Gamli Grindvíkingurinn gerði gærdaginn enn betri fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 17:30 Rachel Furness í leik með Liverpool. Getty/Mark Kerton Karlalið Liverpool var ekki eina lið félagsins sem fagnaði góðum sigri í ensku úrvalsdeildinni í gær því kvennalið félagsins vann líka mikilvægan sigur. Karlarnir í Liverpool hafa verið á toppnum í allan vetur og eru nú komnir með sextán stiga forskot á næsta lið en það hefur verið mikið basl á kvennaliðinu. Liverpool konurnar urðu hreinlega að vinna Bristol City á útivelli í gær. Liðið sat í fallsæti fyrir leikinn en 1-0 sigur á Bristol City þýðir að Liverpool konurnar eru þar ekki lengur. It's been a good day for Liverpool! Liverpool Women moved out of the relegation zone with their first win of the season. A first-half goal from Rachel Furness left Bristol City at the bottom of the WSL table. Match report https://t.co/jJmune5Rwb#bbcfootball#WSLpic.twitter.com/pc74nGJ5Dc— BBC Sport (@BBCSport) January 19, 2020 Það var gamli Grindvíkingurinn og nýr leikmaður Liverpool, Rachel Furness, sem tryggði liðinu þessi mikilvægu þrjú stig. Rachel Furness skoraði sigurmarkið strax á þrettándu mínútu leiksins þegar hún var rétt kona á réttum stað þegar hún fylgdi eftir skoti félaga síns. Þetta var aðeins annar leikur Rachel Furness með Liverpool síðan að hún kom til liðsins frá Reading. Liverpool liðið hefur tilfinnanlega vantað mörk því þetta var aðeins það fjórða hjá því á leiktíðinni. Rachel Furness spilaði með Grindavíkurliðinu sumarið 2010 og var þá með 3 mörk í 12 deildarleikjum og 2 mörk í 2 bikarleikjum. Furness kom til Grindavíkur frá Newcastle en fór þaðan til Sunderland um haustið þar sem hún spilaði næstu sex árin. Hún er nú orðin 31 árs gömul og hafði verið hjá Reading undanfarin tvö ár þar sem hún spilaði með annars með íslensku landsliðskonunni Rakel Hönnudóttur. Hún hefur skorað 17 mörk í 61 landsleik fyrir Norður-Írland. A message from today’s goal scorer!@Furney1988pic.twitter.com/lSGE8OfUVG— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) January 19, 2020 The race for the title just got interesting... Just a point separating the three sides#BarclaysFAWSLpic.twitter.com/je2ooebonC— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) January 19, 2020 Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Karlalið Liverpool var ekki eina lið félagsins sem fagnaði góðum sigri í ensku úrvalsdeildinni í gær því kvennalið félagsins vann líka mikilvægan sigur. Karlarnir í Liverpool hafa verið á toppnum í allan vetur og eru nú komnir með sextán stiga forskot á næsta lið en það hefur verið mikið basl á kvennaliðinu. Liverpool konurnar urðu hreinlega að vinna Bristol City á útivelli í gær. Liðið sat í fallsæti fyrir leikinn en 1-0 sigur á Bristol City þýðir að Liverpool konurnar eru þar ekki lengur. It's been a good day for Liverpool! Liverpool Women moved out of the relegation zone with their first win of the season. A first-half goal from Rachel Furness left Bristol City at the bottom of the WSL table. Match report https://t.co/jJmune5Rwb#bbcfootball#WSLpic.twitter.com/pc74nGJ5Dc— BBC Sport (@BBCSport) January 19, 2020 Það var gamli Grindvíkingurinn og nýr leikmaður Liverpool, Rachel Furness, sem tryggði liðinu þessi mikilvægu þrjú stig. Rachel Furness skoraði sigurmarkið strax á þrettándu mínútu leiksins þegar hún var rétt kona á réttum stað þegar hún fylgdi eftir skoti félaga síns. Þetta var aðeins annar leikur Rachel Furness með Liverpool síðan að hún kom til liðsins frá Reading. Liverpool liðið hefur tilfinnanlega vantað mörk því þetta var aðeins það fjórða hjá því á leiktíðinni. Rachel Furness spilaði með Grindavíkurliðinu sumarið 2010 og var þá með 3 mörk í 12 deildarleikjum og 2 mörk í 2 bikarleikjum. Furness kom til Grindavíkur frá Newcastle en fór þaðan til Sunderland um haustið þar sem hún spilaði næstu sex árin. Hún er nú orðin 31 árs gömul og hafði verið hjá Reading undanfarin tvö ár þar sem hún spilaði með annars með íslensku landsliðskonunni Rakel Hönnudóttur. Hún hefur skorað 17 mörk í 61 landsleik fyrir Norður-Írland. A message from today’s goal scorer!@Furney1988pic.twitter.com/lSGE8OfUVG— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) January 19, 2020 The race for the title just got interesting... Just a point separating the three sides#BarclaysFAWSLpic.twitter.com/je2ooebonC— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) January 19, 2020
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira