Sky Sport fékk Eið Smára og Jimmy Floyd til að fara saman yfir gömlu góðu tímana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 14:30 Fyrirsögnin og aðalmyndin með hlaðvarpsþætti Eiðs Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink. Skjámynd/Sky Sports Íslendingur hefur líklega aldrei verið hluti af hættulegra sóknartvíeyki en Eiður Smári Guðjohnsen var á árunum 2000 til 2004. Sky Sport fannst kominn tími á að rifja upp þetta skemmtilega samstarf hans og Jimmy Floyd Hasselbaink sem hófst fyrir rétt tæpum tuttugu árum. Útkoman er mjög skemmtileg. Það má finna stórskemmtilegt spjall þeirra Eiðs Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink í hlaðvarpsþættinum The Transfer Talk Podcast sem er á vegum Sky Sports. Þeir nota eld og ís til að lýsa Hollendingnum og Íslendingnum. Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink skiluðu Chelsea liðinu 146 mörkum á þeim fjórum tímabilum sem þeir spiluðu saman á Brúnni, Eiður var með 59 mörk en Jimmy Floyd skoraði 87 mörk. Gianluca Vialli, þá knattspyrnustjóri Chelsea, bjó það til með því að kaupa Eið Smára frá Bolton og Jimmy Floyd Hasselbaink frá Atlético Madrid. Eiður Smári hélt ekki upp á 22 ára afmælið fyrr en seinna um haustið en Hasselbaink var sex árum eldri. Gianluca Vialli sá tíeykið ekki blómstra undir sinni stjórn því hann var rekinn eftir fimm leiki. Þeir blómstruðu saman undir stjórn Claudio Ranieri en það var síðan Jose Mourinho sem endaði það þegar hann tók við sumarið 2004. Hasselbaink fékk ekki annan samning og fór á frjálsri sölu til Middlesbrough. Eiður Smári átti hins vegar góða tíma undir stjórn Jose Mourinho og saman unnu þeir meðal annars ensku deildina tvisvar sinnum. Eiður Smári segir meðal annars frá því í þættinum hverju hann svaraði þegar Rainieri bauðst til að hjálpa honum að finna nýtt félag. Eiður Smári lofaði Ranieri að hann yrði lengur hjá Chelsea en hann og stóð síðan við það. Þessi orð Eiðs Smári fengu að launum mikinn viðbrögð úr salnum. Í hlaðvarpsþættinum ræða þeir Eiður og Jimmy hvernig þeir fóru næstum því til Liverpool og Barcelona áður en þeir komu til Chelsea og segja frá því þegar Roman Abramovich mætti á svæðið hjá Chelsea. Það hafði örugglega mikil áhrif á því hversu vel þeir náðu saman að Eiður Smári kunni hollensku frá tíma sínum hjá PSV Eindhoven og gat því talað við Hollendinginn á hans móðurmáli. „Þess vegna vissu varnarmennirnir oft ekki hvað við ætluðum að gera,“ rifja þeir upp hlæjandi en hér fyrir neðan má sjá þáttinn með Eiði Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink. Enski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira
Íslendingur hefur líklega aldrei verið hluti af hættulegra sóknartvíeyki en Eiður Smári Guðjohnsen var á árunum 2000 til 2004. Sky Sport fannst kominn tími á að rifja upp þetta skemmtilega samstarf hans og Jimmy Floyd Hasselbaink sem hófst fyrir rétt tæpum tuttugu árum. Útkoman er mjög skemmtileg. Það má finna stórskemmtilegt spjall þeirra Eiðs Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink í hlaðvarpsþættinum The Transfer Talk Podcast sem er á vegum Sky Sports. Þeir nota eld og ís til að lýsa Hollendingnum og Íslendingnum. Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink skiluðu Chelsea liðinu 146 mörkum á þeim fjórum tímabilum sem þeir spiluðu saman á Brúnni, Eiður var með 59 mörk en Jimmy Floyd skoraði 87 mörk. Gianluca Vialli, þá knattspyrnustjóri Chelsea, bjó það til með því að kaupa Eið Smára frá Bolton og Jimmy Floyd Hasselbaink frá Atlético Madrid. Eiður Smári hélt ekki upp á 22 ára afmælið fyrr en seinna um haustið en Hasselbaink var sex árum eldri. Gianluca Vialli sá tíeykið ekki blómstra undir sinni stjórn því hann var rekinn eftir fimm leiki. Þeir blómstruðu saman undir stjórn Claudio Ranieri en það var síðan Jose Mourinho sem endaði það þegar hann tók við sumarið 2004. Hasselbaink fékk ekki annan samning og fór á frjálsri sölu til Middlesbrough. Eiður Smári átti hins vegar góða tíma undir stjórn Jose Mourinho og saman unnu þeir meðal annars ensku deildina tvisvar sinnum. Eiður Smári segir meðal annars frá því í þættinum hverju hann svaraði þegar Rainieri bauðst til að hjálpa honum að finna nýtt félag. Eiður Smári lofaði Ranieri að hann yrði lengur hjá Chelsea en hann og stóð síðan við það. Þessi orð Eiðs Smári fengu að launum mikinn viðbrögð úr salnum. Í hlaðvarpsþættinum ræða þeir Eiður og Jimmy hvernig þeir fóru næstum því til Liverpool og Barcelona áður en þeir komu til Chelsea og segja frá því þegar Roman Abramovich mætti á svæðið hjá Chelsea. Það hafði örugglega mikil áhrif á því hversu vel þeir náðu saman að Eiður Smári kunni hollensku frá tíma sínum hjá PSV Eindhoven og gat því talað við Hollendinginn á hans móðurmáli. „Þess vegna vissu varnarmennirnir oft ekki hvað við ætluðum að gera,“ rifja þeir upp hlæjandi en hér fyrir neðan má sjá þáttinn með Eiði Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink.
Enski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira