Ýmir treystir Valsliðinu til að klára titilinn án sín en lofar að koma aftur í Val: „Frábært tækifæri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 18:00 Ýmir Örn Gíslason spilar ekki fleiri leiki með Val á þessu tímabili en ætlar að koma aftur í Val eftir atvinnumennskuna. Mynd/S2 Sport Valsarinn Ýmir Örn Gíslason hefur skrifað undir samning í hálft þriðja ár við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þetta er mikil áskorun fyrir landsliðsmanninn unga sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Ýmir Örn var kynntur til leiks sem leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Mannheim í kvöld. „Þetta kom upp rétt fyrir helgi og er búið að ganga hratt fyrir sig. Ég er mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Guðjón Guðmundsson. Ýmir gerir sér grein fyrir því að þetta sé stór áskorun fyrir hann að hefja atvinnumannaferilinn hjá einu af stóru félögunum í þýska handboltanum. „Þetta er stór klúbbur og frábært lið með góða leikmenn og góðan þjálfara. Það er allt mjög stórt í kringum þetta og ég er mjög spenntur fyrir því að fá að spila fyrir þá, sýna hvað ég get og standa mig,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir er búinn að bíða eftir því lengi að komast út en hann hefur verið í mjög stóru hlutverki hjá Valsliðinu undanfarin tímabil. „Ég er búinn að bíða því ég vildi finna mér rétt lið. Ég ákvað að vera þolinmóður og taka eitt auka tímabil með Val. Ég er mjög ánægður með það sem ég er kominn með núna og er virkilega sáttur,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Ég var ekki orðinn eitthvað óþolinmóður en smá. Ég var samt sallarólegur yfir þessu, beið og tel mig hafa valið rétt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir stóð sig mjög vel með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í síðasta mánuði og það hjálpaði örugglega til. „Það hjálpaði vissulega til og það varð til meiri áhugi en vanalega. Það var jákvætt fyrir mig og líka fyrir Val. Ég er uppalinn í Val og hef verið hér alla mína tíð. Ég elska þennan klúbb og mun koma aftur hingað seinna,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Hann er spenntur að fá að spreyta sig í sterkustu deild heims. „Það er brjáluð samkeppni í þessu liði, á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Þú getur átt lélega viku og þá spilar þú ekki í mínútu en átt síðan frábæru viku næst og þá spilar þú bara í 60 mínútur. Það er það sem ég vill og ég er tilbúinn í það,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Var Ýmir búinn að kynna sér klúbbinn? „Ég vissi nú alveg hvaða klúbbur þetta var. Þetta er stór klúbbur og maður hefur fylgst með þeim lengi. Ég vissi hvaða leikmenn voru þarna og hver væri þjálfarinn. Ég fæ hins vegar að kynnast klúbbnum aðeins betur þegar við förum út,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Þetta er mikið áfall fyrir Valsmenn en Ýmir hefur lagt mikið á sig til að koma sér í toppstand. „Ég treysti þeim alveg til að klára þetta og ég hef trú á þeim. Við erum með frábæra leikmenn og það er ákveðinn liðsandi og karakter í þessu liði hérna. Ég treysti þeim því fullkomlega til þess að klára þetta,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir notaði sumarið vel og hann sýndi það sérstaklega á EM hversu vel hann stendur líkamlega eftir sjö landsleiki á stuttum tíma. „Ég setti miklu meiri kraft í þetta í sumar en lenti í smá meiðslum og veikindum og léttist mikið. Ég fór að æfa með Boga og fór að lyfta og hlaupa eins og vitleysingur í tvo tíma í hádeginu, tvisvar til þrisvar í viku. Svo var allur handboltinn hjá Snorra þar sem við hlaupum, hlaupum og hlaupum,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Þetta er búið að vera brjálæðislega mikið núna í lyftingunum og svo er ég búinn að vera í skóla og vinna líka með þessu. Það er búið að vera þrusu mikið að gera og ég er ánægður með að ég sé að uppskera vel,“ sagði Ýmir Örn Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Ýmir: Mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri Olís-deild karla Þýski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Valsarinn Ýmir Örn Gíslason hefur skrifað undir samning í hálft þriðja ár við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þetta er mikil áskorun fyrir landsliðsmanninn unga sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Ýmir Örn var kynntur til leiks sem leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Mannheim í kvöld. „Þetta kom upp rétt fyrir helgi og er búið að ganga hratt fyrir sig. Ég er mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Guðjón Guðmundsson. Ýmir gerir sér grein fyrir því að þetta sé stór áskorun fyrir hann að hefja atvinnumannaferilinn hjá einu af stóru félögunum í þýska handboltanum. „Þetta er stór klúbbur og frábært lið með góða leikmenn og góðan þjálfara. Það er allt mjög stórt í kringum þetta og ég er mjög spenntur fyrir því að fá að spila fyrir þá, sýna hvað ég get og standa mig,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir er búinn að bíða eftir því lengi að komast út en hann hefur verið í mjög stóru hlutverki hjá Valsliðinu undanfarin tímabil. „Ég er búinn að bíða því ég vildi finna mér rétt lið. Ég ákvað að vera þolinmóður og taka eitt auka tímabil með Val. Ég er mjög ánægður með það sem ég er kominn með núna og er virkilega sáttur,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Ég var ekki orðinn eitthvað óþolinmóður en smá. Ég var samt sallarólegur yfir þessu, beið og tel mig hafa valið rétt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir stóð sig mjög vel með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í síðasta mánuði og það hjálpaði örugglega til. „Það hjálpaði vissulega til og það varð til meiri áhugi en vanalega. Það var jákvætt fyrir mig og líka fyrir Val. Ég er uppalinn í Val og hef verið hér alla mína tíð. Ég elska þennan klúbb og mun koma aftur hingað seinna,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Hann er spenntur að fá að spreyta sig í sterkustu deild heims. „Það er brjáluð samkeppni í þessu liði, á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Þú getur átt lélega viku og þá spilar þú ekki í mínútu en átt síðan frábæru viku næst og þá spilar þú bara í 60 mínútur. Það er það sem ég vill og ég er tilbúinn í það,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Var Ýmir búinn að kynna sér klúbbinn? „Ég vissi nú alveg hvaða klúbbur þetta var. Þetta er stór klúbbur og maður hefur fylgst með þeim lengi. Ég vissi hvaða leikmenn voru þarna og hver væri þjálfarinn. Ég fæ hins vegar að kynnast klúbbnum aðeins betur þegar við förum út,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Þetta er mikið áfall fyrir Valsmenn en Ýmir hefur lagt mikið á sig til að koma sér í toppstand. „Ég treysti þeim alveg til að klára þetta og ég hef trú á þeim. Við erum með frábæra leikmenn og það er ákveðinn liðsandi og karakter í þessu liði hérna. Ég treysti þeim því fullkomlega til þess að klára þetta,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir notaði sumarið vel og hann sýndi það sérstaklega á EM hversu vel hann stendur líkamlega eftir sjö landsleiki á stuttum tíma. „Ég setti miklu meiri kraft í þetta í sumar en lenti í smá meiðslum og veikindum og léttist mikið. Ég fór að æfa með Boga og fór að lyfta og hlaupa eins og vitleysingur í tvo tíma í hádeginu, tvisvar til þrisvar í viku. Svo var allur handboltinn hjá Snorra þar sem við hlaupum, hlaupum og hlaupum,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Þetta er búið að vera brjálæðislega mikið núna í lyftingunum og svo er ég búinn að vera í skóla og vinna líka með þessu. Það er búið að vera þrusu mikið að gera og ég er ánægður með að ég sé að uppskera vel,“ sagði Ýmir Örn Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Ýmir: Mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri
Olís-deild karla Þýski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti