Liverpool gæti misst af titlinum ef tímabilið verður flautað af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 14:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er svo gott sem búinn að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann gæti samt sem áður horft upp á sína verstu martröð verði mótið flautað af vegna kórónuveirunnar. Getty/Visionhaus Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á titilinn vísan nema kannski ef kórónuveiran heldur áfram að breiðast út um heiminn. Blaðamaður Telegraph forvitnaðist um það hvað myndi gerast ef enska úrvalsdeildin yrði að flauta tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Ítalíu þar sem leikjum hefur verið frestað og margir leikir um helgina fara fram fyrir luktum dyrum. There is no guarantee Liverpool would be crowned Premier League champions if the season was curtailed by coronavirus | @ben_rumsby reportshttps://t.co/Lu7gvYcZ79— Telegraph Football (@TeleFootball) February 28, 2020 Blaðamaður Telegraph komst að því að það er ekkert til um það í reglugerðinni hvað yrði gert með enska meistaratitilinn ef þarf að aflýsa síðustu umferðum tímabilsins vegna faraldursins. Það er því ekkert öruggt að það lið sem á toppnum á þeim tíma fá titilinn afhentan eða verði titlað enskur meistari 2019-2020. Það eru ennþá engin áhrif frá kórónuveirunni á ensku úrvalsdeildina en miðað við það hversu hratt hún breiðist um Asíu og Evrópu er von á því að það geti breyst snögglega. Newcastle hefur sem dæmi ráðlagt leikmönnum sínum að heilsa ekki hvorum öðrum á æfingum liðsins. Knattspyrnusamband Evrópu hefur einnig áhyggjur af Evrópumótinu í sumar og það gæti líka margt breyst til hins verra áður en kemur að umspilsleiknum á Laugardalsvellinum eftir 27 daga. Liverpool 'could miss out on title' if coronavirus cuts short Premier League season' https://t.co/4CqJOsYJ7ppic.twitter.com/WMfWDZsUh1— Mirror Football (@MirrorFootball) February 28, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í kórónuveiruna á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Watford. „Við tökum þessu mjög alvarlega en við getum ekki forðast neitt. Þetta er ekki fótboltavandmál heldur samfélagsvandamál. Vonandi finnur gáfaða fólkið réttu leiðina og réttu svörin,“ sagði Jürgen Klopp. „Það hefur ekki verið sagt við okkur að við getum ekki spilað leikina og það munum við gera. Við tökum þessu af fyllstu alvöru en við erum ekki að missa okkur af áhyggjum. Það hefur enginn bannað okkur að taka í hendur mótherjanna en við ætlum ekki að þvingað okkar leikmenn til þess. Við getum ekki gert meira en að mæta á staðinn og spila,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á titilinn vísan nema kannski ef kórónuveiran heldur áfram að breiðast út um heiminn. Blaðamaður Telegraph forvitnaðist um það hvað myndi gerast ef enska úrvalsdeildin yrði að flauta tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Ítalíu þar sem leikjum hefur verið frestað og margir leikir um helgina fara fram fyrir luktum dyrum. There is no guarantee Liverpool would be crowned Premier League champions if the season was curtailed by coronavirus | @ben_rumsby reportshttps://t.co/Lu7gvYcZ79— Telegraph Football (@TeleFootball) February 28, 2020 Blaðamaður Telegraph komst að því að það er ekkert til um það í reglugerðinni hvað yrði gert með enska meistaratitilinn ef þarf að aflýsa síðustu umferðum tímabilsins vegna faraldursins. Það er því ekkert öruggt að það lið sem á toppnum á þeim tíma fá titilinn afhentan eða verði titlað enskur meistari 2019-2020. Það eru ennþá engin áhrif frá kórónuveirunni á ensku úrvalsdeildina en miðað við það hversu hratt hún breiðist um Asíu og Evrópu er von á því að það geti breyst snögglega. Newcastle hefur sem dæmi ráðlagt leikmönnum sínum að heilsa ekki hvorum öðrum á æfingum liðsins. Knattspyrnusamband Evrópu hefur einnig áhyggjur af Evrópumótinu í sumar og það gæti líka margt breyst til hins verra áður en kemur að umspilsleiknum á Laugardalsvellinum eftir 27 daga. Liverpool 'could miss out on title' if coronavirus cuts short Premier League season' https://t.co/4CqJOsYJ7ppic.twitter.com/WMfWDZsUh1— Mirror Football (@MirrorFootball) February 28, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í kórónuveiruna á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Watford. „Við tökum þessu mjög alvarlega en við getum ekki forðast neitt. Þetta er ekki fótboltavandmál heldur samfélagsvandamál. Vonandi finnur gáfaða fólkið réttu leiðina og réttu svörin,“ sagði Jürgen Klopp. „Það hefur ekki verið sagt við okkur að við getum ekki spilað leikina og það munum við gera. Við tökum þessu af fyllstu alvöru en við erum ekki að missa okkur af áhyggjum. Það hefur enginn bannað okkur að taka í hendur mótherjanna en við ætlum ekki að þvingað okkar leikmenn til þess. Við getum ekki gert meira en að mæta á staðinn og spila,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira