Erling Braut Håland heldur áfram að leika á alls oddi í Evrópuboltanum en hann skoraði fyrra mark Dortmund í 3-2 bikartapi gegn Werder Bremen í kvöld.
Það var kraftur í Werder Bremen í fyrri hálfleik og þeir komust í 2-0 með mörkum frá Davie Selke og Leonardo Bittencourt. Staðan 2-0 í hálfleik.
Norski framherjinn var sendur á vettvang í hálfleik og það tók hann einungis 21 mínútu að minnka muninn fyrir Dortmund. Ótrúlegur markaskorari.
Erling Braut Håland er blevet indskiftet tre gange for Dortmund:
— bet365_dk (@bet365_dk) February 4, 2020
v Augsburg - Scorer tre minutter efter sin indskiftning.
v Köln - Scorer 12 minutter efter sin indskiftning.
v Bremen - Scorer 21 minutter efter indskiftning. pic.twitter.com/IKNqewGb4d
Milot Rashica kom Bremen í 3-1 á 70. mínútu en þremur mínútum síðar minnkaði annar varamaður, Giovanni Reyna, muninn fyrir Dortmund.
Nær komust þeir ekki og Werder Bremen er komin áfram í bikarnum líkt og Forstuna Dusseldorf, Eintracht Frankfurt og Schalke.
Öll úrslit kvöldsins:
FC Kaiserslautern - Fortuna Dusseldorf 2-5
Eintracht Frankfurt - Leipzig 3-1
Schalke - Hertha 3-2 (eftir framlengingu)
Werder Bremen - Dortmund 3-2