Eiður Smári hélt 21 árs gamall að hann væri að fara til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 12:30 Eiður Smári Guðjohnsen í leik á móti Liverpool árið 2000. Getty/ Nick Potts Eiður Smári Guðjohnsen var mögulega á leiðinni til Liverpool en ekki til Chelsea þegar Bolton seldi hann sumarið 2000. Þetta kemur fram í viðtali við Eið Smára á Sky Sports. Sumarið 2000 var Eiður Smári búinn að yfirvinna mjög erfið meiðsli sem hann varð fyrir í unglingalandsleik vorið 1996. Eiður fór til Bolton haustið 1998 og skoraði síðan 21 mark í 55 leikjum í öllum keppnum tímabilið 1999-2000. Bolton var þá í ensku b-deildinni og ensku úrvalsdeildarfélögin sýndi þessum 21 árs gamla íslenska framherja mikinn áhuga. Tvö félög voru sérstaklega áhugasöm. „Ég hélt fyrst að ég myndi fara til Liverpool. Gerard Houllier sýndi mikinn áhuga og hafði mætt á marga leiki hjá okkur. Það var áður en Chelsea kom inn í myndina," sagði Eiður Smári í viðtalinu við Sky Sports en Fótbolti.net segir frá. Gerard Houllier hafði stýrt Liverpool liðinu frá árinu 1998, fyrst með Roy Evans og svo einn. Tímabilið á undan, 1999-2000, þá endaði Liverpool í fjórða sæti en Chelsea í því fimmta. Chelsea varð aftur á móti enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Aston Villa í úrslitaleiknum. Knattspyrnustjóri Chelsea var aftur á móti Ítalinn Gianluca Vialli. Eiður Smári hafði verið aðdáandi hans lengi og Ítalinn vissi ekki að pabbi Eiðs hafði reddað honum treyju eftir leik þeirra. „Hann vissi ekki að hann hafði spilað í úrslitum í Evrópukeppni á móti pabba mínum. Vialli spilaði með Sampdoria og faðir minn (Arnór) spilaði með Anderlecht. Þeir skiptust á treyjum því ég bað pabba minn um treyju Vialli. Það þurfti því ekki mikið að sannfæra mig," sagði Eiður Smári. Vialli entist reyndar ekki lengi í starfinu því hann var rekinn eftir aðeins fimm leiki eftir að hafa lent í deildum við stjörnur liðsins, Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu. Hjá Chelsea myndaði Eiður Smári magnað framherjapar með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink en þeir spiluðu saman hjá Chelsea í fjögur tímabil þar sem Eiður Smári var með 59 mörk í öllum keppnum og Hasselbaink skoraði 87 mörk. Eiður Smári og Hasselbaink skoruðu meðal annars 52 mörk saman á öðru tímabili sínu hjá Chelsea 2001-02, Hasselbaink 29 mörk og Eiður Smári 23 mörk. Hefði Eiður Smári farið til Liverpool þá hefði hann spilaði í framlínunni með Michael Owen og á næsta tímabili þá vann Liverpool bikar þrennuna, varð enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og vann UEFA-bikarinn. Fyrsti stóri titill Eiðs Smára með Chelsea kom ekki fyrr en vorið 2005 þegar Chelsea var enskur meistari og enskur deildabikarmeistari undir stjórn Jose Mourinho. Eiður Smári vann aftur á móti Samfélagsskjöldinn í fyrsta leik með Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var mögulega á leiðinni til Liverpool en ekki til Chelsea þegar Bolton seldi hann sumarið 2000. Þetta kemur fram í viðtali við Eið Smára á Sky Sports. Sumarið 2000 var Eiður Smári búinn að yfirvinna mjög erfið meiðsli sem hann varð fyrir í unglingalandsleik vorið 1996. Eiður fór til Bolton haustið 1998 og skoraði síðan 21 mark í 55 leikjum í öllum keppnum tímabilið 1999-2000. Bolton var þá í ensku b-deildinni og ensku úrvalsdeildarfélögin sýndi þessum 21 árs gamla íslenska framherja mikinn áhuga. Tvö félög voru sérstaklega áhugasöm. „Ég hélt fyrst að ég myndi fara til Liverpool. Gerard Houllier sýndi mikinn áhuga og hafði mætt á marga leiki hjá okkur. Það var áður en Chelsea kom inn í myndina," sagði Eiður Smári í viðtalinu við Sky Sports en Fótbolti.net segir frá. Gerard Houllier hafði stýrt Liverpool liðinu frá árinu 1998, fyrst með Roy Evans og svo einn. Tímabilið á undan, 1999-2000, þá endaði Liverpool í fjórða sæti en Chelsea í því fimmta. Chelsea varð aftur á móti enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Aston Villa í úrslitaleiknum. Knattspyrnustjóri Chelsea var aftur á móti Ítalinn Gianluca Vialli. Eiður Smári hafði verið aðdáandi hans lengi og Ítalinn vissi ekki að pabbi Eiðs hafði reddað honum treyju eftir leik þeirra. „Hann vissi ekki að hann hafði spilað í úrslitum í Evrópukeppni á móti pabba mínum. Vialli spilaði með Sampdoria og faðir minn (Arnór) spilaði með Anderlecht. Þeir skiptust á treyjum því ég bað pabba minn um treyju Vialli. Það þurfti því ekki mikið að sannfæra mig," sagði Eiður Smári. Vialli entist reyndar ekki lengi í starfinu því hann var rekinn eftir aðeins fimm leiki eftir að hafa lent í deildum við stjörnur liðsins, Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu. Hjá Chelsea myndaði Eiður Smári magnað framherjapar með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink en þeir spiluðu saman hjá Chelsea í fjögur tímabil þar sem Eiður Smári var með 59 mörk í öllum keppnum og Hasselbaink skoraði 87 mörk. Eiður Smári og Hasselbaink skoruðu meðal annars 52 mörk saman á öðru tímabili sínu hjá Chelsea 2001-02, Hasselbaink 29 mörk og Eiður Smári 23 mörk. Hefði Eiður Smári farið til Liverpool þá hefði hann spilaði í framlínunni með Michael Owen og á næsta tímabili þá vann Liverpool bikar þrennuna, varð enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og vann UEFA-bikarinn. Fyrsti stóri titill Eiðs Smára með Chelsea kom ekki fyrr en vorið 2005 þegar Chelsea var enskur meistari og enskur deildabikarmeistari undir stjórn Jose Mourinho. Eiður Smári vann aftur á móti Samfélagsskjöldinn í fyrsta leik með Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira