Fjármálaráðherra boðar aukin útgjöld ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2020 12:08 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af minni hagvexti og segir að hið opinbera þurfi að auka fjárfestingar sínar enn frekar. Íslendingar séu þó ekki í kreppu en hleypa þurfi súrefni inn í atvinnulífið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi versnandi efnahagshorfur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra hlyti að hafa áhyggjur af spá Seðlabankans um samdrátt í hagvexti og aukið atvinnuleysi. „Því spyr ég einfaldlega; hvernig hyggst hæstvirtur ráðherra og ríkisstjórnin bregðast við þessu ástandi. Þessari þróun sem er að einhverju leyti fyrirséð,“ sagði Sigmundur Davíð. Annars vegar í ríkisfjármálum og fjárfestingum og hins vegar gagnvart ekki hvað síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem átt hafi í erfiðleikum að undanförnu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist deila áhyggjum af þróuninni með Sigmundi Davíð. Hana mætti að mestu rekja til minni vaxtar í ferðaþjónustunni sem þó væri enn gríðarlega öflug. Þá væru vonbrigði að mælingar á loðnustofninum gæfu ekki tilefni til veiða þótt öll von væri ekki úti enn hvað hana varðaði. „Við sjáum að miklar launahækkanir á undanförnum árum eru að brjótast núna fram í því að atvinnufyrirtækin draga úr fjárfestingum,“ sagði Bjarni. Rétt viðbrögð ríkisins hafi þegar byrjað að birtast með minna aðhaldi og Seðlabankinn hafi lækkað vexti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði ýmislegt við fyrirætlanir fjármálaráðherra að athuga.vísir/vilhelm „Og ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði fjármálaráðherra. Það ríki ekki kreppa á Íslandi. En formaður Miðflokksins hvatti til endurskoðunar á útgjöldum ríkisins. „Minni hagvöxtur mun að sjálfsögðu draga úr tekjum ríkisins. En á sama tíma er aukin þörf fyrir innviðafjárfestingu. Kemur þess vegna ekki til greina að mati háttvirts ráðherra að endurskoða forgangsröðun í útgjöldum ríkisins,“ spurði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði stóru fjárhæðirnar vera í almannatryggingakerfinu, heilbrigðiskerfinu, samgöngunum og menntakerfinu þar sem framlög hafi verið aukin verulega. „Ég verð bara að spyrja þegar menn segja að það séu einhverjir stórir þættir á útgjaldahlið ríkisins sem við ættum að stokka upp og færa fjármuni til. Hvort menn séu að tala um þessa stóru útgjaldaliði. Eru menn að tala um almannatryggingar eða hvað eru menn að tala um í þessu sambandi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af minni hagvexti og segir að hið opinbera þurfi að auka fjárfestingar sínar enn frekar. Íslendingar séu þó ekki í kreppu en hleypa þurfi súrefni inn í atvinnulífið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi versnandi efnahagshorfur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra hlyti að hafa áhyggjur af spá Seðlabankans um samdrátt í hagvexti og aukið atvinnuleysi. „Því spyr ég einfaldlega; hvernig hyggst hæstvirtur ráðherra og ríkisstjórnin bregðast við þessu ástandi. Þessari þróun sem er að einhverju leyti fyrirséð,“ sagði Sigmundur Davíð. Annars vegar í ríkisfjármálum og fjárfestingum og hins vegar gagnvart ekki hvað síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem átt hafi í erfiðleikum að undanförnu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist deila áhyggjum af þróuninni með Sigmundi Davíð. Hana mætti að mestu rekja til minni vaxtar í ferðaþjónustunni sem þó væri enn gríðarlega öflug. Þá væru vonbrigði að mælingar á loðnustofninum gæfu ekki tilefni til veiða þótt öll von væri ekki úti enn hvað hana varðaði. „Við sjáum að miklar launahækkanir á undanförnum árum eru að brjótast núna fram í því að atvinnufyrirtækin draga úr fjárfestingum,“ sagði Bjarni. Rétt viðbrögð ríkisins hafi þegar byrjað að birtast með minna aðhaldi og Seðlabankinn hafi lækkað vexti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði ýmislegt við fyrirætlanir fjármálaráðherra að athuga.vísir/vilhelm „Og ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði fjármálaráðherra. Það ríki ekki kreppa á Íslandi. En formaður Miðflokksins hvatti til endurskoðunar á útgjöldum ríkisins. „Minni hagvöxtur mun að sjálfsögðu draga úr tekjum ríkisins. En á sama tíma er aukin þörf fyrir innviðafjárfestingu. Kemur þess vegna ekki til greina að mati háttvirts ráðherra að endurskoða forgangsröðun í útgjöldum ríkisins,“ spurði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði stóru fjárhæðirnar vera í almannatryggingakerfinu, heilbrigðiskerfinu, samgöngunum og menntakerfinu þar sem framlög hafi verið aukin verulega. „Ég verð bara að spyrja þegar menn segja að það séu einhverjir stórir þættir á útgjaldahlið ríkisins sem við ættum að stokka upp og færa fjármuni til. Hvort menn séu að tala um þessa stóru útgjaldaliði. Eru menn að tala um almannatryggingar eða hvað eru menn að tala um í þessu sambandi,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56
Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. 5. febrúar 2020 19:45