Enski boltinn

Liverpool vill ekki missa Shaqiri fyrr en næsta sumar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Shaqiri fagnar Meistaradeildartitli Liverpool síðasta vor.
Shaqiri fagnar Meistaradeildartitli Liverpool síðasta vor. Vísir/Getty

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, vill ekki missa svissneska landsliðsmanninn Xerdan Shaqiri úr sínum röðum þó svo að hann sé ekki að spila mikið þessa dagana. Liðið hefur fengið fyrirspurnir frá Sevilla á Spáni og Roma á Ítalíu en bæði lið vilja fá hinn smáa en knáa Shaqiri á láni.

Þetta skrifar James Pearce, blaðamaður The Athletic, í dag en Pearce skrifar nær eingöngu um Liverpool. Einnig segir hann að enska félagið sé þó tilbúið að selja Shaqiri í sumar fái þeir tilboð upp á 30 milljónir evra.

Shaqiri hefur ekki verið inn í myndinni hjá Jurgen Klopp, þjálfara Liverpool, í vetur en sá svissneski hefur aðeins byrjað tvo deildarleiki fyrir toppliðið. Þá hefur hann komið fjórum sinnum inn af varamannabekknum. Ýmis meiðsli hafa verið að plaga Shaqiri það sem af er tímabili en Klopp vill þó ekki missa hann strax þar sem það myndi skilja þá Divock Origi og Takumi Minamino eftir sem einu varaskeifurnar í framlínu liðsins.

Shaqiri kom til Liverpool sumarið 2018 á litlar 13,75 milljónir punda eftir að þáverandi lið hans Stoke City féll úr ensku úrvalsdeildinni. Það er því ljóst að ef Liverpool tekst að selja hann á 30 milljónir evra (25,5 millj. punda) þá væri um ágætis hagnað að ræða.


Tengdar fréttir

Kylian Mbappe er hrifinn af Liverpool liðinu

Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×