Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 11:45 Corona-bjórar hafa runnið út úr hillum Vínbúðanna það sem af er ári. Getty/SOPA Images Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór á síðustu vikum. Rúmlega 21 prósent fleiri lítrar af bjórnum hafa selst frá áramótum, samanborið við sama tímabil í fyrra. Áhugi á bjórnum hefur aukist mikið á heimsvísu á undanförnum vikum, samhliða útbreiðslu samnefndrar veiru, sem kann að skýra aukið Coronaþamb Íslendinga.Þrjár Corona-vörur má finna í hillum Vínbúða landsins; 330 millílítra flöskur, 355 millilítra flöskur og svo öskju með fjórum flöskum saman í fötu. Sé sala á vörunum borin saman á milli ára má sjá að nokkur samdráttur hefur orðið á sölu á flöskufötunni. Á móti kemur að hrein aukning hefur orðið á sölu á 330 millilítra flöskum, enda voru þær ekki fáanlegar í fyrra. Mesta sprengingin hefur þó orðið í sölu á 355 millilítra flöskum. Rétt rúmlega 8800 lítrar seldust í upphafi síðasta árs en 10.720 í upphafi ársins í ár, sem skýrir að mestu 21 prósent aukna Coronadrykkju landsmanna. Sundurliðunina má sjá hér til hliðar. Jafnframt er óhætt að fullyrða bjórkaupin megi rekja til Íslendinga, en ekki erlendra ferðamanna. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fækkaði brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll um 13 prósent á milli ára í janúar, samanborið við sama mánuð í fyrra. Corona dreifist um netið Erlendir miðlar hafa greint frá því að leitarorð tengd corona hafi verið netverjum hugleikin á síðustu vikum og skyldi engan undra. Fátt hefur verið fyrirferðarmeira í erlendum fréttum en útbreiðsla Covid-19 kórónaveirunnar á síðustu vikum. Svipaða sögu er að segja af leitarvenjum Íslendinga. Áhugi þeirra á corona tuttugufaldaðist frá miðjum janúar til síðustu mánaðamóta, ef marka má gögn frá Google. Gögnin bera jafnframt með sér að hlutfallslegur áhugi á corona hafi verið mestur á Suðurlandi, um tvöfalt meiri en á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að taka fram að leitarvél Google stingur upp á leitarorðum og byggja ábendingar vélarinnar m.a. á vinsældum leitarorða. Þessi leitaraukning kann því að hluta til að skýrast af þessum innbyggða eiginleika. Samfélagsmiðlagreinirinn Digimind sýnir þó að jafnframt hafi orðið sprenging í skrifum um Corona-bjórinn á síðustu vikum. Frá 20. janúar hefur bjórinn verið netverjum ofarlega í huga og hafa þeir tvívegis minnst oftar en 600 þúsund sinnum á tegundina á dag. Þó virðast einhverjir netverjar, útlenskir í það minnsta, setja samasemmerki á milli bjórsins og veirunnar. Þannig hefur nokkur fjöldi slegið inn leitarorðin „corona beer virus“, „beer virus“ og „beer coronavirus“ - að því er virðist vegna ótta við smithættu af bjórdrykkju. Skrif um "corona beer“ margfölduðust á netinu í lok janúar, samhliða aukinni umfjöllun um Covid 19.digimind Talsmaður Constellation Brands, framleiðanda Corona-bjórsins í Bandaríkjunum, sagði þó í samtali við Business Insider í lok janúar að fyrirtækið hafi ekki þungar áhyggjur af því að viðskiptavinir þess tengi vöruna við veiruna. „Við trúum því að þorri viðskiptavina okkar skilji að engin tengsl séu á milli veirunnar og fyrirtækisins okkar,“ sagði Maggie Bowman. Þrátt fyrir að aðstandendur Corona á Íslandi megi prísa sig sæl er ekki sömu sögu að segja af mörgum öðrum brugghúsum. Fortune greinir þannig frá því að Carlsberg hafi fundið fyrir nokkrum samdrætti á bjórsölu á síðustu viku, sem skýrist ekki síst af minnkandi bjórdrykkju í Kína. Til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar þar í landi, sem dregið hefur á annað þúsund Kínverja til dauða og sýkt um 60 þúsund til viðbótar, hafi verið brugðið á það ráð að loka fjölda veitinga- og skemmtistaða. Fyrir vikið hefur sala Carlsberg á meginlandi Kína, þessu fjölmennasta ríki heims, dregist nokkuð saman en fjórðungur allrar sölu fyrirtækisins átti sér stað í Austur-Asíu í fyrra. Áhrifin af Covid-19 hafi því verið „umtalsverð.“ Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór á síðustu vikum. Rúmlega 21 prósent fleiri lítrar af bjórnum hafa selst frá áramótum, samanborið við sama tímabil í fyrra. Áhugi á bjórnum hefur aukist mikið á heimsvísu á undanförnum vikum, samhliða útbreiðslu samnefndrar veiru, sem kann að skýra aukið Coronaþamb Íslendinga.Þrjár Corona-vörur má finna í hillum Vínbúða landsins; 330 millílítra flöskur, 355 millilítra flöskur og svo öskju með fjórum flöskum saman í fötu. Sé sala á vörunum borin saman á milli ára má sjá að nokkur samdráttur hefur orðið á sölu á flöskufötunni. Á móti kemur að hrein aukning hefur orðið á sölu á 330 millilítra flöskum, enda voru þær ekki fáanlegar í fyrra. Mesta sprengingin hefur þó orðið í sölu á 355 millilítra flöskum. Rétt rúmlega 8800 lítrar seldust í upphafi síðasta árs en 10.720 í upphafi ársins í ár, sem skýrir að mestu 21 prósent aukna Coronadrykkju landsmanna. Sundurliðunina má sjá hér til hliðar. Jafnframt er óhætt að fullyrða bjórkaupin megi rekja til Íslendinga, en ekki erlendra ferðamanna. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fækkaði brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll um 13 prósent á milli ára í janúar, samanborið við sama mánuð í fyrra. Corona dreifist um netið Erlendir miðlar hafa greint frá því að leitarorð tengd corona hafi verið netverjum hugleikin á síðustu vikum og skyldi engan undra. Fátt hefur verið fyrirferðarmeira í erlendum fréttum en útbreiðsla Covid-19 kórónaveirunnar á síðustu vikum. Svipaða sögu er að segja af leitarvenjum Íslendinga. Áhugi þeirra á corona tuttugufaldaðist frá miðjum janúar til síðustu mánaðamóta, ef marka má gögn frá Google. Gögnin bera jafnframt með sér að hlutfallslegur áhugi á corona hafi verið mestur á Suðurlandi, um tvöfalt meiri en á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að taka fram að leitarvél Google stingur upp á leitarorðum og byggja ábendingar vélarinnar m.a. á vinsældum leitarorða. Þessi leitaraukning kann því að hluta til að skýrast af þessum innbyggða eiginleika. Samfélagsmiðlagreinirinn Digimind sýnir þó að jafnframt hafi orðið sprenging í skrifum um Corona-bjórinn á síðustu vikum. Frá 20. janúar hefur bjórinn verið netverjum ofarlega í huga og hafa þeir tvívegis minnst oftar en 600 þúsund sinnum á tegundina á dag. Þó virðast einhverjir netverjar, útlenskir í það minnsta, setja samasemmerki á milli bjórsins og veirunnar. Þannig hefur nokkur fjöldi slegið inn leitarorðin „corona beer virus“, „beer virus“ og „beer coronavirus“ - að því er virðist vegna ótta við smithættu af bjórdrykkju. Skrif um "corona beer“ margfölduðust á netinu í lok janúar, samhliða aukinni umfjöllun um Covid 19.digimind Talsmaður Constellation Brands, framleiðanda Corona-bjórsins í Bandaríkjunum, sagði þó í samtali við Business Insider í lok janúar að fyrirtækið hafi ekki þungar áhyggjur af því að viðskiptavinir þess tengi vöruna við veiruna. „Við trúum því að þorri viðskiptavina okkar skilji að engin tengsl séu á milli veirunnar og fyrirtækisins okkar,“ sagði Maggie Bowman. Þrátt fyrir að aðstandendur Corona á Íslandi megi prísa sig sæl er ekki sömu sögu að segja af mörgum öðrum brugghúsum. Fortune greinir þannig frá því að Carlsberg hafi fundið fyrir nokkrum samdrætti á bjórsölu á síðustu viku, sem skýrist ekki síst af minnkandi bjórdrykkju í Kína. Til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar þar í landi, sem dregið hefur á annað þúsund Kínverja til dauða og sýkt um 60 þúsund til viðbótar, hafi verið brugðið á það ráð að loka fjölda veitinga- og skemmtistaða. Fyrir vikið hefur sala Carlsberg á meginlandi Kína, þessu fjölmennasta ríki heims, dregist nokkuð saman en fjórðungur allrar sölu fyrirtækisins átti sér stað í Austur-Asíu í fyrra. Áhrifin af Covid-19 hafi því verið „umtalsverð.“
Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira