Håland mistókst að skora þegar Dortmund tapaði í markaleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2020 20:14 Lars Bender fagnar sigurmarki sínu gegn Dortmund. vísir/getty Það þykir tíðindum sæta að Erling Braut Håland skori ekki þegar hann stígur inn á fótboltavöll. Það gerðist í kvöld þegar Borussia Dortmund laut í lægra haldi fyrir Bayer Leverkusen, 4-3. Håland skoraði átta mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Dortmund en hann var ekki á skotskónum í kvöld. Kevin Volland kom Leverkusen yfir á 20. mínútu en Mats Hummels jafnaði tveimur mínútum síðar. Emre Can kom Dortmund yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 33. mínútu. Volland jafnaði með sínu öðru marki tíu mínútum síðar og staðan í hálfleik var jöfn, 2-2. Raphaël Guerreiro kom Dortmund aftur yfir á 65. mínútu en Leverkusen var sterkari undir lokin. Leon Bailey jafnaði á 81. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Lars Bender sigurmark Leverkusen. Leverkusen er í 5. sæti deildarinnar með 37 stig, tveimur stigum og tveimur sætum á eftir Dortmund. Þýski boltinn
Það þykir tíðindum sæta að Erling Braut Håland skori ekki þegar hann stígur inn á fótboltavöll. Það gerðist í kvöld þegar Borussia Dortmund laut í lægra haldi fyrir Bayer Leverkusen, 4-3. Håland skoraði átta mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Dortmund en hann var ekki á skotskónum í kvöld. Kevin Volland kom Leverkusen yfir á 20. mínútu en Mats Hummels jafnaði tveimur mínútum síðar. Emre Can kom Dortmund yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 33. mínútu. Volland jafnaði með sínu öðru marki tíu mínútum síðar og staðan í hálfleik var jöfn, 2-2. Raphaël Guerreiro kom Dortmund aftur yfir á 65. mínútu en Leverkusen var sterkari undir lokin. Leon Bailey jafnaði á 81. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Lars Bender sigurmark Leverkusen. Leverkusen er í 5. sæti deildarinnar með 37 stig, tveimur stigum og tveimur sætum á eftir Dortmund.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“