Hyggjast stofna starfshóp um ræktun iðnaðarhamps Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 15:32 Ráðherrarnir tveir hafa rætt málið sín á milli og vonast til að geta myndað starfshóp í þessari viku. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggjast setja á laggirnar starfshóp sem falið verður að skoða möguleika til notkunar iðnaðarhamps og meta hvaða lagabreytingar kunni að þurfa að gera til að svo megi vera. Þetta kom fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún býst við því að það takist að koma starfshópnum saman í þessari viku. „Væntanlega þyrfti þar líka aðkomu umhverfisráðuneytisins í ljósi þess að þarna er um að ræða ræktun,“ sagði Svandís.Sjá einnig: Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Halldóra vakti í fyrirspurn sinni athygli á frétt Rúv í gær þar sem fjallað var um tilraunaræktun með hamp í Gautavík í Berufirði. „Vísbendingar eru um að iðnaðarhampur hafi verið ræktaður á Íslandi í nokkrar aldir, allt fram að banni gegn kannabis um miðbik síðustu aldar. Iðnaðarhampur er hráefni sem leysir af hólmi fjölmörg önnur mengandi efni, svo sem koltrefjar og steinsteypu og hampur bindur koltvísýring einstaklega hratt og fjölhæfi plöntunnar nær yfir byggingariðnað, matvælaiðnað, lyfjaiðnað og textíliðnað,“ nefndi Halldóra sem dæmi. Þurfi að bregðast hratt við Nú sé aftur á móti svo komið að Lyfjastofnun hafi ákveðið að banna með öllu innflutning á hampfræjum. „Án þeirra verður öllum forsendum kippt undan þessari starfsemi,“ sagði Halldóra en hún vill meina að plantan ætti ekki að flokkast undir lög um ávana- og fíkniefni. Það sjónarmið stangast á við túlkun Lyfjastofnunar. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/vilhelm „Mér skilst að ef þetta mál leysist ekki núna, á innan við mánuði, að þá sé orðið of seint að hefja undirbúning ræktunar fyrir komandi sumar. Þannig að ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort það skjóti ekki skökku við að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er að veita fé til starfsemi sem Lyfjastofnun telur ólöglega. Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum stofnunum?“ spurði Halldóra. Líklega þurfi lagabreytingu Svandís sagðist hafa fylgst með þessari umræðu að því er varðar samskipti við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Af þeim sökum höfum við komið á samskiptum milli ráðuneytanna tveggja, það er að segja heilbrigðisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í því skyni að setja saman starfshóp til að skoða málið. Markmiðið er ekki alveg fastmótað en það yrði líklega að skoða möguleika á því að nota hamp í iðnaði og hvaða lagabreytinga yrði þá þörf og svo framvegis svo þetta yrði til skoðunar. Ég býst við, og var að ræða það við sessunaut minn í ríkisstjórn [Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra] að við náum að koma starfshópnum saman í þessari viku,“ sagði Svandís. „Niðurstaða Lyfjastofnunar er að ákvæði ávana- og fíkniefnalaga með síðari breytingum feli í sér að plöntur af þessum toga falli undir ákvæði laganna. Það er að segja að ef til kæmi eða til stæði að skoðuðu máli að breyta þessari stöðu þyrfti að breyta lögum um ávana- og fíkniefni,“ sagði Svandís ennfremur. Alþingi Kannabis Lyf Nýsköpun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggjast setja á laggirnar starfshóp sem falið verður að skoða möguleika til notkunar iðnaðarhamps og meta hvaða lagabreytingar kunni að þurfa að gera til að svo megi vera. Þetta kom fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún býst við því að það takist að koma starfshópnum saman í þessari viku. „Væntanlega þyrfti þar líka aðkomu umhverfisráðuneytisins í ljósi þess að þarna er um að ræða ræktun,“ sagði Svandís.Sjá einnig: Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Halldóra vakti í fyrirspurn sinni athygli á frétt Rúv í gær þar sem fjallað var um tilraunaræktun með hamp í Gautavík í Berufirði. „Vísbendingar eru um að iðnaðarhampur hafi verið ræktaður á Íslandi í nokkrar aldir, allt fram að banni gegn kannabis um miðbik síðustu aldar. Iðnaðarhampur er hráefni sem leysir af hólmi fjölmörg önnur mengandi efni, svo sem koltrefjar og steinsteypu og hampur bindur koltvísýring einstaklega hratt og fjölhæfi plöntunnar nær yfir byggingariðnað, matvælaiðnað, lyfjaiðnað og textíliðnað,“ nefndi Halldóra sem dæmi. Þurfi að bregðast hratt við Nú sé aftur á móti svo komið að Lyfjastofnun hafi ákveðið að banna með öllu innflutning á hampfræjum. „Án þeirra verður öllum forsendum kippt undan þessari starfsemi,“ sagði Halldóra en hún vill meina að plantan ætti ekki að flokkast undir lög um ávana- og fíkniefni. Það sjónarmið stangast á við túlkun Lyfjastofnunar. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/vilhelm „Mér skilst að ef þetta mál leysist ekki núna, á innan við mánuði, að þá sé orðið of seint að hefja undirbúning ræktunar fyrir komandi sumar. Þannig að ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort það skjóti ekki skökku við að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er að veita fé til starfsemi sem Lyfjastofnun telur ólöglega. Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum stofnunum?“ spurði Halldóra. Líklega þurfi lagabreytingu Svandís sagðist hafa fylgst með þessari umræðu að því er varðar samskipti við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Af þeim sökum höfum við komið á samskiptum milli ráðuneytanna tveggja, það er að segja heilbrigðisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í því skyni að setja saman starfshóp til að skoða málið. Markmiðið er ekki alveg fastmótað en það yrði líklega að skoða möguleika á því að nota hamp í iðnaði og hvaða lagabreytinga yrði þá þörf og svo framvegis svo þetta yrði til skoðunar. Ég býst við, og var að ræða það við sessunaut minn í ríkisstjórn [Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra] að við náum að koma starfshópnum saman í þessari viku,“ sagði Svandís. „Niðurstaða Lyfjastofnunar er að ákvæði ávana- og fíkniefnalaga með síðari breytingum feli í sér að plöntur af þessum toga falli undir ákvæði laganna. Það er að segja að ef til kæmi eða til stæði að skoðuðu máli að breyta þessari stöðu þyrfti að breyta lögum um ávana- og fíkniefni,“ sagði Svandís ennfremur.
Alþingi Kannabis Lyf Nýsköpun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira