Óskar Hrafn: Menn sýndu ljóns hjarta í seinni hálfleik Andri Már Eggertsson skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Óskar Hrafn var sáttur með spilamennskuna og sigurinn í gærvöld. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu - var vonum sáttur með frammistöðu sinna manna í gærkvöld er liðið lagði Víking af velli með fjórum mörkum gegn tveimur. Var þetta fyrsti liður beggja liða eftir rúmlega tveggja vikna hlé sökum ráðstafana Almannavarna. Nú mega liðin leika að nýju en líkt og í öllum leikjum helgarinnar voru engir áhorfendur á leiknum í Víkinni í gær. Það virtist ekki hafa áhrif á Blikana sem léku frábæran fótbolta. „Þetta voru sanngjörn úrslit við fengum færi til að skora fleiri mörk en Víkingarnir og því enduðu leikar réttilega með sigri Blika,” sagði Óskar Hrafn kátur í leikslok. Gísli Eyjólfsson skoraði glæsilegt mark þegar hann þrumaði boltanum fyrir utan teig í slánna og inn. Óskar var mjög ánægður með markið sem kom honum ekkert á óvart. Þjálfarateymi Blika reiknar vissulega ekki með marki í hverjum leik frá Gísla en þeir telja hann hafa nægilega mikil gæði til að geta skipt sköpum í hverjum einasta leik. Hann er jú einn af betri leikmönnum deildarinnar að þeirra mati. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði loksins sín fyrstu mörk í deildinni eftir að hafa farið í gegnum markaþurrð í upphafi móts. Varamannabekkur Blika fagnaði vel og innilega er Brynjólfur braut loks ísinn. „Þetta var léttir fyrir hann að skora það hefur mikið verið rætt og ritað sem situr alveg strik í undirbúninginn hjá honum. Sigurinn er þó það sem skiptir öllu máli þó það var jákvætt að hann komst á blað því hann hefur oft spilað vel en mörkin hafa vantað.” Óskar var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Blikar hefðu átt að skora fleiri mörk og sýndu Víkingarnir að þeir refsa alltaf ef þú nýtir ekki færin þín. Þá hrósaði Óskar karakter liðsins mikið í seinni hálfleik því þar sýndu þeir úr hverju þeir eru gerðir þegar Víkingur virtist vera með tökin á leiknum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 2-4 | Blikar upp í annað sætið eftir magnaðan leik í Víkinni Breiðablik hafði betur gegn Víking í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 4-2 Blikum í vil í hreint út sagt stórskemmtilegum fótboltaleik. 16. ágúst 2020 21:45 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu - var vonum sáttur með frammistöðu sinna manna í gærkvöld er liðið lagði Víking af velli með fjórum mörkum gegn tveimur. Var þetta fyrsti liður beggja liða eftir rúmlega tveggja vikna hlé sökum ráðstafana Almannavarna. Nú mega liðin leika að nýju en líkt og í öllum leikjum helgarinnar voru engir áhorfendur á leiknum í Víkinni í gær. Það virtist ekki hafa áhrif á Blikana sem léku frábæran fótbolta. „Þetta voru sanngjörn úrslit við fengum færi til að skora fleiri mörk en Víkingarnir og því enduðu leikar réttilega með sigri Blika,” sagði Óskar Hrafn kátur í leikslok. Gísli Eyjólfsson skoraði glæsilegt mark þegar hann þrumaði boltanum fyrir utan teig í slánna og inn. Óskar var mjög ánægður með markið sem kom honum ekkert á óvart. Þjálfarateymi Blika reiknar vissulega ekki með marki í hverjum leik frá Gísla en þeir telja hann hafa nægilega mikil gæði til að geta skipt sköpum í hverjum einasta leik. Hann er jú einn af betri leikmönnum deildarinnar að þeirra mati. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði loksins sín fyrstu mörk í deildinni eftir að hafa farið í gegnum markaþurrð í upphafi móts. Varamannabekkur Blika fagnaði vel og innilega er Brynjólfur braut loks ísinn. „Þetta var léttir fyrir hann að skora það hefur mikið verið rætt og ritað sem situr alveg strik í undirbúninginn hjá honum. Sigurinn er þó það sem skiptir öllu máli þó það var jákvætt að hann komst á blað því hann hefur oft spilað vel en mörkin hafa vantað.” Óskar var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Blikar hefðu átt að skora fleiri mörk og sýndu Víkingarnir að þeir refsa alltaf ef þú nýtir ekki færin þín. Þá hrósaði Óskar karakter liðsins mikið í seinni hálfleik því þar sýndu þeir úr hverju þeir eru gerðir þegar Víkingur virtist vera með tökin á leiknum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 2-4 | Blikar upp í annað sætið eftir magnaðan leik í Víkinni Breiðablik hafði betur gegn Víking í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 4-2 Blikum í vil í hreint út sagt stórskemmtilegum fótboltaleik. 16. ágúst 2020 21:45 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 2-4 | Blikar upp í annað sætið eftir magnaðan leik í Víkinni Breiðablik hafði betur gegn Víking í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 4-2 Blikum í vil í hreint út sagt stórskemmtilegum fótboltaleik. 16. ágúst 2020 21:45