Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 11:46 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sat fyrir svörum. Með honum var Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Vísir/vilhelm Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Þá hafi hann engin tengsl við fyrirtækið nema að hafa þekkt eiganda þess, Þorstein Má Baldvinsson, um áratugaskeið. Sjá einnig: „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli ráðherra á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans vegna tengsla hans við Samherja. Aldrei komið að stjórnsýslukæru síðan ríkisstjórnin tók við Kristján Þór hófi mál sitt á því að þakka fyrir það tækifæri sem honum hefði gefist til að koma til fundar við nefndina. Málið hefði verið honum ofarlega í huga, einkum vegna fyrri starfa, og þá hefði hann sjálfur átt frumkvæði að því að greina opinberlega frá fyrri störfum sínum og samskiptum þegar hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra. Um lög sem liggi til grundvallar um mat á hæfi ráðherra sagði Kristján Þór að m.a. skipti máli hvernig mál horfi við borgurum landsins. Þá benti hann á að flestar ákvarðanir sem teknar eru í stjórnsýslunni séu teknar af undirstofnunum ráðuneyta en ekki ráðuneytunum sjálfum. Þá liggi fyrir að margar stjórnsýslukærur berist til ráðuneyta. Til að mynda séu 250 slíkar ákærur í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu nú. Aðkoma ráðherra að þessum málum heyrir til algjörra undantekninga, í það minnsta í þeim þremur ráðuneytum sem Kristján Þór hefur setið í. Sjálfur hafi hann aldrei komið að stjórnsýslukæru á starfstíma sitjandi ríkisstjórnar. Aðeins í eitt skipti hafi hann verið sérstaklega upplýstur um niðurstöðu slíkrar kæru. Engra sérstakra hagsmuna að gæta Þá vék Kristján Þór máli sínu að tengslum sínum við Samherja en fram hefur komið að hann sat í stjórn fyrirtækisins fyrir tveimur áratugum. „Ég vil nefna það hér að ég hef engra sérstakra hagsmuna að gæta gagnvart þessu fyrirtæki. Ég hef engin tengsl við það nema að hafa um áratugaskeið þekkt eiganda þess og þáverandi forstjóra. Það var mat mitt að þau tengsl yllu ekki vanhæfi mínu í þeim málum sem vörðuðu ekki mikilsverða hagsmuni.“ Í desember var greint frá því að Kristján Þór hefði sagt sig frá þremur málum tengdum Samherja vegna vanhæfis. Kristján Þór sagði strax árið 2017 að hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja og ítrekaði þá afstöðu sína í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja í Namibíu nú í nóvember síðastliðnum. Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Hættulegar brautir? Spurningar Óla Björns Kárasonar og Brynjar Níelssonar, samflokksmanna Kristjáns Þórs úr Sjálfstæðisflokknum, á fundinum voru af svipuðum meiði á fundinum. Óli Björn spurði hvort ráðherra hefði áhyggjur af því hvort verið væri að leiða „umræðu“ um málið þannig að allir sem tekið hefðu þátt í atvinnulífinu, og verði svo ráðherra, verði vanhæfir í tengdum málum. Óli Björn velti því jafnframt upp hvort þá væri ekki komið inn á mjög hættulegar brautir. Kristján Þór sagði að hann gæti verið sammála því að komið væri inn á „hættulega braut“ ef bóndi gæti ekki verið landbúnaðarráðherra, sem dæmi. „En við erum ekki kannski komin alveg þangað,“ sagði Kristján Þór. Nándin og harkan í íslenskri umræðu kalli á það að hægt sé að takast á við málið með málefnalegum hætti. Brynjar hóf mál sitt á því að minnast á að Kristján Þór hefði talið sig vanhæfan í áðurnefndum þremur málum. „Það var bara að þinni ósk,“ skaut ráðherra þá inn, kíminn, og Brynjar hló við. Sá síðarnefndi velti því svo upp hvort ekki væri svolítið langt gengið í því að „þyrla upp tortryggni“ í málinu og spurði Kristján Þór hvort hann hefði nokkuð áhyggjur af því, í þessu samhengi, að stjórnsýslan yrði óstarfhæf. Kristján Þór sagðist ekki beint hafa áhyggjur af því en sagði að gild rök væru fyrir skoðun Brynjars. „Ég viðurkenni það að það er gengið nokkuð langt í þessum efnum en það er markmið mitt í ljósi þeirrar umræðu sem þarna var og hefur staðið að láta stjórnsýslu ráðuneytisins njóta þess uppi var, þannig að það væri ekki efi á hlutlægni ráðuneytisins í úrskurðum mála sem þarna undir heyra.“ Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Ráðuneytisfólk virðist vilja verja ráðherra sinn Túlka hæfihugtakið furðu þröngt að mati stjórnsýslufræðings. 21. janúar 2020 14:02 Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00 „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Þá hafi hann engin tengsl við fyrirtækið nema að hafa þekkt eiganda þess, Þorstein Má Baldvinsson, um áratugaskeið. Sjá einnig: „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli ráðherra á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans vegna tengsla hans við Samherja. Aldrei komið að stjórnsýslukæru síðan ríkisstjórnin tók við Kristján Þór hófi mál sitt á því að þakka fyrir það tækifæri sem honum hefði gefist til að koma til fundar við nefndina. Málið hefði verið honum ofarlega í huga, einkum vegna fyrri starfa, og þá hefði hann sjálfur átt frumkvæði að því að greina opinberlega frá fyrri störfum sínum og samskiptum þegar hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra. Um lög sem liggi til grundvallar um mat á hæfi ráðherra sagði Kristján Þór að m.a. skipti máli hvernig mál horfi við borgurum landsins. Þá benti hann á að flestar ákvarðanir sem teknar eru í stjórnsýslunni séu teknar af undirstofnunum ráðuneyta en ekki ráðuneytunum sjálfum. Þá liggi fyrir að margar stjórnsýslukærur berist til ráðuneyta. Til að mynda séu 250 slíkar ákærur í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu nú. Aðkoma ráðherra að þessum málum heyrir til algjörra undantekninga, í það minnsta í þeim þremur ráðuneytum sem Kristján Þór hefur setið í. Sjálfur hafi hann aldrei komið að stjórnsýslukæru á starfstíma sitjandi ríkisstjórnar. Aðeins í eitt skipti hafi hann verið sérstaklega upplýstur um niðurstöðu slíkrar kæru. Engra sérstakra hagsmuna að gæta Þá vék Kristján Þór máli sínu að tengslum sínum við Samherja en fram hefur komið að hann sat í stjórn fyrirtækisins fyrir tveimur áratugum. „Ég vil nefna það hér að ég hef engra sérstakra hagsmuna að gæta gagnvart þessu fyrirtæki. Ég hef engin tengsl við það nema að hafa um áratugaskeið þekkt eiganda þess og þáverandi forstjóra. Það var mat mitt að þau tengsl yllu ekki vanhæfi mínu í þeim málum sem vörðuðu ekki mikilsverða hagsmuni.“ Í desember var greint frá því að Kristján Þór hefði sagt sig frá þremur málum tengdum Samherja vegna vanhæfis. Kristján Þór sagði strax árið 2017 að hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja og ítrekaði þá afstöðu sína í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja í Namibíu nú í nóvember síðastliðnum. Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Hættulegar brautir? Spurningar Óla Björns Kárasonar og Brynjar Níelssonar, samflokksmanna Kristjáns Þórs úr Sjálfstæðisflokknum, á fundinum voru af svipuðum meiði á fundinum. Óli Björn spurði hvort ráðherra hefði áhyggjur af því hvort verið væri að leiða „umræðu“ um málið þannig að allir sem tekið hefðu þátt í atvinnulífinu, og verði svo ráðherra, verði vanhæfir í tengdum málum. Óli Björn velti því jafnframt upp hvort þá væri ekki komið inn á mjög hættulegar brautir. Kristján Þór sagði að hann gæti verið sammála því að komið væri inn á „hættulega braut“ ef bóndi gæti ekki verið landbúnaðarráðherra, sem dæmi. „En við erum ekki kannski komin alveg þangað,“ sagði Kristján Þór. Nándin og harkan í íslenskri umræðu kalli á það að hægt sé að takast á við málið með málefnalegum hætti. Brynjar hóf mál sitt á því að minnast á að Kristján Þór hefði talið sig vanhæfan í áðurnefndum þremur málum. „Það var bara að þinni ósk,“ skaut ráðherra þá inn, kíminn, og Brynjar hló við. Sá síðarnefndi velti því svo upp hvort ekki væri svolítið langt gengið í því að „þyrla upp tortryggni“ í málinu og spurði Kristján Þór hvort hann hefði nokkuð áhyggjur af því, í þessu samhengi, að stjórnsýslan yrði óstarfhæf. Kristján Þór sagðist ekki beint hafa áhyggjur af því en sagði að gild rök væru fyrir skoðun Brynjars. „Ég viðurkenni það að það er gengið nokkuð langt í þessum efnum en það er markmið mitt í ljósi þeirrar umræðu sem þarna var og hefur staðið að láta stjórnsýslu ráðuneytisins njóta þess uppi var, þannig að það væri ekki efi á hlutlægni ráðuneytisins í úrskurðum mála sem þarna undir heyra.“
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Ráðuneytisfólk virðist vilja verja ráðherra sinn Túlka hæfihugtakið furðu þröngt að mati stjórnsýslufræðings. 21. janúar 2020 14:02 Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00 „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ráðuneytisfólk virðist vilja verja ráðherra sinn Túlka hæfihugtakið furðu þröngt að mati stjórnsýslufræðings. 21. janúar 2020 14:02
Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00
„Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49