Stjórnvöld vilja bregðast við vaxandi atvinnuleysi með framkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2020 19:30 Hátt í tvö þúsund fleiri voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta árs en á sama tímabili í fyrra og spáð er að það aukist enn frekar. Fjármálaráðherra segir samdrátt í ferðaþjónustu, fjárfestingum fyrirtækja og loðnubrest helstu orsökina. Ríkið verði að auka útgjöld til framkvæmda. Á meðfylgjandi mynd frá Hagstofunni sést atvinnuleysi eftir ársfjórðungum, frá vinstri allt frá árinu 2011 til 2019 lengst til hægri á súluritunum. Hér má sjá atvinnuleysi eftir ársfjórðungum undanfarin ár.grafík/hafsteinn Atvinnuleysi fór að aukast strax á öðrum ársfjórðungi ársins í fyrra og hélst hærra út árið en það var þrjú ár þar á undan. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru 6.800 manns án atvinnu eða að jafnaði 3,3 prósent á landinu öllu hjá fólki á aldrinum 16 til 74 ára. Hins vegar var atvinnuleysi mun meira á Reykjanesi eða hátt í 9 prósent. Til samanburðar voru um 4.900 manns atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2018. Atvinnulausum milli ára á þessum tíma árs fjölgaði því um 1.900 manns, eða um hundrað fleiri en búa í Sandgerði. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að aukið atvinnuleysi og minni hagvöxt mætti aðallega rekja til samdráttar í annars öflugri ferðaþjóustu, loðnubrests og að fyrirtæki væru að bregðast við launahækkunum undanfarin ár með samdrætti í framkvæmdum. Ríkisstjórnin hefði þegar brugðist við með auknum útgjöldum og Seðlabankinn með lækkun vaxta. „Ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði Bjarni. Og eftir vaxtalækkun gærdagsins sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bankann reiðubúinn til að fara með vexti allt niður í núll prósent til að örva hagkerfið. En verulega hefur dregið úr lánveitingum banka til fyrirtækja að undanförnu. „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi,“ sagði Ásgeir. Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hátt í tvö þúsund fleiri voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta árs en á sama tímabili í fyrra og spáð er að það aukist enn frekar. Fjármálaráðherra segir samdrátt í ferðaþjónustu, fjárfestingum fyrirtækja og loðnubrest helstu orsökina. Ríkið verði að auka útgjöld til framkvæmda. Á meðfylgjandi mynd frá Hagstofunni sést atvinnuleysi eftir ársfjórðungum, frá vinstri allt frá árinu 2011 til 2019 lengst til hægri á súluritunum. Hér má sjá atvinnuleysi eftir ársfjórðungum undanfarin ár.grafík/hafsteinn Atvinnuleysi fór að aukast strax á öðrum ársfjórðungi ársins í fyrra og hélst hærra út árið en það var þrjú ár þar á undan. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru 6.800 manns án atvinnu eða að jafnaði 3,3 prósent á landinu öllu hjá fólki á aldrinum 16 til 74 ára. Hins vegar var atvinnuleysi mun meira á Reykjanesi eða hátt í 9 prósent. Til samanburðar voru um 4.900 manns atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2018. Atvinnulausum milli ára á þessum tíma árs fjölgaði því um 1.900 manns, eða um hundrað fleiri en búa í Sandgerði. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að aukið atvinnuleysi og minni hagvöxt mætti aðallega rekja til samdráttar í annars öflugri ferðaþjóustu, loðnubrests og að fyrirtæki væru að bregðast við launahækkunum undanfarin ár með samdrætti í framkvæmdum. Ríkisstjórnin hefði þegar brugðist við með auknum útgjöldum og Seðlabankinn með lækkun vaxta. „Ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði Bjarni. Og eftir vaxtalækkun gærdagsins sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bankann reiðubúinn til að fara með vexti allt niður í núll prósent til að örva hagkerfið. En verulega hefur dregið úr lánveitingum banka til fyrirtækja að undanförnu. „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi,“ sagði Ásgeir.
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira