Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2020 11:06 Frá Grindavík en óvissustigs hefur verið lýst yfir vegna óvenjulegs landriss í grennd við bæinn. „Við vorum með síðustu uppfærslu núna í nótt. Við sjáum ris áfram og þetta heldur áfram mjög svipað,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, um stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Vestan við fjallið hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. Benedikt segir risið geta verið breytilegt á milli daga en langtímatímamælingar sýni ris upp á fyrrnefna þrjá til fjóra millimetra. Þá hefur skjálftavirkni á svæðinu verið aðeins minni síðan í gærkvöldi. Hún gæti þó tekið við sér aftur. „Þannig að virknin er mjög svipuð og við erum að horfa bara á áframhald á það sem er í gangi,“ segir Benedikt. Aðspurður hversu mikið risið er í heildina segir Benedikt að það nálgist örugglega fjóra sentimetra. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu vestan við Þorbjörn. Engin merki eru þó um að kvika sé komin nálægt yfirborðinu og telja vísindamennirnir raunar að hún sé á talsverðu dýpi. „Þetta er sama þróun og við sjáum frá degi eitt þannig að okkar túlkun er sú að við erum að horfa á kviku vera að troða sér inn á talsverðu dýpi væntanlega, við höfum ekki nákvæmt mat á það en það eru kannski fjórir til níu kílómetrar. Þar er kannski kvika að safnast saman, alltaf á sama stað, hún er ekki að færast neitt annað. Við myndum sjá það væntanlega í skjálftavirkni og líka í aflögunarmerkinu. Það er mjög ólíklegt að það færi eitthvað fram hjá okkur,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57 Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Við vorum með síðustu uppfærslu núna í nótt. Við sjáum ris áfram og þetta heldur áfram mjög svipað,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, um stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Vestan við fjallið hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. Benedikt segir risið geta verið breytilegt á milli daga en langtímatímamælingar sýni ris upp á fyrrnefna þrjá til fjóra millimetra. Þá hefur skjálftavirkni á svæðinu verið aðeins minni síðan í gærkvöldi. Hún gæti þó tekið við sér aftur. „Þannig að virknin er mjög svipuð og við erum að horfa bara á áframhald á það sem er í gangi,“ segir Benedikt. Aðspurður hversu mikið risið er í heildina segir Benedikt að það nálgist örugglega fjóra sentimetra. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu vestan við Þorbjörn. Engin merki eru þó um að kvika sé komin nálægt yfirborðinu og telja vísindamennirnir raunar að hún sé á talsverðu dýpi. „Þetta er sama þróun og við sjáum frá degi eitt þannig að okkar túlkun er sú að við erum að horfa á kviku vera að troða sér inn á talsverðu dýpi væntanlega, við höfum ekki nákvæmt mat á það en það eru kannski fjórir til níu kílómetrar. Þar er kannski kvika að safnast saman, alltaf á sama stað, hún er ekki að færast neitt annað. Við myndum sjá það væntanlega í skjálftavirkni og líka í aflögunarmerkinu. Það er mjög ólíklegt að það færi eitthvað fram hjá okkur,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57 Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57
Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54
Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56