Sportpakkinn: HSÍ er brugðið eftir að sambandið fékk tíu milljónum lægri styrk en það bjóst við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 15:15 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur áhyggjur af stöðunni. Mynd/S2 Sport Handknattleiksamband Íslands þarf að skera niður um tíu milljónir á þessu ári eftir að hafa búist við að fá sama styrk úr Afrekssjóði í ár og í fyrra. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra sambandsins. Handknattleiksamband Íslands fékk hæsta styrkinn sem úthlutað var úr Afrekssjóði í gær eða 58,3 milljónir króna sem er tíu milljónum króna minna en sambandið fékk á síðasta ári. „Okkur er brugðið, við verðum að viðurkenna það. Þetta er ekki þar sem okkar væntingar voru á eftir samtöl okkar við sjóðinn í desember þegar umsóknarferlið var í gangi. Þá gerðum við ráð fyrir því að fá óbreytta upphæð á milli ára,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Okkur er verulega brugðið núna talandi ekki um stærsti mánuðurinn í landsliðsverkefnunum, janúar, er búinn. Við fórum inn í EM með þær væntingar að við værum með óbreyttan afreksstyrk og þess vegna setur þetta verulegt strik í reikninginn,“ sagði Róbert Geir Gíslason. „Okkar allar fjárhagsáætlanir og annað hafa miðað við óbreyttan styrk. Eins og staðan er í dag þá er erum við tíu milljónir í mínus á okkar áætlun á árinu,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Klippa: Róbert, framkvæmdastjóri HSÍ: Okkur er verulega brugðið Handknattleikssambandið þarf í framhaldinu að endurskoða allan sinn rekstur. „Við þurfum núna að setjast niður og endurskoða allar okkar áætlanir fyrir árið. Við erum að klára það að semja um landsleiki fyrir karlalandsliðið í apríl þar sem við erum að reyna að fá leiki til að undirbúa liðið fyrir HM umspilið sem er í júní. Núna þurfum við að taka allt til endurskoðunar, hvað við gerum og í hvað við eyðum peningunum okkar,“ sagði Róbert. „Eins og markaðurinn er í dag þá er erfitt að afla þessara peninga frá fyrirtækjum þar sem að atvinnulífið er frosið. Það er enginn bilbugur á okkur og við ætlum að reyna okkar besta. Það er ljóst að við þurfum væntanlega að skera niður um þessar tíu milljónir,“ sagði Róbert. Hvað þýðir það að skera niður? „Við fengum bara þessu tíðindi í gær, 10. febrúar. Við eigum eftir að setjast niður og sjá hvar við getum hagrætt. Okkar markmið samt sem áður er að koma kvennalandsliðinu okkar inn á stórmót og koma karlalandsliðinu í topp átta. Við ætlum ekki að kvika frá þeim markmiðum en það er ljóst að við getum ekki leyft okkur sömu hluti og við höfum gert. Við þurfum að skoða það hvar og hvernig við getum minnkað umfangið okkar,“ sagði Róbert Geir Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. EM 2020 í handbolta Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Handknattleiksamband Íslands þarf að skera niður um tíu milljónir á þessu ári eftir að hafa búist við að fá sama styrk úr Afrekssjóði í ár og í fyrra. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra sambandsins. Handknattleiksamband Íslands fékk hæsta styrkinn sem úthlutað var úr Afrekssjóði í gær eða 58,3 milljónir króna sem er tíu milljónum króna minna en sambandið fékk á síðasta ári. „Okkur er brugðið, við verðum að viðurkenna það. Þetta er ekki þar sem okkar væntingar voru á eftir samtöl okkar við sjóðinn í desember þegar umsóknarferlið var í gangi. Þá gerðum við ráð fyrir því að fá óbreytta upphæð á milli ára,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Okkur er verulega brugðið núna talandi ekki um stærsti mánuðurinn í landsliðsverkefnunum, janúar, er búinn. Við fórum inn í EM með þær væntingar að við værum með óbreyttan afreksstyrk og þess vegna setur þetta verulegt strik í reikninginn,“ sagði Róbert Geir Gíslason. „Okkar allar fjárhagsáætlanir og annað hafa miðað við óbreyttan styrk. Eins og staðan er í dag þá er erum við tíu milljónir í mínus á okkar áætlun á árinu,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Klippa: Róbert, framkvæmdastjóri HSÍ: Okkur er verulega brugðið Handknattleikssambandið þarf í framhaldinu að endurskoða allan sinn rekstur. „Við þurfum núna að setjast niður og endurskoða allar okkar áætlanir fyrir árið. Við erum að klára það að semja um landsleiki fyrir karlalandsliðið í apríl þar sem við erum að reyna að fá leiki til að undirbúa liðið fyrir HM umspilið sem er í júní. Núna þurfum við að taka allt til endurskoðunar, hvað við gerum og í hvað við eyðum peningunum okkar,“ sagði Róbert. „Eins og markaðurinn er í dag þá er erfitt að afla þessara peninga frá fyrirtækjum þar sem að atvinnulífið er frosið. Það er enginn bilbugur á okkur og við ætlum að reyna okkar besta. Það er ljóst að við þurfum væntanlega að skera niður um þessar tíu milljónir,“ sagði Róbert. Hvað þýðir það að skera niður? „Við fengum bara þessu tíðindi í gær, 10. febrúar. Við eigum eftir að setjast niður og sjá hvar við getum hagrætt. Okkar markmið samt sem áður er að koma kvennalandsliðinu okkar inn á stórmót og koma karlalandsliðinu í topp átta. Við ætlum ekki að kvika frá þeim markmiðum en það er ljóst að við getum ekki leyft okkur sömu hluti og við höfum gert. Við þurfum að skoða það hvar og hvernig við getum minnkað umfangið okkar,“ sagði Róbert Geir Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
EM 2020 í handbolta Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti