62 m/s á Kjalarnesi Jóhann K. Jóhannsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 14. febrúar 2020 06:17 Fjöldi er samankominn við aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/jkj Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að „aftakaveður“ gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7, þegar rauð viðvörun tekur gildi. Búist er við því að veðrið verði verst í efri byggðum; eins og í Grafarvogi, Breiðholti, Kópavogi og Kjalarnesi. Á síðastnefnda svæðinu hafa hviður farið yfir 60 m/s. Ágúst Svansson, sem stýrir aðgerðastjórn fyrir höfuðborgarsvæðið, segir að slökkvilið, lögreglu og björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu og séu þegar farin að bregðast við útköllum. Til að mynda séu verkefnin „einna helst að hlaðast upp á Kjalarnesi.“ Vindhviður hafa farið yfir 60 m/s á Kjalarnesi.vefsjá vegagerðarinnar Þar er bálhvasst sem stendur, að jafnaði á bilinu 20-30 m/s og hafa hviður mælst allt að 62 m/s. Útköllin á Kjalarnesi tengist því hvers kyns foktjóni; brotnar rúður, fjúkandi kerrur o.sfrv. Útköll hafi tekið að berast um klukkan 4 í nótt og slumpar Ágúst á að þau hafi verið um tíu talsins síðan þá. Til að mynda brást slökkviliðið við tveimur útköllum sem bæði tengdust rúðum. Þá slóst gluggi til í Grafarholti og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Ágúst beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurviðvörunum og öðrum tilkynningum - „og ekki vera að fara út í neina vitleysu,“ eins og hann orðar það. Hann minnir jafnframt á að búið sé að loka öllum helstu umferðaræðum til og frá borginni. Hér að neðan má sjá lista yfir allar helstu lokanir. Björgunarsveitarfólk stendur vaktina á lokunarpóstum og hvetur Ágúst fólk til að fara að tilmælum þeirra. Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að „aftakaveður“ gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7, þegar rauð viðvörun tekur gildi. Búist er við því að veðrið verði verst í efri byggðum; eins og í Grafarvogi, Breiðholti, Kópavogi og Kjalarnesi. Á síðastnefnda svæðinu hafa hviður farið yfir 60 m/s. Ágúst Svansson, sem stýrir aðgerðastjórn fyrir höfuðborgarsvæðið, segir að slökkvilið, lögreglu og björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu og séu þegar farin að bregðast við útköllum. Til að mynda séu verkefnin „einna helst að hlaðast upp á Kjalarnesi.“ Vindhviður hafa farið yfir 60 m/s á Kjalarnesi.vefsjá vegagerðarinnar Þar er bálhvasst sem stendur, að jafnaði á bilinu 20-30 m/s og hafa hviður mælst allt að 62 m/s. Útköllin á Kjalarnesi tengist því hvers kyns foktjóni; brotnar rúður, fjúkandi kerrur o.sfrv. Útköll hafi tekið að berast um klukkan 4 í nótt og slumpar Ágúst á að þau hafi verið um tíu talsins síðan þá. Til að mynda brást slökkviliðið við tveimur útköllum sem bæði tengdust rúðum. Þá slóst gluggi til í Grafarholti og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Ágúst beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurviðvörunum og öðrum tilkynningum - „og ekki vera að fara út í neina vitleysu,“ eins og hann orðar það. Hann minnir jafnframt á að búið sé að loka öllum helstu umferðaræðum til og frá borginni. Hér að neðan má sjá lista yfir allar helstu lokanir. Björgunarsveitarfólk stendur vaktina á lokunarpóstum og hvetur Ágúst fólk til að fara að tilmælum þeirra.
Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira