Lampard: Harry Maguire hefði átt að fá rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 08:00 Harry Maguire og Michy Batshuayi liggja í grasinu eftir atvikið en bekkurinn hjá Chelsea trompast. Getty/Chris Lee Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, skilur ekki hvernig enski landsliðsmiðvörðurinn Harry Maguire fékk að klára fyrr hálfleikinn þegar Manchester United sótti þrjú stig á Stamford Bridge í gær. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, slapp með skrekkinn í fyrri hálfleik á móti Chelsea og Maguire gerði síðan út um leikinn með því að koma Manchester United í 2-0 í þeim síðari. United's Harry Maguire should have been sent off, says Frank Lampard | By @jonathanliewhttps://t.co/a3eWPfgKXV— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2020 Það var atvik milli Harry Maguire og Michy Batshuayi í fyrri hálfleiknum sem virtist gefa tilefni til að senda Maguire snemma í sturtu. Harry Maguire sparkaði þá í klofið á Batshuayi eftir að þeir höfðu lent í árekstri við hliðarlínuna. Varsjáin tók það hins vegar fyrir og Harry Maguire fékk enga refsingu. „Maguire hefði átt að fá rauða spjaldið. Það er klárt og auðvitað breytir það leiknum. Þetta var röng ákvörðun og allir sem ég hef talað við hafa sagt það sama,“ sagði Frank Lampard. Harry Maguire stays on after this challenge and then scores vs. Chelsea pic.twitter.com/inrj86JFSI— ESPN FC (@ESPNFC) February 17, 2020 „Það er erfiðara að sætta sig við svona mistök nú þegar við erum með VAR. Svona ákvarðanir skipta öllu máli. Við erum komin með VAR til að það sé hægt að taka á svona hlutum. Skoða þetta aftur og frá fleiri sjónarhornum. Ég skil heldur ekki af hverju dómararnir skoða ekki skjáinn sjálfir,“ sagði Lampard. Maguire kom sjálfum sér til varnar eftir leikinn og sagði að hann að þetta hafi verið fyrirbyggjandi hjá sér. „Ég veit að ég fór í hann. Mér fannst hann ætla að detta ofan á mig og náttúruleg viðbrögð mín voru að rétta úr fætinum til að stoppa hann. Ég var ekki að sparka í hann og ég ætlaði ekki að meiða hann. Ég bað hann afsökunar og það var gott að sjá að dómarinn tók skynsamlega á þessu,“ sagði Harry Maguire. Staðan var markalaus þegar atvikið gerðist. Manchester United kom í 1-0 fyrir hálfleik og Harry Maguire innsiglaði síðan sigurinn með skallamarki í seinni hálfleiknum. Harry Maguire didn’t get sent off for this pic.twitter.com/PW0x7nZozn— B/R Football (@brfootball) February 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, skilur ekki hvernig enski landsliðsmiðvörðurinn Harry Maguire fékk að klára fyrr hálfleikinn þegar Manchester United sótti þrjú stig á Stamford Bridge í gær. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, slapp með skrekkinn í fyrri hálfleik á móti Chelsea og Maguire gerði síðan út um leikinn með því að koma Manchester United í 2-0 í þeim síðari. United's Harry Maguire should have been sent off, says Frank Lampard | By @jonathanliewhttps://t.co/a3eWPfgKXV— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2020 Það var atvik milli Harry Maguire og Michy Batshuayi í fyrri hálfleiknum sem virtist gefa tilefni til að senda Maguire snemma í sturtu. Harry Maguire sparkaði þá í klofið á Batshuayi eftir að þeir höfðu lent í árekstri við hliðarlínuna. Varsjáin tók það hins vegar fyrir og Harry Maguire fékk enga refsingu. „Maguire hefði átt að fá rauða spjaldið. Það er klárt og auðvitað breytir það leiknum. Þetta var röng ákvörðun og allir sem ég hef talað við hafa sagt það sama,“ sagði Frank Lampard. Harry Maguire stays on after this challenge and then scores vs. Chelsea pic.twitter.com/inrj86JFSI— ESPN FC (@ESPNFC) February 17, 2020 „Það er erfiðara að sætta sig við svona mistök nú þegar við erum með VAR. Svona ákvarðanir skipta öllu máli. Við erum komin með VAR til að það sé hægt að taka á svona hlutum. Skoða þetta aftur og frá fleiri sjónarhornum. Ég skil heldur ekki af hverju dómararnir skoða ekki skjáinn sjálfir,“ sagði Lampard. Maguire kom sjálfum sér til varnar eftir leikinn og sagði að hann að þetta hafi verið fyrirbyggjandi hjá sér. „Ég veit að ég fór í hann. Mér fannst hann ætla að detta ofan á mig og náttúruleg viðbrögð mín voru að rétta úr fætinum til að stoppa hann. Ég var ekki að sparka í hann og ég ætlaði ekki að meiða hann. Ég bað hann afsökunar og það var gott að sjá að dómarinn tók skynsamlega á þessu,“ sagði Harry Maguire. Staðan var markalaus þegar atvikið gerðist. Manchester United kom í 1-0 fyrir hálfleik og Harry Maguire innsiglaði síðan sigurinn með skallamarki í seinni hálfleiknum. Harry Maguire didn’t get sent off for this pic.twitter.com/PW0x7nZozn— B/R Football (@brfootball) February 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira