Enski boltinn

„Gæti Ighalo haft Cantona áhrif?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ighalo í leik með Shanghai Shenua þar sem hann spilaði fyrir áramót.
Ighalo í leik með Shanghai Shenua þar sem hann spilaði fyrir áramót. vísir/getty

Mark Bosnich, fyrrum markvörður Manchester United, segir að nýjasti leikmaður félagsins, Odion Ighalo, hafi engu að tapa og gæti orðið næsti Eric Cantona.

United fékk framherjann á láni á lokadegi gluggans en hann kemur til félagsins frá Kína þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.

Rauðu djöflarnir reyndu að fá Salomon Rondon og Joshua King en náðu í Ighalo sem lék síðast í ensku úrvalsdeildinni árið 2016 er hann lék með Watford.

„Þetta voru neyðarkaup. Ég get skilið að fólk tali um þetta en þeir þurftu að gera eitthvað eftir að Marcus Rashford meiddist,“ sagði fyrrum markvörðurinn við Sky Sports.







„Þeir eiga enn möguleika á að ná topp fjórum sætunum svo þeir urðu að fara og ná í einhvern. Ighalo hefur engu að tapa og enginn býst við einhverju ótrúlegu frá honum en þeir þurftu einhvern í þessa stöðu.“

„Þú veist aldrei. Fyrir löngu, löngu síðan fengu United Frakka sem enginn bjóst við miklu frá en hann endaði á því að spila mikilvæga rullu í einu besta tímabili liðsins í sögunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×