræða á heimsvísu. Þá herma heimildir Vísis að samingurinn þar í landi sé töluvert betri heldur en þeir sem standa til boða í Skandinavíu eða á Englandi. Viðar Örn er uppalinn Selfyssingur en hefur einnig leikið með ÍBV og Fylki hér á landi. Hann hélt það í víking til Vålerenga í Noregi árið 2014. Þaðan lá leiðin til Jiangsu Sainty í Kína, Malmö í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hammarby í Svíþjóð (á láni) og að lokum til Rubin Kazan (á láni). Það er ljóst að Viðar, sem verður þrítugur í mars á þessu ári, stefnir ekki á að koma heim á næstunni en hann hefur verið viðloðinn íslenska landsliðið undanfarin misseri. Alls hefur hann leikið 26 leiki fyrir A-landslið Íslands og skorað í þeim þrjú mörk. Hann var til að mynda í hópnum sem lagði Kanada og El Salvador í æfingaferð íslenska landsliðsins í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Viðar Örn byrjaði leikinn gegn Kanada og kom inn af bekknum gegn El Salvador. Lauk báðum leikjunum með 1-0 sigri Íslands. Fótbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er mögulega á leið í tyrknesku úrvalsdeildina. Mbl.is greindir frá þessu fyrr í kvöld en Ólafur Garðarson, umboðsmaður Viðars Arnar, staðfesti þetta við í samtali við þá fyrr í dag. Ekki hefur fengist staðfest hvaða lið er um að ræða. Viðar Örn vill komast í burtu frá Rússlandi þar sem hann hefur átt fremur misheppnaða dvöl hjá bæði Rostov sem og Rubin Kazan. Hann fór á láni til síðarnefnda liðsins eftir að hafa ekki fengið almennileg tækifæri hjá Rostov. Leikstíll Rubin Kazan er einkar varfærinn og mjög varnarsinnaður, það hentar íslenska framherjanum illa en markaskorun hans á atvinnumannaferlinum fram að Rússlands dvölinni hefur verið með hreinum ólíkindum. Hann er því nokkuð eðlilega mjög eftirsóttur en lið frá Danmörku, Englandi, Svíþjóð sem og Tyrklandi hafa sett sig í samband við Rostov. Viðar sjálfur segir að honum langi hvað mest að spila í Tyrklandi enda um sterka deild að ræða á heimsvísu. Þá herma heimildir Vísis að samingurinn þar í landi sé töluvert betri heldur en þeir sem standa til boða í Skandinavíu eða á Englandi. Viðar Örn er uppalinn Selfyssingur en hefur einnig leikið með ÍBV og Fylki hér á landi. Hann hélt það í víking til Vålerenga í Noregi árið 2014. Þaðan lá leiðin til Jiangsu Sainty í Kína, Malmö í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hammarby í Svíþjóð (á láni) og að lokum til Rubin Kazan (á láni). Það er ljóst að Viðar, sem verður þrítugur í mars á þessu ári, stefnir ekki á að koma heim á næstunni en hann hefur verið viðloðinn íslenska landsliðið undanfarin misseri. Alls hefur hann leikið 26 leiki fyrir A-landslið Íslands og skorað í þeim þrjú mörk. Hann var til að mynda í hópnum sem lagði Kanada og El Salvador í æfingaferð íslenska landsliðsins í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Viðar Örn byrjaði leikinn gegn Kanada og kom inn af bekknum gegn El Salvador. Lauk báðum leikjunum með 1-0 sigri Íslands.
Fótbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira