Sjáðu mörkin er Breiðablik valtaði yfir ÍA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2020 22:00 Blikar skoruðu sjö gegn ÍA í kvöld. Vísir/Bára Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í kvöld. Breiðablik kjöldró ÍA í Kópavoginum, lokatölur 7-1. Mörkin úr leiknum má finna hér að neðan. Þá voru einkar óvænt úrslit í leik Stjörnunnar og Vals. Tveir leikir fóru fram í 1. riðli A-deildar Lengjubikars karla. Skagamenn áttu aldrei roð í Breiðablik en leikið var á Kópavogsvelli. Bæði liðin leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma skoruðu Blikar þrívegis áður en flautað var til hálfleiks. Gísli Eyjólfsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Í síðari hálfleik minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn fyrir ÍA áður en Blikar tóku aftur öll völd á vellinum. Davíð Ingvarsson kom heimamönnum í 4-1 á 71. mínútu. Svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka bættu Blikar við þremur mörkum. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö og Mikkelsen bætti við sínu öðru marki. Lokatölur 7-1 og blikar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki með markatöluna 13-3. Í hefur á sama tíma unnið aðeins einn leik. Þá vann Leiknir Reykjavík 2-1 sigur á Aftureldingu en bæði lið leika í 1. deild. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir á 10. mínútut og þannig var staðan þangað til Jason Daði Svanþórsson jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Shkelzen Veseli skoraði hins vegar fyrir Leikni á 87. mínútu og tryggði þeim þar með sinn fyrsta sigur í mótinu. Í 2. riðli A-deildar unnu bikarmeistarar Víkings sannfærandi sigur á Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin um miðbik fyrri hálfleiks en Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, lét reka sig út af þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 2-0 og Víkingar búnir að vinna alla þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark. Þá vann Stjarnan mjög óvæntan 1-0 sigur á Val í A-deild Lengjubikars kvenna þökk sé marki Helgu Guðrúarn Kristinsdóttur . Markið kom í síðari hálfleik en Valur brenndi af víti í þeim fyrri. Íslandsmeistarar Vals hafa nú tapað tveimur af þremur leikjum sínum en þetta var fyrsti sigur Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr Breiðablik-ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í kvöld. Breiðablik kjöldró ÍA í Kópavoginum, lokatölur 7-1. Mörkin úr leiknum má finna hér að neðan. Þá voru einkar óvænt úrslit í leik Stjörnunnar og Vals. Tveir leikir fóru fram í 1. riðli A-deildar Lengjubikars karla. Skagamenn áttu aldrei roð í Breiðablik en leikið var á Kópavogsvelli. Bæði liðin leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma skoruðu Blikar þrívegis áður en flautað var til hálfleiks. Gísli Eyjólfsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Í síðari hálfleik minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn fyrir ÍA áður en Blikar tóku aftur öll völd á vellinum. Davíð Ingvarsson kom heimamönnum í 4-1 á 71. mínútu. Svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka bættu Blikar við þremur mörkum. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö og Mikkelsen bætti við sínu öðru marki. Lokatölur 7-1 og blikar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki með markatöluna 13-3. Í hefur á sama tíma unnið aðeins einn leik. Þá vann Leiknir Reykjavík 2-1 sigur á Aftureldingu en bæði lið leika í 1. deild. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir á 10. mínútut og þannig var staðan þangað til Jason Daði Svanþórsson jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Shkelzen Veseli skoraði hins vegar fyrir Leikni á 87. mínútu og tryggði þeim þar með sinn fyrsta sigur í mótinu. Í 2. riðli A-deildar unnu bikarmeistarar Víkings sannfærandi sigur á Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin um miðbik fyrri hálfleiks en Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, lét reka sig út af þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 2-0 og Víkingar búnir að vinna alla þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark. Þá vann Stjarnan mjög óvæntan 1-0 sigur á Val í A-deild Lengjubikars kvenna þökk sé marki Helgu Guðrúarn Kristinsdóttur . Markið kom í síðari hálfleik en Valur brenndi af víti í þeim fyrri. Íslandsmeistarar Vals hafa nú tapað tveimur af þremur leikjum sínum en þetta var fyrsti sigur Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr Breiðablik-ÍA
Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira