Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 20:30 Ásbjörn Friðriksson skoraði fjögur mörk gegn Fjölni. vísir/bára FH vann fimm marka sigur á Fjölni í Dalhúsum, 21-26 í 17. umferð Olís-deildarinnar í dag. Leikurinn fór fremur hægt af stað og voru hálfleikstölur 8-13. Mikið var um hnoð á línunni hjá báðum liðum og fékk til að mynda Ágúst Birgisson beint rautt spjald. Lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Varnarleikur beggja liða var gríðarlega sterkur allan leikinn og var aðeins um klaufalega tapaða bolta hjá báðum liðum. Á 10. mínútu fyrri hálfleiks fóru FH-ingarnir að gefa í og komust í 8-13. Seinni hálfleikurinn byrjaði með svipuðu móti og sá fyrri. Markmenn beggja liða voru góðir og varnarleikurinn sterkur. Þegar um korter var eftir að seinni var FH komið í 11 marka forystu, 11-22. Þá fóru Fjölnismenn að ranka við sér og náðu að saxa forskotið niður í 6 mörk. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 21-26. FH voru með yfirhöndina allan leikinn þrátt fyrir að á köflum áttu þeir það til að vera ólíkir sjálfum sér í sóknarleiknum.Af hverju vann FH? FH mættu mun sterkari til leiks. Þrátt fyrir rólega byrjun náðu þeir að koma sér í forystu sem þeir slepptu ekki hendinni af.Hverjir stóðu upp úr? Í liði heimamanna var Birgir Steinn Jónsson atkvæðamestur og var með 10 mörk. Goði Ingvar Seinsson var með fjögur mörk. Varnarleikur Fjölnis var gríðarlega góður og Bjarki Snær Jónsson góður markinu með 16 varin skot, 38% markvörslu. Í liði FH var Einar Rafn Eiðsson atkvæðamestur með fimm mörk. Á eftir honum voru Ásbjörn Friðriksson og Jón Bjarni Ólafsson með fjögur mörk hvor. Varnarleikur FH-inga var einnig mjög góður og var Phil Döhler virkilega góður með 15 skot varin, 54% markvörslu.Hvað gekk illa? Það var hökkt á sóknarleik Fjölnismanna. Nokkuð um klaufalegar línusendingar og tapaða bolta. Þegar þeir mættu í seinni hálfleik var hálfgert andleysi yfir þeim.Hvað gerist næst? Sunnudaginn 16. febrúar kl 19:30 fær FH ÍR í heimsókn í Kaplakrika. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Fjölnismenn sækja Valsmenn heim miðvikudaginn 19. febrúar kl 20:15. Sigursteinn var sáttur með sigurinn á Fjölni.vísir/bára Sigursteinn: Ánægður með fyrstu 45 mínúturnar „Ég er ánægður að fá tvö stig, það er sem við komum eftir hérna í dag og ég er mjög sáttur með það,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir sigur FH-inga á Fjölni í 17. umferð Olís-deildarinnar í dag. Ágúst Birgisson fékk beint rautt spjald þegar rúmlega 15 mínútur voru búnar af leiknum. „Ég þarf að fá að sjá það aftur, eins og þetta leit út fyrir mér, fannst mér tvær mínútur nægja. En svo getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér.“ FH komst í 11 marka forystu 11-22, en hleyptu Fjölnismönnum aftur inn í leikinn. „Síðasta korterið var þetta orðin heldur dapur bolti. Ég var ánægður með fyrstu 45 mínúturnar, þá vorum við búnir að koma okkur í mjög góða stöðu,“ sagði Sigursteinn að lokum. Kári og strákarnir hans eru í erfiðri stöðu.vísir/bára Kári: Hundfúll að tapa þessum leik „Ég er hundfúll að tapa þessum leik. Kannski var ég fúlastur með stöðuna í hálfleik, við spilum fyrri hálfeikinn að mörgu leyti ágætlega, Við fengum 2-3 dauðafæri sem við förum með, sem munar heilmiklu í hálfleik,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, eftir fimm marka tap gegn FH í 17. umferð Olís-deildarinnar í dag. Fjölnismenn komu hálf andlausir fram í seinni hálfleik, þrátt fyrir ágætis byrjun. „FH-ingar náðu átta marka forystu í byrjun seinni hálfleiks og þá var þetta orðið mjög erfitt. Við vorum slappir í sóknarleiknum og þegar þeir ná þessu forskoti þá varla sjáum við á markið,“ sagði Kári. „Ég ætla ekki að fara afsaka okkur, en það vantar meðal annars Breka Dagsson í liðið og hann er búin að vera potturinn og pannan í sóknarleiknum hjá okkur í vetur. Aðrir stigu upp og var Birgir Steinn mjög góður, og Bjarki var mjög góður í markinu og bjargaði því sem bjarga varð fyrir okkur.“ Olís-deild karla
FH vann fimm marka sigur á Fjölni í Dalhúsum, 21-26 í 17. umferð Olís-deildarinnar í dag. Leikurinn fór fremur hægt af stað og voru hálfleikstölur 8-13. Mikið var um hnoð á línunni hjá báðum liðum og fékk til að mynda Ágúst Birgisson beint rautt spjald. Lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Varnarleikur beggja liða var gríðarlega sterkur allan leikinn og var aðeins um klaufalega tapaða bolta hjá báðum liðum. Á 10. mínútu fyrri hálfleiks fóru FH-ingarnir að gefa í og komust í 8-13. Seinni hálfleikurinn byrjaði með svipuðu móti og sá fyrri. Markmenn beggja liða voru góðir og varnarleikurinn sterkur. Þegar um korter var eftir að seinni var FH komið í 11 marka forystu, 11-22. Þá fóru Fjölnismenn að ranka við sér og náðu að saxa forskotið niður í 6 mörk. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 21-26. FH voru með yfirhöndina allan leikinn þrátt fyrir að á köflum áttu þeir það til að vera ólíkir sjálfum sér í sóknarleiknum.Af hverju vann FH? FH mættu mun sterkari til leiks. Þrátt fyrir rólega byrjun náðu þeir að koma sér í forystu sem þeir slepptu ekki hendinni af.Hverjir stóðu upp úr? Í liði heimamanna var Birgir Steinn Jónsson atkvæðamestur og var með 10 mörk. Goði Ingvar Seinsson var með fjögur mörk. Varnarleikur Fjölnis var gríðarlega góður og Bjarki Snær Jónsson góður markinu með 16 varin skot, 38% markvörslu. Í liði FH var Einar Rafn Eiðsson atkvæðamestur með fimm mörk. Á eftir honum voru Ásbjörn Friðriksson og Jón Bjarni Ólafsson með fjögur mörk hvor. Varnarleikur FH-inga var einnig mjög góður og var Phil Döhler virkilega góður með 15 skot varin, 54% markvörslu.Hvað gekk illa? Það var hökkt á sóknarleik Fjölnismanna. Nokkuð um klaufalegar línusendingar og tapaða bolta. Þegar þeir mættu í seinni hálfleik var hálfgert andleysi yfir þeim.Hvað gerist næst? Sunnudaginn 16. febrúar kl 19:30 fær FH ÍR í heimsókn í Kaplakrika. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Fjölnismenn sækja Valsmenn heim miðvikudaginn 19. febrúar kl 20:15. Sigursteinn var sáttur með sigurinn á Fjölni.vísir/bára Sigursteinn: Ánægður með fyrstu 45 mínúturnar „Ég er ánægður að fá tvö stig, það er sem við komum eftir hérna í dag og ég er mjög sáttur með það,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir sigur FH-inga á Fjölni í 17. umferð Olís-deildarinnar í dag. Ágúst Birgisson fékk beint rautt spjald þegar rúmlega 15 mínútur voru búnar af leiknum. „Ég þarf að fá að sjá það aftur, eins og þetta leit út fyrir mér, fannst mér tvær mínútur nægja. En svo getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér.“ FH komst í 11 marka forystu 11-22, en hleyptu Fjölnismönnum aftur inn í leikinn. „Síðasta korterið var þetta orðin heldur dapur bolti. Ég var ánægður með fyrstu 45 mínúturnar, þá vorum við búnir að koma okkur í mjög góða stöðu,“ sagði Sigursteinn að lokum. Kári og strákarnir hans eru í erfiðri stöðu.vísir/bára Kári: Hundfúll að tapa þessum leik „Ég er hundfúll að tapa þessum leik. Kannski var ég fúlastur með stöðuna í hálfleik, við spilum fyrri hálfeikinn að mörgu leyti ágætlega, Við fengum 2-3 dauðafæri sem við förum með, sem munar heilmiklu í hálfleik,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, eftir fimm marka tap gegn FH í 17. umferð Olís-deildarinnar í dag. Fjölnismenn komu hálf andlausir fram í seinni hálfleik, þrátt fyrir ágætis byrjun. „FH-ingar náðu átta marka forystu í byrjun seinni hálfleiks og þá var þetta orðið mjög erfitt. Við vorum slappir í sóknarleiknum og þegar þeir ná þessu forskoti þá varla sjáum við á markið,“ sagði Kári. „Ég ætla ekki að fara afsaka okkur, en það vantar meðal annars Breka Dagsson í liðið og hann er búin að vera potturinn og pannan í sóknarleiknum hjá okkur í vetur. Aðrir stigu upp og var Birgir Steinn mjög góður, og Bjarki var mjög góður í markinu og bjargaði því sem bjarga varð fyrir okkur.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti