Árásarmaðurinn í El Paso ákærður fyrir hatursglæpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 10:53 Patrick Crusius varð 22 að bana þegar hann réðst inn í verslun Walmart í El Paso og skaut fólk á færi. Hann reyndi sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. getty/el paso police department - epa/larry w. smith Maður sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi á alríkisvísu og er ákæran í 90 liðum. Maðurinn játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur þegar verið ákærður í ríkisdómstóli Texas fyrir morð af ásetningi. Ákærurnar um hatursglæpi á alvísu voru lagðar fram fyrir alríkisdómstóli. Ef Crusius verður sakfelldur fyrir árásina sem gerð var í ágúst í fyrra gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Saksóknari sagði fyrir dómi að árásin hafi verið innanríkishryðjuverk og árás gegn heilum þjóðernishópi. Skotárásin er talin vera sú áttunda skæðasta í nútímasögu Bandaríkjanna og átti hún sér stað í El Paso í Texas, bæ við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar búa um 680 þúsund manns og rekur um áttatíu prósent íbúanna uppruna sinn til Mið- og Suður-Ameríku. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í ellefu klukkustundir frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst síðastliðinn. Þá er hann sakaður um að hafa skotið fólk á færi með AK-47 hríðskotariffli inni í Walmart búð. Eftir að árásinni lauk ók Crusius í burtu en var stöðvaður af lögreglu skammt frá versluninni. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn.“ Í yfirlýsingu sem hann birti á spjallborðinu 8chan, sem er mikið notað af öfgafólki, skrifaði hann að morðin væru svar við „innrás spænskættaðra í Texas.“ Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. 10. október 2019 21:05 Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. 12. september 2019 22:45 Fjöldamorð aldrei verið skráð fleiri í Bandaríkjunum Alls voru skráð 41 atvik sem flokkast sem fjöldamorð þar sem alls 211 týndu lífi. 29. desember 2019 09:07 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Maður sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi á alríkisvísu og er ákæran í 90 liðum. Maðurinn játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur þegar verið ákærður í ríkisdómstóli Texas fyrir morð af ásetningi. Ákærurnar um hatursglæpi á alvísu voru lagðar fram fyrir alríkisdómstóli. Ef Crusius verður sakfelldur fyrir árásina sem gerð var í ágúst í fyrra gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Saksóknari sagði fyrir dómi að árásin hafi verið innanríkishryðjuverk og árás gegn heilum þjóðernishópi. Skotárásin er talin vera sú áttunda skæðasta í nútímasögu Bandaríkjanna og átti hún sér stað í El Paso í Texas, bæ við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar búa um 680 þúsund manns og rekur um áttatíu prósent íbúanna uppruna sinn til Mið- og Suður-Ameríku. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í ellefu klukkustundir frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst síðastliðinn. Þá er hann sakaður um að hafa skotið fólk á færi með AK-47 hríðskotariffli inni í Walmart búð. Eftir að árásinni lauk ók Crusius í burtu en var stöðvaður af lögreglu skammt frá versluninni. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn.“ Í yfirlýsingu sem hann birti á spjallborðinu 8chan, sem er mikið notað af öfgafólki, skrifaði hann að morðin væru svar við „innrás spænskættaðra í Texas.“
Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. 10. október 2019 21:05 Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. 12. september 2019 22:45 Fjöldamorð aldrei verið skráð fleiri í Bandaríkjunum Alls voru skráð 41 atvik sem flokkast sem fjöldamorð þar sem alls 211 týndu lífi. 29. desember 2019 09:07 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. 10. október 2019 21:05
Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. 12. september 2019 22:45
Fjöldamorð aldrei verið skráð fleiri í Bandaríkjunum Alls voru skráð 41 atvik sem flokkast sem fjöldamorð þar sem alls 211 týndu lífi. 29. desember 2019 09:07