Man. United með tak á Chelsea og munurinn einungis þrjú stig Anton Ingi Leifsson skrifar 17. febrúar 2020 21:45 Maguire fagnar marki sínu. Það var fyrsta mark hans fyrir United í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Manchester United vann 2-0 sigur á Chelsea er liðin mættust í stórleik 26. umferðar í enska boltanum á Brúnni í kvöld. Chelsea var sterkari aðilinn framan af. Liðið fékk nokkur færi en virtist sakna Tammy Abraham. Michy Batshuayi fékk færin en kláraði þau sín illa. Fyrsta markið kom svo í uppbótartíma fyrri hálfleiks og það gerðu gestirnir. Fyrirgjöf Aaron Wan-Bissaka rataði beint á kollinn á Anthony Martial sem stangaði boltann í netið. Man Utd have scored away from home in the Premier League for the first time in 57 days. Anthony Martial nets their first away goal of 2020. pic.twitter.com/Ax9QMHWC4d— Squawka Football (@Squawka) February 17, 2020 Gestirnir því 1-0 yfir í hálfleik en þetta var þeirra fyrsta og eina skot á markið í fyrri hálfleik. Chelsea virtist vera jafna metin á 55. mínútu er Kurt Zouma kom boltanum í netið. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun í VARsjánni en Cezar Azpilicueta átti að hafa brotið af sér. Dómurinn orkaði tvímælis. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði United forystuna. Frábær hornspyrna Bruno Fernandes rataði beint á kollinn á Harry Maguire sem skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir Manchester United. Harry Maguire has scored his first Premier League goal for Man Utd. Bruno Fernandes has provided his first Premier League assist for Man Utd. It's all coming together for Ole Gunnar Solskjaer's men. pic.twitter.com/aJ6mjwyl1i— Squawka Football (@Squawka) February 17, 2020 Chelsea virtist vera minnka muninn í 2-1 er stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Oliver Giroud kom inn af bekknum og skallaði fyrirgjöf Mason Mount í netið en aftur var mark dæmt af Chelsea. Nú vegna rangstöðu. Lokatölur urðu 2-0 sigur United sem var að vinna sinn þriðja sigur á Chelsea á leiktíðinni. Rauðu djöflarnir hafa unnið báða leikina sem og viðureign liðanna í enska deildarbikarnum. United er í sjöunda sætinu með 38 stig en er nú einungis þremur stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu. Enski boltinn
Manchester United vann 2-0 sigur á Chelsea er liðin mættust í stórleik 26. umferðar í enska boltanum á Brúnni í kvöld. Chelsea var sterkari aðilinn framan af. Liðið fékk nokkur færi en virtist sakna Tammy Abraham. Michy Batshuayi fékk færin en kláraði þau sín illa. Fyrsta markið kom svo í uppbótartíma fyrri hálfleiks og það gerðu gestirnir. Fyrirgjöf Aaron Wan-Bissaka rataði beint á kollinn á Anthony Martial sem stangaði boltann í netið. Man Utd have scored away from home in the Premier League for the first time in 57 days. Anthony Martial nets their first away goal of 2020. pic.twitter.com/Ax9QMHWC4d— Squawka Football (@Squawka) February 17, 2020 Gestirnir því 1-0 yfir í hálfleik en þetta var þeirra fyrsta og eina skot á markið í fyrri hálfleik. Chelsea virtist vera jafna metin á 55. mínútu er Kurt Zouma kom boltanum í netið. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun í VARsjánni en Cezar Azpilicueta átti að hafa brotið af sér. Dómurinn orkaði tvímælis. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði United forystuna. Frábær hornspyrna Bruno Fernandes rataði beint á kollinn á Harry Maguire sem skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir Manchester United. Harry Maguire has scored his first Premier League goal for Man Utd. Bruno Fernandes has provided his first Premier League assist for Man Utd. It's all coming together for Ole Gunnar Solskjaer's men. pic.twitter.com/aJ6mjwyl1i— Squawka Football (@Squawka) February 17, 2020 Chelsea virtist vera minnka muninn í 2-1 er stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Oliver Giroud kom inn af bekknum og skallaði fyrirgjöf Mason Mount í netið en aftur var mark dæmt af Chelsea. Nú vegna rangstöðu. Lokatölur urðu 2-0 sigur United sem var að vinna sinn þriðja sigur á Chelsea á leiktíðinni. Rauðu djöflarnir hafa unnið báða leikina sem og viðureign liðanna í enska deildarbikarnum. United er í sjöunda sætinu með 38 stig en er nú einungis þremur stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti