500 fermetra hárkolla í Hafnarhúsinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. janúar 2020 19:30 Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter. Vísir/Sigurjón Unnið er að því að koma upp ríflega einu tonni af hári í rými Listasafns Reykjavíkur. Listamaðurinn líkir verkinu við fimm hundruð fermetra hárgreiðslu. „Þetta er absúrd efniviður og ég tek hann úr sínu hlutverki og gef honum nýtt hlutverk hérna sem myndlist," segir Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter. „Þetta er náttúrulega 500 fermetra hárgreiðsla sem er kannski ekki mjög algengt fyrirbæri." Innsetningin var á Feneyjartvíæringnum í fyrra. Þrátt fyrir að verkið sé hugarsmíði Hrafnhildar hafa um eitt hundrað manns komið að uppsetningu þess á liðnu ári. Fyrst í Feneyjum og nú í Hafnarhúsinu. Hrafnhildur líkir verkinu við stórt landslagsmálverk. Það nefnist Chromo Sapiens og naut mikilla vinsælda í Feneyjum í fyrra. Verkið hefur tekið breytingum á milli sýninga og er nú í þremur rýmum í stað þess að vera í einu. Sýningin verður opnuð annað kvöld og stendur yfir í átta vikur. Í verkinu eru um 1,3 tonn af gervihári sem þarf að greiða til að ná fram fjaðurkenndri áferð. Greiða þarf allt hárið til að ná fram fjaðurkenndri áferð.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega líka mjög umdeilt [gervihárið], af því að þetta er frá Kína og þetta er fjöldaframleitt og við erum að kæfa okkur í öllu þessu fjöldaframleidda. Á sama tíma á myndlist að reyna lifa allt af og á að endast og verða gömul. Ég hugsa að verkin mín séu allavega að fara endast mjög vel," segir Hrafnhildur sem endurnýtir hárið á milli verka. Hljómsveitin HAM samdi tónlist sem ómar inni í verkinu. „Með því að hafa hljóð finnst mér ég fá andardrátt inn í þessa ófreskju hérna," segir Hrafnhildur, sem líkir upplifuninni við að fara neðanjarðar. „Mér finnst hljóðheimurinn styrkja verkið og hafa áhrif á fleiri skynfæri," segir hún. Hún segist lengi hafa spilað tónlist HAM í stúdíóinu. „Það er þessi hráleiki í tónlistinni og það má eiginlega bara líkja þessu við líkamsnudd; hljóðbylgjurnar skella á þér. Mig langaði að ná því fram í verkinu." Óttar Proppé og S. Björn Blöndal, liðsmenn HAM. Hljómsveitin samdi tónlist með innsetningunni.Vísir/Sigurjón „Það voru ákveðin krosstengsl. Hún leitaði eftir innblæstri í okkur og við í hana. Þetta einhvern veginn small bara eins og flís við rass," segir S. Björn Blöndal, liðsmaður HAM. „Svo má segja að hún hafi komið inn með litina inn á meðan við höfum verið í svartnættinu. og myrkri. Þannig þetta stækkaði pallettuna hjá okkur líka," bætir Óttarr Proppé, annar liðsmaður HAM, við. Óttarr segist fyllast friðsælli tilfinningu í rýminu. „Maður laðast fram og til baka í verkinu. Ekki bara eftir litum og áferð en ekki síður eftir hljóðinu. Maður fer að hlaupa eftir einhverju banki og er svolítið eins og gullfiskur í búri." Gengið er í gegnum þrjá sali í mismunandi litatónum. „Þú gleymir bara svolítið stað og stund og samhengi hlutanna; stærðartakmörkum þínum. Þú getur upplifað þig eins og lítið dýr í smásjá," segir Hrafnhildur. Myndlist Reykjavík Söfn Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Unnið er að því að koma upp ríflega einu tonni af hári í rými Listasafns Reykjavíkur. Listamaðurinn líkir verkinu við fimm hundruð fermetra hárgreiðslu. „Þetta er absúrd efniviður og ég tek hann úr sínu hlutverki og gef honum nýtt hlutverk hérna sem myndlist," segir Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter. „Þetta er náttúrulega 500 fermetra hárgreiðsla sem er kannski ekki mjög algengt fyrirbæri." Innsetningin var á Feneyjartvíæringnum í fyrra. Þrátt fyrir að verkið sé hugarsmíði Hrafnhildar hafa um eitt hundrað manns komið að uppsetningu þess á liðnu ári. Fyrst í Feneyjum og nú í Hafnarhúsinu. Hrafnhildur líkir verkinu við stórt landslagsmálverk. Það nefnist Chromo Sapiens og naut mikilla vinsælda í Feneyjum í fyrra. Verkið hefur tekið breytingum á milli sýninga og er nú í þremur rýmum í stað þess að vera í einu. Sýningin verður opnuð annað kvöld og stendur yfir í átta vikur. Í verkinu eru um 1,3 tonn af gervihári sem þarf að greiða til að ná fram fjaðurkenndri áferð. Greiða þarf allt hárið til að ná fram fjaðurkenndri áferð.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega líka mjög umdeilt [gervihárið], af því að þetta er frá Kína og þetta er fjöldaframleitt og við erum að kæfa okkur í öllu þessu fjöldaframleidda. Á sama tíma á myndlist að reyna lifa allt af og á að endast og verða gömul. Ég hugsa að verkin mín séu allavega að fara endast mjög vel," segir Hrafnhildur sem endurnýtir hárið á milli verka. Hljómsveitin HAM samdi tónlist sem ómar inni í verkinu. „Með því að hafa hljóð finnst mér ég fá andardrátt inn í þessa ófreskju hérna," segir Hrafnhildur, sem líkir upplifuninni við að fara neðanjarðar. „Mér finnst hljóðheimurinn styrkja verkið og hafa áhrif á fleiri skynfæri," segir hún. Hún segist lengi hafa spilað tónlist HAM í stúdíóinu. „Það er þessi hráleiki í tónlistinni og það má eiginlega bara líkja þessu við líkamsnudd; hljóðbylgjurnar skella á þér. Mig langaði að ná því fram í verkinu." Óttar Proppé og S. Björn Blöndal, liðsmenn HAM. Hljómsveitin samdi tónlist með innsetningunni.Vísir/Sigurjón „Það voru ákveðin krosstengsl. Hún leitaði eftir innblæstri í okkur og við í hana. Þetta einhvern veginn small bara eins og flís við rass," segir S. Björn Blöndal, liðsmaður HAM. „Svo má segja að hún hafi komið inn með litina inn á meðan við höfum verið í svartnættinu. og myrkri. Þannig þetta stækkaði pallettuna hjá okkur líka," bætir Óttarr Proppé, annar liðsmaður HAM, við. Óttarr segist fyllast friðsælli tilfinningu í rýminu. „Maður laðast fram og til baka í verkinu. Ekki bara eftir litum og áferð en ekki síður eftir hljóðinu. Maður fer að hlaupa eftir einhverju banki og er svolítið eins og gullfiskur í búri." Gengið er í gegnum þrjá sali í mismunandi litatónum. „Þú gleymir bara svolítið stað og stund og samhengi hlutanna; stærðartakmörkum þínum. Þú getur upplifað þig eins og lítið dýr í smásjá," segir Hrafnhildur.
Myndlist Reykjavík Söfn Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira