Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 11:35 Nokkur tilraunaskot til viðbótar verða gerð á Langanesi. Aðsend/Skyrora Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun . Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni segir að skotið hafi gengið vel í morgun enda hafi aðstæður verið góðar. „Þetta gekk vel! Það var fallegur dagur á skotstað í dag.“ Eldflauginni, frá skoska fyrirtækinu Skyrora, var skotið upp í tveimur hlutum, eða stigum. Fyrri partur flaugarinnar fór upp í sex kílómetra hæð og þegar hann hætti að brenna fór efri parturinn í 30 kílómetra hæð. „Það er ekki formlega geimurinn, enda ekki geimskot heldur eldflaugaskot,“ segir Atli Þór í samtali við fréttastofu. Íbúar Langaness fylgjast heillaðir með eldflaugaskotinu.Aðsend/Atli Þór „Þegar þú ert kominn í 30 km hæð þá sérðu að jörðin er sannarlega hnöttótt. Fyrri hlutinn fellur um það bil 3 km í sjóinn frá ströndinni, efri hlutinn er um það bil 18 km frá ströndu.“ Skrifað var undir samning við björgunarsveitina um að ná í partana aftur og stendur sú aðgerð yfir núna. Hægt er að endurnýta hlutana og verða haldnar nokkrar æfingar til viðbótar. Atli Þór segir Ísland vel til þess fallið að skjóta héðan eldflaugum. Eldflauginni var skotið upp frá Langanesi í morgun.Aðsend/Atli Þór „Það eru hundruð þátta sem þarf að skoða: öryggið, veðrátta, staðsetning, samgöngur og leyfi og annað slíkt. Þú þarft alltaf að vega og meta hagsmuni. Langanes hefur nokkra kosti. Ísland býr yfir ótrúlega góðum veðurgögnum, líka góð staðsetning út af ákveðinni braut og staðsetningakerfi hnatta. Svo ertu með svæði sem er tiltölulega strjálbýlt, auðvelt að viðhalda öryggi, stórt flugsvæði og svo framvegis,“ segir Atli. „Hjá okkur tekur nú við að leyfa okkar teymi að sofa,“ segir Atli. Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun . Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni segir að skotið hafi gengið vel í morgun enda hafi aðstæður verið góðar. „Þetta gekk vel! Það var fallegur dagur á skotstað í dag.“ Eldflauginni, frá skoska fyrirtækinu Skyrora, var skotið upp í tveimur hlutum, eða stigum. Fyrri partur flaugarinnar fór upp í sex kílómetra hæð og þegar hann hætti að brenna fór efri parturinn í 30 kílómetra hæð. „Það er ekki formlega geimurinn, enda ekki geimskot heldur eldflaugaskot,“ segir Atli Þór í samtali við fréttastofu. Íbúar Langaness fylgjast heillaðir með eldflaugaskotinu.Aðsend/Atli Þór „Þegar þú ert kominn í 30 km hæð þá sérðu að jörðin er sannarlega hnöttótt. Fyrri hlutinn fellur um það bil 3 km í sjóinn frá ströndinni, efri hlutinn er um það bil 18 km frá ströndu.“ Skrifað var undir samning við björgunarsveitina um að ná í partana aftur og stendur sú aðgerð yfir núna. Hægt er að endurnýta hlutana og verða haldnar nokkrar æfingar til viðbótar. Atli Þór segir Ísland vel til þess fallið að skjóta héðan eldflaugum. Eldflauginni var skotið upp frá Langanesi í morgun.Aðsend/Atli Þór „Það eru hundruð þátta sem þarf að skoða: öryggið, veðrátta, staðsetning, samgöngur og leyfi og annað slíkt. Þú þarft alltaf að vega og meta hagsmuni. Langanes hefur nokkra kosti. Ísland býr yfir ótrúlega góðum veðurgögnum, líka góð staðsetning út af ákveðinni braut og staðsetningakerfi hnatta. Svo ertu með svæði sem er tiltölulega strjálbýlt, auðvelt að viðhalda öryggi, stórt flugsvæði og svo framvegis,“ segir Atli. „Hjá okkur tekur nú við að leyfa okkar teymi að sofa,“ segir Atli.
Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28