Vaktin: Óskarsverðlaunin 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 23:00 Leikkonurnar Gal Gadot, Brie Larson og Sigourney Weaver horfa á Hildi flytja þakkarræðu sína. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 92. sinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Augu Íslendinga beinast flest að tónskáldinu Hildi Guðnadóttur, sem tilnefnd er í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur þykir líklegust til að hreppa Óskarinn í þetta sinn og ef hún ber sigur úr býtum verður hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun - og bætir jafnframt enn einum verðlaununum við hið stóra safn sem hún hefur sankað að sér undanfarna mánuði. Sjá einnig: Þessi eru tilnefnd til Óskarsverðlauna Vísir fylgist með Óskarsverðlaunahátíðinni í beinni textalýsingu í alla nótt í vaktinni hér neðst í fréttinni. Þá verður bein sjónvarpsútsending frá Óskarnum á RÚV frá miðnætti. Bein útsending frá rauða dreglinum hefst svo strax klukkan 23:30 á Twitter-reikningi Bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Beinu útsendingu Entertainment Weekly af dreglinum má nálgast í spilaranum hér að neðan. Gera má ráð fyrir að athöfnin verði að minnsta kosti þrír klukkutímar. Verðlaunin í flokki Hildar, frumsamdrar kvikmyndatónlistar, verða afhent 19. í röðinni af 24. Fylgjast má með helstu vendingum næturinnar, og nálgast hafsjó af Óskarsfróðleik, í vaktinni hér að neðan.
Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 92. sinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Augu Íslendinga beinast flest að tónskáldinu Hildi Guðnadóttur, sem tilnefnd er í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur þykir líklegust til að hreppa Óskarinn í þetta sinn og ef hún ber sigur úr býtum verður hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun - og bætir jafnframt enn einum verðlaununum við hið stóra safn sem hún hefur sankað að sér undanfarna mánuði. Sjá einnig: Þessi eru tilnefnd til Óskarsverðlauna Vísir fylgist með Óskarsverðlaunahátíðinni í beinni textalýsingu í alla nótt í vaktinni hér neðst í fréttinni. Þá verður bein sjónvarpsútsending frá Óskarnum á RÚV frá miðnætti. Bein útsending frá rauða dreglinum hefst svo strax klukkan 23:30 á Twitter-reikningi Bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Beinu útsendingu Entertainment Weekly af dreglinum má nálgast í spilaranum hér að neðan. Gera má ráð fyrir að athöfnin verði að minnsta kosti þrír klukkutímar. Verðlaunin í flokki Hildar, frumsamdrar kvikmyndatónlistar, verða afhent 19. í röðinni af 24. Fylgjast má með helstu vendingum næturinnar, og nálgast hafsjó af Óskarsfróðleik, í vaktinni hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50