Rhein Neckar-Löwen vann þægilegan átta marka útisigur gegn danska liðinu Holstebro í riðlakeppni EHF bikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Leiknum lauk 35-27 Löwen í vil.
Þegar tveimur leikjum er lokið í riðlakeppninni er Löwen með fjögur stig eða fullt húst stiga. Kristján Andrésson er þjálfari liðsins og þá leika þeir Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason með liðinu.
Sá fyrrnefndi skoraði fjögur mörk í öruggum sigri þeirra í kvöld en Ýmir Örn lék þó ekki með liðinu í kvöld. Hann gekk í raðir félagsins á dögunum frá Val.
Næsti leikur Löwen í EHF bikarkeppninni er þann 23. febrúar gegn spænska liðinu Cuenca.
Íslendingalið Löwen enn með fullt hús stiga

Tengdar fréttir

Ýmir Örn Gíslason á leið til Rhein-Neckar Löwen
Ýmir Örn Gíslason hefur spilað sinn síðasta leik með Val í Olís deild karla í handbolta í bili en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hafa Valsmenn samþykkt að selja þennan frábæra handboltamann til þýska félagsins Rhein-Neckar Löwen.

Ýmir treystir Valsliðinu til að klára titilinn án sín en lofar að koma aftur í Val: „Frábært tækifæri“
Valsarinn Ýmir Örn Gíslason hefur skrifað undir samning í hálft þriðja ár við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þetta er mikil áskorun fyrir landsliðsmanninn unga sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val.

Ýmir byrjaði á spennuleik í Þýskalandi | Oddur með 9 mörk
Ýmir Örn Gíslason þreytti í kvöld frumraun sína í þýsku 1. deildinni í handbolta. Oddur Gretarsson átti stórleik en það dugði skammt.