Vitnaði í bróður sinn heitinn í tilfinningaþrunginni ræðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 06:14 Joaquin Phoenix tekur við Óskarnum í kvöld. Vísir/getty Leikarinn Joaquin Phoenix, sem hreppti í nótt Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, lagði áherslu á dýravelferð og vitnaði í textabrot eftir bróður sinn heitinn í þakkarræðu sinni. Phoenix hefur sópað að sér verðlaunum á hinum ýmsu verðlaunahátíðum síðustu misseri fyrir leik sinn í Joker, þar sem hann fer með titilhlutverkið. Phoenix hefur einmitt ítrekað notað tækifærið og vakið athygli á málstað sem honum er umhugað um í þakkarræðum sínum. Á BAFTA-verðlaununum lagið Phoenix til að mynda áherslu á kynþáttafordóma og einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Sjá einnig: Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Engin undantekning var þar á í nótt en Phoenix kom aftur inn á kynþáttafordóma, sem og kvenhatur í kvikmyndabransanum, auk þess sem honum var tíðrætt um ný tækifæri. „En ég held að stærsta gjöfin sem þau [forréttindi] hafa gefið mér, og mörgum okkar inni í þessu herbergi, sé tækifæri til að tala máli hinna raddlausu. Ég hef verið að hugsa mjög um sum af alvarlegustu málunum sem við tökumst nú á við í sameiningu,“ sagði Phoenix. „Ég held að við höfum misst sambandið við hinn náttúrulega heim. […] Við förum út í hinn náttúrulega heim og við förum ránshendi um auðlendir hans. Okkur finnst við eiga rétt á því að sæða kú og þegar hún ber þá rænum við af henni barninu, jafnvel þótt örvæntinaróp hennar séu óyggjandi. Og svo tökum við mjólk hennar, sem ætluð er kálfi hennar, og setjum hana í kaffið okkar og morgunkornið. Ég held að við óttumst hugmyndina um breytingar vegna þess að við höldum að við þurfum að færa fórnir þeim til handa. En mannskepnan er, upp á sitt besta, svo hugvitssöm, skapandi og snjöll.“ Þá sagðist Phoenix uppfullur þakklætis og í lok ræðunnar mátti heyra rödd hans bresta þegar hann fór með textabrot úr smiðju bróður síns heitins, River Phoenix. Hann lést árið 1993, 23 ára að aldri, úr of stórum skammti eiturlyfja. „Hann var sautján ára, bróðir minn, þegar hann samdi þetta textabrot. Hann sagði: „Hlauptu til bjargar með ást og friður mun fylgja“.“ Ræðu Phoenix má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Joaquin Phoenix vinnur Óskar Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira
Leikarinn Joaquin Phoenix, sem hreppti í nótt Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, lagði áherslu á dýravelferð og vitnaði í textabrot eftir bróður sinn heitinn í þakkarræðu sinni. Phoenix hefur sópað að sér verðlaunum á hinum ýmsu verðlaunahátíðum síðustu misseri fyrir leik sinn í Joker, þar sem hann fer með titilhlutverkið. Phoenix hefur einmitt ítrekað notað tækifærið og vakið athygli á málstað sem honum er umhugað um í þakkarræðum sínum. Á BAFTA-verðlaununum lagið Phoenix til að mynda áherslu á kynþáttafordóma og einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Sjá einnig: Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Engin undantekning var þar á í nótt en Phoenix kom aftur inn á kynþáttafordóma, sem og kvenhatur í kvikmyndabransanum, auk þess sem honum var tíðrætt um ný tækifæri. „En ég held að stærsta gjöfin sem þau [forréttindi] hafa gefið mér, og mörgum okkar inni í þessu herbergi, sé tækifæri til að tala máli hinna raddlausu. Ég hef verið að hugsa mjög um sum af alvarlegustu málunum sem við tökumst nú á við í sameiningu,“ sagði Phoenix. „Ég held að við höfum misst sambandið við hinn náttúrulega heim. […] Við förum út í hinn náttúrulega heim og við förum ránshendi um auðlendir hans. Okkur finnst við eiga rétt á því að sæða kú og þegar hún ber þá rænum við af henni barninu, jafnvel þótt örvæntinaróp hennar séu óyggjandi. Og svo tökum við mjólk hennar, sem ætluð er kálfi hennar, og setjum hana í kaffið okkar og morgunkornið. Ég held að við óttumst hugmyndina um breytingar vegna þess að við höldum að við þurfum að færa fórnir þeim til handa. En mannskepnan er, upp á sitt besta, svo hugvitssöm, skapandi og snjöll.“ Þá sagðist Phoenix uppfullur þakklætis og í lok ræðunnar mátti heyra rödd hans bresta þegar hann fór með textabrot úr smiðju bróður síns heitins, River Phoenix. Hann lést árið 1993, 23 ára að aldri, úr of stórum skammti eiturlyfja. „Hann var sautján ára, bróðir minn, þegar hann samdi þetta textabrot. Hann sagði: „Hlauptu til bjargar með ást og friður mun fylgja“.“ Ræðu Phoenix má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Joaquin Phoenix vinnur Óskar
Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira