Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Ísak Hallmundarson skrifar 16. ágúst 2020 10:45 Lionel Messi leið ekki vel á föstudaginn. getty/Manu Fernandez Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. Pep Guardiola tók við Barcelona árið 2008 og gerði liðið að deildarmeisturum, bikarmeisturum og Evrópumeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. Þá voru leikmenn eins og Xavi Hernandez, Andres Iniesta, Lionel Messi og Gerard Pique að komast á hátind síns ferils hjá liðinu. Sigurgangan hélt áfram næstu árin, Katalóníuliðið vann spænsku úrvalsdeildina næstu tvö árin og unnu Meistaradeildina í annað skipti á þremur árum árið 2011. Guardiola hætti með liðið árið 2012 eftir að það endaði í öðru sæti spænsku deildarinnar. Liðið vann síðan spænsku úrvalsdeildina þrisvar á næstu fjórum árum og alls fimm sinnum á árunum 2013-2019, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu enn einu sinni árið 2015 þegar Luis Enrique þjálfaði liðið. Leiðin hefur legið niður á við undanfarin ár en 8-2 tapið gegn Bayern Munchen á föstudaginn síðasta var eitt það mest niðurlægjandi í sögu félagsins og skýr skilaboð um að liðið sé komið á endastöð eftir mörg ár af slæmum ákvörðunum. Lionel Messi og Luis Suarez eru 33 ára gamlir og gætu báðir verið á förum. Þá eru Sergio Busquets og Gerard Pique komnir yfir þrítugt. Nokkuð ljóst er að Quique Setién muni ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili. Mauricio Pochettino og Xavi Hernandez hafa verið orðaðir við starfið. Pochettino hefur spilað fyrir og þjálfað Espanyol, erkifjendur Barcelona í Katalóníu. Hann sagði eitt sinn í viðtali að hann myndi frekar vinna á sveitabæ í heimalandi sínu heldur en sem þjálfari Barcelona. Hann hefur þó seinna dregið úr þeirri yfirlýsingu sinni og sagt að það sé aldrei að vita hvað gerist í lífinu. Pochettino er sem stendur atvinnulaus og hefur verið orðaður við mörg af stærstu félagsliðum Evrópu. Xavi hefur lengi verið orðaður sem framtíðarstjóri félagsins en hann er sem stendur þjálfari Al-Sadd í Katar. Það er því ekki víst að það sé raunhæft að hann taki við liðinu á þessum tímapunkti þó líklegt sé að það gerist fyrr eða síðar. Þá gengur einn orðrómurinn um Barcelona út á að Lionel Messi muni yfirgefa liðið eftir niðurlæginguna gegn Bayern og spila fyrir Manchester City á komandi tímabili. Messi hefur aldrei spilað fyrir annað lið en Barcelona á sínum atvinnumannaferli og lengi vel þótti það fjarstæðukennd tilhugsun að sjá hann í öðrum búningi en þeim rauða og bláa. Manchester City hefur lengi haft áhuga á leikmanninum og nú gæti sem aldrei fyrr verið tækifæri fyrir þá að fá Messi í sínar raðir. Hvað tekur við hjá Barcelona á eftir að koma í ljós en ljóst er að ákveðin kaflaskil eru að eiga sér stað hjá Katalóníu stórveldinu. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. Pep Guardiola tók við Barcelona árið 2008 og gerði liðið að deildarmeisturum, bikarmeisturum og Evrópumeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. Þá voru leikmenn eins og Xavi Hernandez, Andres Iniesta, Lionel Messi og Gerard Pique að komast á hátind síns ferils hjá liðinu. Sigurgangan hélt áfram næstu árin, Katalóníuliðið vann spænsku úrvalsdeildina næstu tvö árin og unnu Meistaradeildina í annað skipti á þremur árum árið 2011. Guardiola hætti með liðið árið 2012 eftir að það endaði í öðru sæti spænsku deildarinnar. Liðið vann síðan spænsku úrvalsdeildina þrisvar á næstu fjórum árum og alls fimm sinnum á árunum 2013-2019, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu enn einu sinni árið 2015 þegar Luis Enrique þjálfaði liðið. Leiðin hefur legið niður á við undanfarin ár en 8-2 tapið gegn Bayern Munchen á föstudaginn síðasta var eitt það mest niðurlægjandi í sögu félagsins og skýr skilaboð um að liðið sé komið á endastöð eftir mörg ár af slæmum ákvörðunum. Lionel Messi og Luis Suarez eru 33 ára gamlir og gætu báðir verið á förum. Þá eru Sergio Busquets og Gerard Pique komnir yfir þrítugt. Nokkuð ljóst er að Quique Setién muni ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili. Mauricio Pochettino og Xavi Hernandez hafa verið orðaðir við starfið. Pochettino hefur spilað fyrir og þjálfað Espanyol, erkifjendur Barcelona í Katalóníu. Hann sagði eitt sinn í viðtali að hann myndi frekar vinna á sveitabæ í heimalandi sínu heldur en sem þjálfari Barcelona. Hann hefur þó seinna dregið úr þeirri yfirlýsingu sinni og sagt að það sé aldrei að vita hvað gerist í lífinu. Pochettino er sem stendur atvinnulaus og hefur verið orðaður við mörg af stærstu félagsliðum Evrópu. Xavi hefur lengi verið orðaður sem framtíðarstjóri félagsins en hann er sem stendur þjálfari Al-Sadd í Katar. Það er því ekki víst að það sé raunhæft að hann taki við liðinu á þessum tímapunkti þó líklegt sé að það gerist fyrr eða síðar. Þá gengur einn orðrómurinn um Barcelona út á að Lionel Messi muni yfirgefa liðið eftir niðurlæginguna gegn Bayern og spila fyrir Manchester City á komandi tímabili. Messi hefur aldrei spilað fyrir annað lið en Barcelona á sínum atvinnumannaferli og lengi vel þótti það fjarstæðukennd tilhugsun að sjá hann í öðrum búningi en þeim rauða og bláa. Manchester City hefur lengi haft áhuga á leikmanninum og nú gæti sem aldrei fyrr verið tækifæri fyrir þá að fá Messi í sínar raðir. Hvað tekur við hjá Barcelona á eftir að koma í ljós en ljóst er að ákveðin kaflaskil eru að eiga sér stað hjá Katalóníu stórveldinu.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira