Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 06:28 Ein af vörunum sem Nói Siríus hefur innkallað. Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríuss séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var hún höfð víðtækari í varúðarskyni að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Tvær tilkynningar hafa borist íslenskum eftirlitsstofnunum á síðustu dögum vegna innköllunar Nóa Siríus. Þann 10. janúar voru þrjú vörunúmer innkölluð og tæpri viku síðar bættust þrjú til viðbótar. Sagt var að súkkulaðið gæti verið í verslunum um allt land og voru viðskiptavinir hvattir til að skila plötunum. Þá ákváð danski verslunarrisinn Coop að taka innköllunina til sín. Viðskiptavinum sem gætu hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi var bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Ráðist var í innköllunina eftir að litaðar plastagnir fundust í súkkulaðiplötu. Fyrst var aðeins um eina plötu að ræða en nú hafa agnirnar fundist í fimm stykkjum. Talið er að flísast hafi úr plastmótum í vélum Nóa Síríuss og plastagnirnar hafnað á súkkulaðistykkjum áður en þau voru fullhörnuð. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríuss, segir í samtali við Morgunblaðið að tekist hafi að stöðva meginhluta innkölluðu vörunnar í vöruhúsum verslana og annarra viðskiptavina. Nói Síríus hafi þar að auki breytt vinnubrögðum við framleiðsluna; t.a.m. opni starfsmenn vélarnar þrisvar á dag til að athuga hvort eitthvað bjáti á. Auðjón undirstrikar að plastagnirnar séu ekki hættulegar heilsu fólks. Hins vegar eigi þær ekki heima í súkkulaði og því hafi verið ákveðið að ráðast í jafn víðtæka innköllun og raun ber vitni. Innköllun Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríuss séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var hún höfð víðtækari í varúðarskyni að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Tvær tilkynningar hafa borist íslenskum eftirlitsstofnunum á síðustu dögum vegna innköllunar Nóa Siríus. Þann 10. janúar voru þrjú vörunúmer innkölluð og tæpri viku síðar bættust þrjú til viðbótar. Sagt var að súkkulaðið gæti verið í verslunum um allt land og voru viðskiptavinir hvattir til að skila plötunum. Þá ákváð danski verslunarrisinn Coop að taka innköllunina til sín. Viðskiptavinum sem gætu hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi var bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Ráðist var í innköllunina eftir að litaðar plastagnir fundust í súkkulaðiplötu. Fyrst var aðeins um eina plötu að ræða en nú hafa agnirnar fundist í fimm stykkjum. Talið er að flísast hafi úr plastmótum í vélum Nóa Síríuss og plastagnirnar hafnað á súkkulaðistykkjum áður en þau voru fullhörnuð. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríuss, segir í samtali við Morgunblaðið að tekist hafi að stöðva meginhluta innkölluðu vörunnar í vöruhúsum verslana og annarra viðskiptavina. Nói Síríus hafi þar að auki breytt vinnubrögðum við framleiðsluna; t.a.m. opni starfsmenn vélarnar þrisvar á dag til að athuga hvort eitthvað bjáti á. Auðjón undirstrikar að plastagnirnar séu ekki hættulegar heilsu fólks. Hins vegar eigi þær ekki heima í súkkulaði og því hafi verið ákveðið að ráðast í jafn víðtæka innköllun og raun ber vitni.
Innköllun Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20
Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09
Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13