Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 29-36 | ÍBV með góðan sigur í Hleðsluhöllinni Hólmar Höskuldsson skrifar 1. febrúar 2020 19:30 ÍBV gátu svo sannarlega fagnað í leikslok eftir góðan sigur á Íslandsmeisturunum. vísir/daníel Íslandsmeistarar Selfoss töpuðu óvænt fyrir grönnum sínum frá Vestmananeyjum á heimavelli í dag. Lokatölur 36-29 ÍBV í vil. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en við miðbik fyrri hálfleiks tókst ÍBV að slíta sig frá Selfyssingum og fóru inn í seinni hálfleikinn með fjögurra marka forskot 16-20. Mikið um mörk og augljóst að það var ekki að fara hætta. ÍBV hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og hélt áfram að dæla inn mörkum. Selfyssingar gerðu þó all nokkrar atlögur en án árangurs og lokatölur því sjö marka sigur Eyjamanna 29-36. Tapaðir boltar sem enduðu í hraðaupphlaupum og mörkum var það sem skildi liðin að. Eyjamenn gerðu 10 mörk úr 12 hraðaupphlaupum úr 16 töpuðum boltum Selfyssinga, sem fengu einungis 3 mörk úr 6 hraðaupphlaupum þrátt fyrir 18 tapaða bolta Eyjamanna. Eyjamenn tryggðu þennan sigur á því að nýta sér mistök Selfyssinga sóknarlega og keyrðu hratt til sóknar og refsuðu grimmt. Einnig spilaði stórt inn í að Selfyssingar misstu Einar Sverrisson útaf með rautt eftir einungis þriggja mínútna leik. Þetta reyndist þeim virkilega illa þar sem skyttu staðan hefur verið ansi þunnskipuð meðal Selfyssinga vegna meiðsla.Hvað gekk vel? Eins og kom fyrir hér að ofan þá spiluðu hraðaupphlaup Eyjamanna stórt inn í. Hákon Daði stóð upp úr í liði ÍBV með 10 mörk og þar á meðal fimm úr vítum. Hann klúðraði ekki einu vítakasti né öðru skoti í leiknum sem og Fannar Þór Friðgeirsson sem gerði sex mörk úr jafn mörgum skotum. Dagur Arnarsson var einnig með sex mörk sem hann gerði úr níu skotum. Í liði Selfyssinga stóð Haukur Þrastarson upp úr en hann var allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga. Haukur gerði 10 mörk úr 15 skotum ásamt því að skapa níu færi og átta stoðsendingar. Haukur kom því nánast að tveim þriðju marka Selfoss.Hvað gekk illa? Liðunum gekk illa að halda boltanum í sóknarleiknum en samanlagt töpuðu liðin 34 boltum, Selfoss með 16 og ÍBV með 18. Markvarslan var ekkert stórbrotin heldur en Eyjamenn voru með 11 varða bolta gegn 8 vörðum boltum Selfyssinga. Selfyssingar voru einnig með dræma nýtingu utan af velli en þeir skoruðu 8 mörk úr 17 skotum gegn 12 mörkum úr 20 skotum.Hvað gerist næst? Næst á dagskrá hjá báðum liðum eru 8 liða úrslit Coca Cola Bikar karla þar sem Selfyssingar sækja Stjörnuna heim þann 5. febrúar næstkomandi og Eyjamenn fá FH-inga í heimsókn 6. febrúar. Í deildinni sækja þó Selfyssingar KA menn heim til Akureyrar 8. febrúar og Eyjamenn sækja Aftureldingu heim sunnudaginn 9. febrúar. Kristinn Guðmundsson gat fagnað vel að leikslokumVísir/Bára Kristinn sáttur með að vinna Íslandsmeistarana á útivelli Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur eftir leikinn enda stór sigur Eyjamanna. Hann var gífurlega ánægður að sækja Íslandsmeistarana heim og vinna leikinn stórt. Hann var sáttur við varnarleik á köflum en þótti heldur mikið að hafa fengið á sig 29 mörk en engu að síður sáttur með að hafa sett stopp í sóknarleik Selfyssinga sem hefur verið sá sterkasti í vetur en ekkert lið er búið að skora jafn mörg mörk eða í kringum 30-31 mörk í leik að meðaltali. Lengi má gott betur gera og sá Kristinn þó nokkra hluti í leik sinna manna sem hefði mátt bæta. Sem dæmi hefði hann ekki vilja sjá Selfyssinga minnka forystuna niður í 3-4 mörk í seinni hálfleik þegar Eyjamenn voru búnir að koma sér í þægilega átta marka forystu. Annars var hann heilt yfir verulega sáttur við leik sinna manna. Grímur var ekki sáttur með leik sinna manna.Vísir/Sunnlenska Grímur Hergeirsson var allt annað en sáttur við leik sinna manna. Honum fannst sínir menn tapa boltanum of mikið einungis vegna dómgreindarleysi sinna manna oft á köflum frekar en að varnarleikur Eyjamanna hafi verið að valda þessum töpuðu boltum. Selfyssingar fengu á sig 10 mörk úr hraðaupphlaupum sem mátti tengja til þessara mistaka. Honum fannst einnig virkilega dýrt að missa mann úr skyttustöðunni í Einari Sverrissyni eftir einungis þriggja mínútna leik en vildi samt sem áður ekkert tjá sig um dómgæslu leiksins enda ekki hans að dæma fannst honum. Skyttu staða Selfyssinga hefur verið virkilega brothætt undanfarið en Einar er ný komin til baka eftir að hafa slitið krossband snemma á síðasta ári. Sömuleiðis er Hægri skytta Selfyssinga Árni Steinn Steinþórsson að jafna sig eftir sömu meiðsli og Nökkvi Dan Elliðason er að ná sér eftir axlaraðgerð. Líklegt er þó að hann komi til baka á næstu vikum fari allt á besta veg. Hergeir Grímsson sonur Gríms sem hefur verið að leysa stöðurnar fyrir utan er einnig frá vegna meiðsla óvíst er hvenær hann snýr aftur. Engu að síður hefði Grímur viljað sjá fleiri menn myndu stíga upp í leiknum en það gerðist ekki. Olís-deild karla
Íslandsmeistarar Selfoss töpuðu óvænt fyrir grönnum sínum frá Vestmananeyjum á heimavelli í dag. Lokatölur 36-29 ÍBV í vil. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en við miðbik fyrri hálfleiks tókst ÍBV að slíta sig frá Selfyssingum og fóru inn í seinni hálfleikinn með fjögurra marka forskot 16-20. Mikið um mörk og augljóst að það var ekki að fara hætta. ÍBV hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og hélt áfram að dæla inn mörkum. Selfyssingar gerðu þó all nokkrar atlögur en án árangurs og lokatölur því sjö marka sigur Eyjamanna 29-36. Tapaðir boltar sem enduðu í hraðaupphlaupum og mörkum var það sem skildi liðin að. Eyjamenn gerðu 10 mörk úr 12 hraðaupphlaupum úr 16 töpuðum boltum Selfyssinga, sem fengu einungis 3 mörk úr 6 hraðaupphlaupum þrátt fyrir 18 tapaða bolta Eyjamanna. Eyjamenn tryggðu þennan sigur á því að nýta sér mistök Selfyssinga sóknarlega og keyrðu hratt til sóknar og refsuðu grimmt. Einnig spilaði stórt inn í að Selfyssingar misstu Einar Sverrisson útaf með rautt eftir einungis þriggja mínútna leik. Þetta reyndist þeim virkilega illa þar sem skyttu staðan hefur verið ansi þunnskipuð meðal Selfyssinga vegna meiðsla.Hvað gekk vel? Eins og kom fyrir hér að ofan þá spiluðu hraðaupphlaup Eyjamanna stórt inn í. Hákon Daði stóð upp úr í liði ÍBV með 10 mörk og þar á meðal fimm úr vítum. Hann klúðraði ekki einu vítakasti né öðru skoti í leiknum sem og Fannar Þór Friðgeirsson sem gerði sex mörk úr jafn mörgum skotum. Dagur Arnarsson var einnig með sex mörk sem hann gerði úr níu skotum. Í liði Selfyssinga stóð Haukur Þrastarson upp úr en hann var allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga. Haukur gerði 10 mörk úr 15 skotum ásamt því að skapa níu færi og átta stoðsendingar. Haukur kom því nánast að tveim þriðju marka Selfoss.Hvað gekk illa? Liðunum gekk illa að halda boltanum í sóknarleiknum en samanlagt töpuðu liðin 34 boltum, Selfoss með 16 og ÍBV með 18. Markvarslan var ekkert stórbrotin heldur en Eyjamenn voru með 11 varða bolta gegn 8 vörðum boltum Selfyssinga. Selfyssingar voru einnig með dræma nýtingu utan af velli en þeir skoruðu 8 mörk úr 17 skotum gegn 12 mörkum úr 20 skotum.Hvað gerist næst? Næst á dagskrá hjá báðum liðum eru 8 liða úrslit Coca Cola Bikar karla þar sem Selfyssingar sækja Stjörnuna heim þann 5. febrúar næstkomandi og Eyjamenn fá FH-inga í heimsókn 6. febrúar. Í deildinni sækja þó Selfyssingar KA menn heim til Akureyrar 8. febrúar og Eyjamenn sækja Aftureldingu heim sunnudaginn 9. febrúar. Kristinn Guðmundsson gat fagnað vel að leikslokumVísir/Bára Kristinn sáttur með að vinna Íslandsmeistarana á útivelli Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur eftir leikinn enda stór sigur Eyjamanna. Hann var gífurlega ánægður að sækja Íslandsmeistarana heim og vinna leikinn stórt. Hann var sáttur við varnarleik á köflum en þótti heldur mikið að hafa fengið á sig 29 mörk en engu að síður sáttur með að hafa sett stopp í sóknarleik Selfyssinga sem hefur verið sá sterkasti í vetur en ekkert lið er búið að skora jafn mörg mörk eða í kringum 30-31 mörk í leik að meðaltali. Lengi má gott betur gera og sá Kristinn þó nokkra hluti í leik sinna manna sem hefði mátt bæta. Sem dæmi hefði hann ekki vilja sjá Selfyssinga minnka forystuna niður í 3-4 mörk í seinni hálfleik þegar Eyjamenn voru búnir að koma sér í þægilega átta marka forystu. Annars var hann heilt yfir verulega sáttur við leik sinna manna. Grímur var ekki sáttur með leik sinna manna.Vísir/Sunnlenska Grímur Hergeirsson var allt annað en sáttur við leik sinna manna. Honum fannst sínir menn tapa boltanum of mikið einungis vegna dómgreindarleysi sinna manna oft á köflum frekar en að varnarleikur Eyjamanna hafi verið að valda þessum töpuðu boltum. Selfyssingar fengu á sig 10 mörk úr hraðaupphlaupum sem mátti tengja til þessara mistaka. Honum fannst einnig virkilega dýrt að missa mann úr skyttustöðunni í Einari Sverrissyni eftir einungis þriggja mínútna leik en vildi samt sem áður ekkert tjá sig um dómgæslu leiksins enda ekki hans að dæma fannst honum. Skyttu staða Selfyssinga hefur verið virkilega brothætt undanfarið en Einar er ný komin til baka eftir að hafa slitið krossband snemma á síðasta ári. Sömuleiðis er Hægri skytta Selfyssinga Árni Steinn Steinþórsson að jafna sig eftir sömu meiðsli og Nökkvi Dan Elliðason er að ná sér eftir axlaraðgerð. Líklegt er þó að hann komi til baka á næstu vikum fari allt á besta veg. Hergeir Grímsson sonur Gríms sem hefur verið að leysa stöðurnar fyrir utan er einnig frá vegna meiðsla óvíst er hvenær hann snýr aftur. Engu að síður hefði Grímur viljað sjá fleiri menn myndu stíga upp í leiknum en það gerðist ekki.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik