Eiður Smári hélt 21 árs gamall að hann væri að fara til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 12:30 Eiður Smári Guðjohnsen í leik á móti Liverpool árið 2000. Getty/ Nick Potts Eiður Smári Guðjohnsen var mögulega á leiðinni til Liverpool en ekki til Chelsea þegar Bolton seldi hann sumarið 2000. Þetta kemur fram í viðtali við Eið Smára á Sky Sports. Sumarið 2000 var Eiður Smári búinn að yfirvinna mjög erfið meiðsli sem hann varð fyrir í unglingalandsleik vorið 1996. Eiður fór til Bolton haustið 1998 og skoraði síðan 21 mark í 55 leikjum í öllum keppnum tímabilið 1999-2000. Bolton var þá í ensku b-deildinni og ensku úrvalsdeildarfélögin sýndi þessum 21 árs gamla íslenska framherja mikinn áhuga. Tvö félög voru sérstaklega áhugasöm. „Ég hélt fyrst að ég myndi fara til Liverpool. Gerard Houllier sýndi mikinn áhuga og hafði mætt á marga leiki hjá okkur. Það var áður en Chelsea kom inn í myndina," sagði Eiður Smári í viðtalinu við Sky Sports en Fótbolti.net segir frá. Gerard Houllier hafði stýrt Liverpool liðinu frá árinu 1998, fyrst með Roy Evans og svo einn. Tímabilið á undan, 1999-2000, þá endaði Liverpool í fjórða sæti en Chelsea í því fimmta. Chelsea varð aftur á móti enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Aston Villa í úrslitaleiknum. Knattspyrnustjóri Chelsea var aftur á móti Ítalinn Gianluca Vialli. Eiður Smári hafði verið aðdáandi hans lengi og Ítalinn vissi ekki að pabbi Eiðs hafði reddað honum treyju eftir leik þeirra. „Hann vissi ekki að hann hafði spilað í úrslitum í Evrópukeppni á móti pabba mínum. Vialli spilaði með Sampdoria og faðir minn (Arnór) spilaði með Anderlecht. Þeir skiptust á treyjum því ég bað pabba minn um treyju Vialli. Það þurfti því ekki mikið að sannfæra mig," sagði Eiður Smári. Vialli entist reyndar ekki lengi í starfinu því hann var rekinn eftir aðeins fimm leiki eftir að hafa lent í deildum við stjörnur liðsins, Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu. Hjá Chelsea myndaði Eiður Smári magnað framherjapar með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink en þeir spiluðu saman hjá Chelsea í fjögur tímabil þar sem Eiður Smári var með 59 mörk í öllum keppnum og Hasselbaink skoraði 87 mörk. Eiður Smári og Hasselbaink skoruðu meðal annars 52 mörk saman á öðru tímabili sínu hjá Chelsea 2001-02, Hasselbaink 29 mörk og Eiður Smári 23 mörk. Hefði Eiður Smári farið til Liverpool þá hefði hann spilaði í framlínunni með Michael Owen og á næsta tímabili þá vann Liverpool bikar þrennuna, varð enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og vann UEFA-bikarinn. Fyrsti stóri titill Eiðs Smára með Chelsea kom ekki fyrr en vorið 2005 þegar Chelsea var enskur meistari og enskur deildabikarmeistari undir stjórn Jose Mourinho. Eiður Smári vann aftur á móti Samfélagsskjöldinn í fyrsta leik með Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var mögulega á leiðinni til Liverpool en ekki til Chelsea þegar Bolton seldi hann sumarið 2000. Þetta kemur fram í viðtali við Eið Smára á Sky Sports. Sumarið 2000 var Eiður Smári búinn að yfirvinna mjög erfið meiðsli sem hann varð fyrir í unglingalandsleik vorið 1996. Eiður fór til Bolton haustið 1998 og skoraði síðan 21 mark í 55 leikjum í öllum keppnum tímabilið 1999-2000. Bolton var þá í ensku b-deildinni og ensku úrvalsdeildarfélögin sýndi þessum 21 árs gamla íslenska framherja mikinn áhuga. Tvö félög voru sérstaklega áhugasöm. „Ég hélt fyrst að ég myndi fara til Liverpool. Gerard Houllier sýndi mikinn áhuga og hafði mætt á marga leiki hjá okkur. Það var áður en Chelsea kom inn í myndina," sagði Eiður Smári í viðtalinu við Sky Sports en Fótbolti.net segir frá. Gerard Houllier hafði stýrt Liverpool liðinu frá árinu 1998, fyrst með Roy Evans og svo einn. Tímabilið á undan, 1999-2000, þá endaði Liverpool í fjórða sæti en Chelsea í því fimmta. Chelsea varð aftur á móti enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Aston Villa í úrslitaleiknum. Knattspyrnustjóri Chelsea var aftur á móti Ítalinn Gianluca Vialli. Eiður Smári hafði verið aðdáandi hans lengi og Ítalinn vissi ekki að pabbi Eiðs hafði reddað honum treyju eftir leik þeirra. „Hann vissi ekki að hann hafði spilað í úrslitum í Evrópukeppni á móti pabba mínum. Vialli spilaði með Sampdoria og faðir minn (Arnór) spilaði með Anderlecht. Þeir skiptust á treyjum því ég bað pabba minn um treyju Vialli. Það þurfti því ekki mikið að sannfæra mig," sagði Eiður Smári. Vialli entist reyndar ekki lengi í starfinu því hann var rekinn eftir aðeins fimm leiki eftir að hafa lent í deildum við stjörnur liðsins, Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu. Hjá Chelsea myndaði Eiður Smári magnað framherjapar með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink en þeir spiluðu saman hjá Chelsea í fjögur tímabil þar sem Eiður Smári var með 59 mörk í öllum keppnum og Hasselbaink skoraði 87 mörk. Eiður Smári og Hasselbaink skoruðu meðal annars 52 mörk saman á öðru tímabili sínu hjá Chelsea 2001-02, Hasselbaink 29 mörk og Eiður Smári 23 mörk. Hefði Eiður Smári farið til Liverpool þá hefði hann spilaði í framlínunni með Michael Owen og á næsta tímabili þá vann Liverpool bikar þrennuna, varð enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og vann UEFA-bikarinn. Fyrsti stóri titill Eiðs Smára með Chelsea kom ekki fyrr en vorið 2005 þegar Chelsea var enskur meistari og enskur deildabikarmeistari undir stjórn Jose Mourinho. Eiður Smári vann aftur á móti Samfélagsskjöldinn í fyrsta leik með Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira