Forstjóri Landsvirkjunar segir raforkuverð ekki aðalvandamál Isal Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2020 19:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur samninginn sanngjarnan við ISAL um kaup á raforku. Hann hefur verið í gildi frá árinu 2010. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar þá hálfu öld sem liðin er frá því Álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína. Í dag er það minnsta álverið af nokkrum í landinu en verður þó enn að teljast mikilvægt fyrir þá 370 starfsmenn sem þar vinna og aðra hundrað og þrjátíu sem vinna þar daglega, fyrir utan hagsmuni margs konar þjónustufyrirtækja og Hafnarfjarðarbæjar. Hörður Arnarson segir verð raforku ekki vera aðalvandamál Isal. „Það er rétt að þeir eru að borga ágætis raforkuverð. En við teljum að raforkusamningurinn sé mjög sanngjarn.“ Var ekki talað um það á sínum tíma þegar endursamið var við Isal árið 2010 að önnur álver myndu fara inn í svipaða hugmyndafræði og er á bakvið þann samning? „Jú, þegar við fórum í þessa vegferð 2010 var það markmið okkar að semja um svipað raforkuverð á Íslandi og er samið um annars staðar. Markmiðið var síðan að gera það líka við aðra viðskiptavini,“ segir Hörður. Engu að síður hafi verið ákveðið að setjast nú niður með Rio Tinto til að fara yfir stöðuna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að raforkuverðið er bara lítill hluti af þessu máli. Stærsta vandamál álversins er lágt afurðaverð og lágt verð á þeim afurðum sem þeir framleiða. Síðan hafa verið rekstrarvandræði hjá álverinu. Það eru stóru vandræðin að mínu mati. Þannig að mér finnst það í raun ekki rétt að einblína eingöngu á raforkuverðið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Öll málmfyrirtæki í heiminum eigi í erfiðleikum vegna samdráttar í efnahagsmálum. En vonandi leysist úr þeirri stöðu. „Þetta er mjög mikilvægur viðskiptavinur fyrir okkur. Þetta er líka okkar elsti viðskiptavinur. Við vonum svo sannarlega að þeir hafi rekstrargrundvöll hér áfram,“ segir Hörður. Hjá Landsvirkjun eru til áform um virkjanaframkvæmdir og því spurning hvort stefna fyrirtækisins myndi breytast ef Isal hætti starfsemi? „Þeir eru náttúrlega með langtíma samning við okkur sem gildir til 2036 ef ég man rétt. Við munum bara vona að það samningssamband haldi.“ En það er vissulega verið að knýja dyra hjá ykkur af öðrum? „Já en það er hins vegar akkúrat núna í þessari efnahagslægð sem er í heiminu tiltölulega lítil eftirspurn,“ segir Hörður Arnarson. Álverið í Straumsvík hóf starfsemi sumarið 1969 en ekki 1967 eins og missagt var í myndbandinu með þessari frétt. Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Segir að samningurinn við álverið sé sanngjarn Forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkusamningur við ISAL - álverið í Straumsvík sé sanngjarn fyrir báða aðila. Fleiri þættir en raforkuverðið hafi áhrif á stöðu álversins. 12. febrúar 2020 11:36 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar þá hálfu öld sem liðin er frá því Álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína. Í dag er það minnsta álverið af nokkrum í landinu en verður þó enn að teljast mikilvægt fyrir þá 370 starfsmenn sem þar vinna og aðra hundrað og þrjátíu sem vinna þar daglega, fyrir utan hagsmuni margs konar þjónustufyrirtækja og Hafnarfjarðarbæjar. Hörður Arnarson segir verð raforku ekki vera aðalvandamál Isal. „Það er rétt að þeir eru að borga ágætis raforkuverð. En við teljum að raforkusamningurinn sé mjög sanngjarn.“ Var ekki talað um það á sínum tíma þegar endursamið var við Isal árið 2010 að önnur álver myndu fara inn í svipaða hugmyndafræði og er á bakvið þann samning? „Jú, þegar við fórum í þessa vegferð 2010 var það markmið okkar að semja um svipað raforkuverð á Íslandi og er samið um annars staðar. Markmiðið var síðan að gera það líka við aðra viðskiptavini,“ segir Hörður. Engu að síður hafi verið ákveðið að setjast nú niður með Rio Tinto til að fara yfir stöðuna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að raforkuverðið er bara lítill hluti af þessu máli. Stærsta vandamál álversins er lágt afurðaverð og lágt verð á þeim afurðum sem þeir framleiða. Síðan hafa verið rekstrarvandræði hjá álverinu. Það eru stóru vandræðin að mínu mati. Þannig að mér finnst það í raun ekki rétt að einblína eingöngu á raforkuverðið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Öll málmfyrirtæki í heiminum eigi í erfiðleikum vegna samdráttar í efnahagsmálum. En vonandi leysist úr þeirri stöðu. „Þetta er mjög mikilvægur viðskiptavinur fyrir okkur. Þetta er líka okkar elsti viðskiptavinur. Við vonum svo sannarlega að þeir hafi rekstrargrundvöll hér áfram,“ segir Hörður. Hjá Landsvirkjun eru til áform um virkjanaframkvæmdir og því spurning hvort stefna fyrirtækisins myndi breytast ef Isal hætti starfsemi? „Þeir eru náttúrlega með langtíma samning við okkur sem gildir til 2036 ef ég man rétt. Við munum bara vona að það samningssamband haldi.“ En það er vissulega verið að knýja dyra hjá ykkur af öðrum? „Já en það er hins vegar akkúrat núna í þessari efnahagslægð sem er í heiminu tiltölulega lítil eftirspurn,“ segir Hörður Arnarson. Álverið í Straumsvík hóf starfsemi sumarið 1969 en ekki 1967 eins og missagt var í myndbandinu með þessari frétt.
Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Segir að samningurinn við álverið sé sanngjarn Forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkusamningur við ISAL - álverið í Straumsvík sé sanngjarn fyrir báða aðila. Fleiri þættir en raforkuverðið hafi áhrif á stöðu álversins. 12. febrúar 2020 11:36 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Segir að samningurinn við álverið sé sanngjarn Forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkusamningur við ISAL - álverið í Straumsvík sé sanngjarn fyrir báða aðila. Fleiri þættir en raforkuverðið hafi áhrif á stöðu álversins. 12. febrúar 2020 11:36
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45