Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 12:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar kalla eftir skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. Skýrslubeiðninni var dreift á Alþingi í gær en með henni er óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Það verði gert á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Samherjaskjölunum svokölluðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er framsögumaður málsins en meðflutningsmenn eru aðrir þingmenn Viðreisnar, þingmenn úr Samfylkingu og Pírötum auk Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. „Fyrst og fremst til þess að auka gegnsæi og setja fram ákveðið traust inn í sjávarútveginn. Það skiptir máli að almenningur og ekki síst stjórnvöld og við sem að erum löggjafinn og erum að reyna að móta reglur til þess að byggja upp traust að við vitum af hverju það er verið að greiða mun mun hærra verð fyrir aflaheimildir í útlöndum heldur en hér heima. Þannig þetta er gert til að auka gegnsæi og traust,“ segir Þorgerður Katrín. Að mati aðstandenda skýrslubeiðninnar hefur endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verið háð pólitísku mati, að því er segir í greinargerð með skýrslubeiðninni. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt. Þær upplýsingar sem komi fram í Samherjaskjölunum gefi þannig tilefni til að bera saman hvað Samherji sé tilbúinn að greiða fyrir veiðirétt á Íslandi annars vegar og í Namibíu hins vegar. „Þá verður þessum spurningum einfaldlega svarað og þá er það bara einfaldlega innlegg inn í þessa mikilvægu umræðu sem að við þurfum og verðum að taka hér heima fyrir. Allt til þess að fá heildarmyndina, til þess að geta haldið áfram að stunda öflugan sjávarútveg og færa þjóðinni ákveðið auðlindagjald, sanngjarnt, réttlátt auðlindagjald,“ segir Þorgerður. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar kalla eftir skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. Skýrslubeiðninni var dreift á Alþingi í gær en með henni er óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Það verði gert á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Samherjaskjölunum svokölluðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er framsögumaður málsins en meðflutningsmenn eru aðrir þingmenn Viðreisnar, þingmenn úr Samfylkingu og Pírötum auk Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. „Fyrst og fremst til þess að auka gegnsæi og setja fram ákveðið traust inn í sjávarútveginn. Það skiptir máli að almenningur og ekki síst stjórnvöld og við sem að erum löggjafinn og erum að reyna að móta reglur til þess að byggja upp traust að við vitum af hverju það er verið að greiða mun mun hærra verð fyrir aflaheimildir í útlöndum heldur en hér heima. Þannig þetta er gert til að auka gegnsæi og traust,“ segir Þorgerður Katrín. Að mati aðstandenda skýrslubeiðninnar hefur endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verið háð pólitísku mati, að því er segir í greinargerð með skýrslubeiðninni. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt. Þær upplýsingar sem komi fram í Samherjaskjölunum gefi þannig tilefni til að bera saman hvað Samherji sé tilbúinn að greiða fyrir veiðirétt á Íslandi annars vegar og í Namibíu hins vegar. „Þá verður þessum spurningum einfaldlega svarað og þá er það bara einfaldlega innlegg inn í þessa mikilvægu umræðu sem að við þurfum og verðum að taka hér heima fyrir. Allt til þess að fá heildarmyndina, til þess að geta haldið áfram að stunda öflugan sjávarútveg og færa þjóðinni ákveðið auðlindagjald, sanngjarnt, réttlátt auðlindagjald,“ segir Þorgerður.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira