Hafa hunsað hjálparboð vegna veirunnar í margar vikur Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2020 17:32 Fregnir hafa borist af harkalegum aðgerðum yfirvalda í Kína til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og þá sérstaklega í borginni Wuhan. Vísir/AP Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, bauðst til þess að senda teymi sérfræðinga til Kína til að hjálpa yfirvöldum þar að berjast gegn Wuhan-veirunni svokölluðu. Svo virðist sem að því boði hafi ekki verið tekið enn. Svipaða sögu er að segja af Sóttvarnareftirliti Bandaríkjanna, CDC, sem bauðst einnig til að senda sérfræðinga til Kína en það boð hefur alfarið verið hunsað, þó það hafi verið ítrekað nokkrum sinnum á síðasta mánuði. Embættismenn sem blaðamenn New York Times ræddu við telja að æðstu stjórnendur Kína vilji ekki að ríkið virðist þurfa hjálp gegn útbreiðslu veirunnar. Fregnir hafa borist af harkalegum aðgerðum yfirvalda í Kína til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og þá sérstaklega í borginni Wuhan. Þar hafa öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk farið á milli húsa í leit að sýktu fólki. Það fólk hefur svo verið flutt í húsnæði sem er nánast eins og vöruskemmur og mun fólkið vá litla umönnun þar. Sjá einnig: Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Kínverskur lögmaður, Chen Qiushi, sem hefur verið að vekja athygli á slæmum aðbúnaði sýktra í Wuhan með því að birta myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum er sagður týndur. Vinir hans segjast ekki hafa séð hann síðan á fimmtudaginn og svo virðist sem hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Hann hafði þó sjálfur lýst yfir áhyggjum af því að hann yrði handtekinn. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV, eða Nýja kórónaveiran. Fjöldi látinna tók mikið stökk í Kína í nótt og er nú í 722. Minnst 34 þúsund eru sýktir í Kína, þar sem lang flestar sýkingar hafa átt sér stað. Veiran hefur komið upp í tæplega 30 löndum. Auk þess að stjórnendur Kína óttast að líta illa út, óttast þeir einnig að vandræðalegar staðreyndir um útbreiðslu veirunnar líti dagsins ljós, þiggi þeir hjálp. Sérfræðingar sem NYT ræddi við vísa til dæmis á það að yfirvöld Kína hafa ekki opinberað hve margir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafi sýkst og dáið vegna veirunnar. Sérfræðingar á sviði sóttvarna segjast sannfærðir um að Kínverjar þurfi hjálp. Þeir hafi rætt við vini sína þar og þeir hafi sagst ofurliði bornir. Alex M. Azar II, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að hann hefði nýverið ítrekað það við yfirvöld Kína að Bandaríkin væru tilbúin til aðstoðar og að sérfræðingar CDC gætu lagt af stað án mikils fyrirvara. Yfirmaður WHO sagði í lok janúar að teymi sérfræðinga stofnunarinnar væri á leið til Kína. Þeir hafa þó ekki enn lagt af stað og talskona WHO segir að enn eigi eftir að gera einhverjar ráðstafanir. Hún tók þó ekki fram hvenær búast mætti við því að sérfræðingarnir færu til Kína. Enn er ýmsum grunnspurningum ósvarað um Wuhan-veiruna og sérfræðingar hafa sömuleiðis vísað til þess að yfirvöld Wuhan virðist hafa lokað og sótthreinsað markaðinn þar sem talið er að veiran hafi fyrst smitast á milli dýra og manna. Engin sýni voru tekin úr dýrunum þar, né þeim sem unnu á markaðinum, en þau hefðu veitt vísindamönnum gífurlegt magn upplýsinga um sjúkdóminn og þróun hans. Þess í stað virðist sem enginn viti hvað hafi orðið um dýrin á markaðinum og hvernig þeim hafi verið fargað. Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19 Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 6. febrúar 2020 11:58 Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smit Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. 8. febrúar 2020 11:34 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, bauðst til þess að senda teymi sérfræðinga til Kína til að hjálpa yfirvöldum þar að berjast gegn Wuhan-veirunni svokölluðu. Svo virðist sem að því boði hafi ekki verið tekið enn. Svipaða sögu er að segja af Sóttvarnareftirliti Bandaríkjanna, CDC, sem bauðst einnig til að senda sérfræðinga til Kína en það boð hefur alfarið verið hunsað, þó það hafi verið ítrekað nokkrum sinnum á síðasta mánuði. Embættismenn sem blaðamenn New York Times ræddu við telja að æðstu stjórnendur Kína vilji ekki að ríkið virðist þurfa hjálp gegn útbreiðslu veirunnar. Fregnir hafa borist af harkalegum aðgerðum yfirvalda í Kína til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og þá sérstaklega í borginni Wuhan. Þar hafa öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk farið á milli húsa í leit að sýktu fólki. Það fólk hefur svo verið flutt í húsnæði sem er nánast eins og vöruskemmur og mun fólkið vá litla umönnun þar. Sjá einnig: Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Kínverskur lögmaður, Chen Qiushi, sem hefur verið að vekja athygli á slæmum aðbúnaði sýktra í Wuhan með því að birta myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum er sagður týndur. Vinir hans segjast ekki hafa séð hann síðan á fimmtudaginn og svo virðist sem hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Hann hafði þó sjálfur lýst yfir áhyggjum af því að hann yrði handtekinn. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV, eða Nýja kórónaveiran. Fjöldi látinna tók mikið stökk í Kína í nótt og er nú í 722. Minnst 34 þúsund eru sýktir í Kína, þar sem lang flestar sýkingar hafa átt sér stað. Veiran hefur komið upp í tæplega 30 löndum. Auk þess að stjórnendur Kína óttast að líta illa út, óttast þeir einnig að vandræðalegar staðreyndir um útbreiðslu veirunnar líti dagsins ljós, þiggi þeir hjálp. Sérfræðingar sem NYT ræddi við vísa til dæmis á það að yfirvöld Kína hafa ekki opinberað hve margir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafi sýkst og dáið vegna veirunnar. Sérfræðingar á sviði sóttvarna segjast sannfærðir um að Kínverjar þurfi hjálp. Þeir hafi rætt við vini sína þar og þeir hafi sagst ofurliði bornir. Alex M. Azar II, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að hann hefði nýverið ítrekað það við yfirvöld Kína að Bandaríkin væru tilbúin til aðstoðar og að sérfræðingar CDC gætu lagt af stað án mikils fyrirvara. Yfirmaður WHO sagði í lok janúar að teymi sérfræðinga stofnunarinnar væri á leið til Kína. Þeir hafa þó ekki enn lagt af stað og talskona WHO segir að enn eigi eftir að gera einhverjar ráðstafanir. Hún tók þó ekki fram hvenær búast mætti við því að sérfræðingarnir færu til Kína. Enn er ýmsum grunnspurningum ósvarað um Wuhan-veiruna og sérfræðingar hafa sömuleiðis vísað til þess að yfirvöld Wuhan virðist hafa lokað og sótthreinsað markaðinn þar sem talið er að veiran hafi fyrst smitast á milli dýra og manna. Engin sýni voru tekin úr dýrunum þar, né þeim sem unnu á markaðinum, en þau hefðu veitt vísindamönnum gífurlegt magn upplýsinga um sjúkdóminn og þróun hans. Þess í stað virðist sem enginn viti hvað hafi orðið um dýrin á markaðinum og hvernig þeim hafi verið fargað.
Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19 Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 6. febrúar 2020 11:58 Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smit Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. 8. febrúar 2020 11:34 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19
Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. 6. febrúar 2020 11:58
Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smit Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. 8. febrúar 2020 11:34
Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01