Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. febrúar 2020 18:36 Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. Fjölskylda Maní Shahidi, sautján ára transdrengs, kom til Íslands fyrir tæpu ári og sótti um alþjóðlega vernd. Vísa átti fjölskyldunni til Portúgal á mánudagsmorgun en kvöldið áður var Maní lagður inn á BUGL vegna alvarlegrar vanheilsu. „Og á meðan hann er þar og nýtur aðstoðar lækna þá er ekkert að hreyfast í málinu að því er varðar flutning úr landi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. „Málið fékk sinn farveg og er núna á fresti því það er búið að boða nýjar upplýsingar og við fylgjumst bara með framvindunni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Endurupptökubeiðni liggur nú fyrir hjá Kærunefnd útlendingamála og hefur lögmaður fjölskyldunnar frest til næsta mánudags til að skila inn nýjum gögnum. „Og þá mun væntanlega kærunefndin í kjölfarið taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að endurupptaka málið á grundvelli þeirra gagna eða ekki,“ segir Þorsteinn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skýra þyrfti stefnu Útlendingastofnunar um mál hinsegin fólks. Þorsteinn segir að stofnunin horfi til viðmiða Flóttamannastofnuarinnar um réttindi hinsegin fólks. „Það er almennt viðurkennt að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að við verndum fólki alþjóðlega vernd,“ segir Þorsteinn. Þá hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki rætt við Maní sjálfan við meðferð málsins. Þorsteinn segir að foreldrar hans hafi hafnað því. Þá hafi umsókn fjölskyldunnar ekki verið byggð á aðstæðum drengsins. „Þá leiðir það frekar til þess að við göngum ekki hart á eftir því að fá viðtal við barnið ef foreldrarnir eru mótfallnir því," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að stjórnvöld í Portúgal séu bundin af sömu meginreglu og hér er í gildi um að senda fólk ekki þangað sem lífi þeirra er stefnt í hættu. „Og við höfum enga ástæðu til að ætla að Portúgal standi ekki við þær skuldbindingar sínar,“ segir Þorsteinn. En myndi Útlendingastofnun senda transdreng til Íran? „Nei,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Hælisleitendur Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. Fjölskylda Maní Shahidi, sautján ára transdrengs, kom til Íslands fyrir tæpu ári og sótti um alþjóðlega vernd. Vísa átti fjölskyldunni til Portúgal á mánudagsmorgun en kvöldið áður var Maní lagður inn á BUGL vegna alvarlegrar vanheilsu. „Og á meðan hann er þar og nýtur aðstoðar lækna þá er ekkert að hreyfast í málinu að því er varðar flutning úr landi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. „Málið fékk sinn farveg og er núna á fresti því það er búið að boða nýjar upplýsingar og við fylgjumst bara með framvindunni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Endurupptökubeiðni liggur nú fyrir hjá Kærunefnd útlendingamála og hefur lögmaður fjölskyldunnar frest til næsta mánudags til að skila inn nýjum gögnum. „Og þá mun væntanlega kærunefndin í kjölfarið taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að endurupptaka málið á grundvelli þeirra gagna eða ekki,“ segir Þorsteinn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skýra þyrfti stefnu Útlendingastofnunar um mál hinsegin fólks. Þorsteinn segir að stofnunin horfi til viðmiða Flóttamannastofnuarinnar um réttindi hinsegin fólks. „Það er almennt viðurkennt að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að við verndum fólki alþjóðlega vernd,“ segir Þorsteinn. Þá hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki rætt við Maní sjálfan við meðferð málsins. Þorsteinn segir að foreldrar hans hafi hafnað því. Þá hafi umsókn fjölskyldunnar ekki verið byggð á aðstæðum drengsins. „Þá leiðir það frekar til þess að við göngum ekki hart á eftir því að fá viðtal við barnið ef foreldrarnir eru mótfallnir því," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að stjórnvöld í Portúgal séu bundin af sömu meginreglu og hér er í gildi um að senda fólk ekki þangað sem lífi þeirra er stefnt í hættu. „Og við höfum enga ástæðu til að ætla að Portúgal standi ekki við þær skuldbindingar sínar,“ segir Þorsteinn. En myndi Útlendingastofnun senda transdreng til Íran? „Nei,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15