Vona að draumurinn rætist fyrir fermingardaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2020 19:45 Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Stöð 2 Þrettán ára stúlka sem sem misst hefur alla hreyfifærni í fótunum fær svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaðurinn hjólar, ekki greitt frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem hún getur ekki hjólað sjálf. Sett hefur verið af stað söfnun svo að stúlkan geti hjólað á ný en hún elskar ekkert heitar en að hjóla. „Hún er bara ein glaðasta manneskja sem ég hef kynnst og elskar að fara út, elskar náttúruna og elskar Justin Bieber,“ segir Aldís Þóra Steindórsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona og fjölskylduvinur. Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Rakel Ósk var dugleg að hjóla áður en hún missti hreyfigetuna. „Hún gat hjólað með stuðningshjóli frá Sjúkratryggingum sem var með stöng og við ýttum henni áfram og þetta var bara það skemmtilegasta sem hún gerði. En síðan þegar hún stækkaði og þufti stærra hjól þá gátum við ekki sýnt fram á það lengur að hún gæti hjólað og við bara fengum neitun,“ segir Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, móðir Rakelar Óskar. Þær fréttu af því að nú væri hægt að fá svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaður hjólar fyrir þann sem er í hjólastól, og kom ekkert annað til greina en að Rakel eignaðist hjólið. Hjólið kostar 1,3 milljónir króna með sendingarkostnaði en Sjúkratrygginar neita að greiða það með þeim rökum að hjól séu ekki greidd fyrir þá sem ekki geta hjólað sjálfir. „Það skemmtilegasta sem hún gerir er að hjóla. Hún horfir bara á önnur börn og segir ég, ég, ég. Hana langar líka að geta hjólað eins og önnur börn,“ segir Sigurbjörg. Þær tóku því á það ráð á setja af stað söfnun fyrir hjólinu á Facebook. „Það hefur gengið mjög vel. Það eru komnir tveir dagar síðan. Við erum að nálgast helminginn núna í dag og við erum að vona að þetta takist fyrir fermingardaginn,“ segir Aldís Þóra en draumurinn er að Rakel Ósk fái hjólið í fermingargjöf. Rakel var rosalega glöð þegar hún frétti af því fyrr í dag að hún væri líklega að fara fá hjólið. „Síðan komum við til hennar áðan og sögðum henni að þetta væri komið svona langa leið og þvílíku öskrin þegar hún áttaði sig á því hvað við vorum að tala um,“ segir Sigurbjörg. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0130-15-381716 og kennitala 030292-2199. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þrettán ára stúlka sem sem misst hefur alla hreyfifærni í fótunum fær svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaðurinn hjólar, ekki greitt frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem hún getur ekki hjólað sjálf. Sett hefur verið af stað söfnun svo að stúlkan geti hjólað á ný en hún elskar ekkert heitar en að hjóla. „Hún er bara ein glaðasta manneskja sem ég hef kynnst og elskar að fara út, elskar náttúruna og elskar Justin Bieber,“ segir Aldís Þóra Steindórsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona og fjölskylduvinur. Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Rakel Ósk var dugleg að hjóla áður en hún missti hreyfigetuna. „Hún gat hjólað með stuðningshjóli frá Sjúkratryggingum sem var með stöng og við ýttum henni áfram og þetta var bara það skemmtilegasta sem hún gerði. En síðan þegar hún stækkaði og þufti stærra hjól þá gátum við ekki sýnt fram á það lengur að hún gæti hjólað og við bara fengum neitun,“ segir Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, móðir Rakelar Óskar. Þær fréttu af því að nú væri hægt að fá svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaður hjólar fyrir þann sem er í hjólastól, og kom ekkert annað til greina en að Rakel eignaðist hjólið. Hjólið kostar 1,3 milljónir króna með sendingarkostnaði en Sjúkratrygginar neita að greiða það með þeim rökum að hjól séu ekki greidd fyrir þá sem ekki geta hjólað sjálfir. „Það skemmtilegasta sem hún gerir er að hjóla. Hún horfir bara á önnur börn og segir ég, ég, ég. Hana langar líka að geta hjólað eins og önnur börn,“ segir Sigurbjörg. Þær tóku því á það ráð á setja af stað söfnun fyrir hjólinu á Facebook. „Það hefur gengið mjög vel. Það eru komnir tveir dagar síðan. Við erum að nálgast helminginn núna í dag og við erum að vona að þetta takist fyrir fermingardaginn,“ segir Aldís Þóra en draumurinn er að Rakel Ósk fái hjólið í fermingargjöf. Rakel var rosalega glöð þegar hún frétti af því fyrr í dag að hún væri líklega að fara fá hjólið. „Síðan komum við til hennar áðan og sögðum henni að þetta væri komið svona langa leið og þvílíku öskrin þegar hún áttaði sig á því hvað við vorum að tala um,“ segir Sigurbjörg. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0130-15-381716 og kennitala 030292-2199.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira