Sport

Tileinkaði Kobe Óskarsverðlaunin sín

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matthew Cherry og Karen Rupert Toliver, leikstjóri og framleiðandi stuttmyndarinnar Hair Love, með Óskarsverðlaunin sín.
Matthew Cherry og Karen Rupert Toliver, leikstjóri og framleiðandi stuttmyndarinnar Hair Love, með Óskarsverðlaunin sín. vísir/getty

Matthew A. Cherry, fyrrverandi útherji í NFL-deildinni, tileinkaði Kobe Bryant Óskarsverðlaunin sem hann fékk í nótt.

Cherry hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu teiknuðu stuttmyndina, Hair Love.

Kobe fékk Óskarinn í sama flokki fyrir myndina Dear Basketball fyrir tveimur árum.

Klippa: Tileinkaði Kobe Bryant Óskarinn




Í þakkarræðu sinni í nótt tileinkaði Cherry Kobe Óskarsverðlaunin sín. Kobe lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn.

Cherry var á mála hjá nokkrum liðum í NFL en hætti 2007. Hann flutti síðan til Los Angeles og hellti sér út í kvikmyndagerð.

Hair Love má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×