Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 11:57 Hótelgestir og starfsfók á Costa Adeje Palace hafa verið í sóttkví frá því að kórónuveirusmit greindist á hótelgesti. getty/picture alliance Að minnsta kosti hluti Íslendinganna sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Þau munu fara beint í heimasóttkví samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á rannsóknarstofu spítalans. Hið minnsta eitt hundruð og þrjátíu hótelgestum sem hafa verið í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið hleypt heim. Á hótelinu hafa verið tíu Íslendingar og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hið minnsta tveimur þeirra verið tilkynnt að þeir fái að fara heim á sunnudag. Fólkið átti flug til Íslands í dag á vegum Vita en fékk því frestað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fólkið farið að gefnum fyrirmælum og haldið sig inni á herbergi frá því að smitið kom upp og hótelið var sett í sóttkví. Allir gestir fengu hitamæla og fyrirmæli um að mæla sig tvisvar á dag. Reyndist einhver með hita var tekið sýni. Fjórir hótelgestir hafa greinst með veiruna. Ítalski læknirinn og eiginkona hans auk tveggja annara, sem hafa tengsl við hjónin. Fleiri tilfelli kórónuveirunnar greindust á Norðurlöndunum í gær. Fimm ný í Svíþjóð og þrjú ný í Noregi. Allir höfðu nýverið ferðast til staða þar sem vitað er til að smit hafi greinst. Smitin eru því alls sjö í Svíþjóð, fjögur í Noregi og eitt í Danmörku. Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Fólkið sem hefur verið að greinast á Norðurlöndum hefur ferðast til áhættusvæða.vísir/getty Greining tekur 3-4 klukkustundir Greint var frá því í gær að fimm manns væru í sóttkví á Ísafirði og tveir í einangrun en henni er beitt ef einstalingur sýnir einkenni sjúkdóms. Einangruninnni var aflétt í gær þar sem sýni reyndust neikvæð. Í gær höfðu sýni verið tekin hjá hátt í fimmtíu manns. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans, segir niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir innan þriggja til fjögurra klukkustunda eftir að sýni er tekið til greiningar. „Rannsóknarstofan sem vinnur þessi sýni vinnur þau frá átta á morgunan til átta á kvöldin og getur keyrt þau þrisvar sinnum út yfir þann tíma," segir Ólafur. Hann segir ferlið tæknilega flókið og mikla handavinnu á bak við greininguna. Mikið álag hefur verið á rannsóknarstofunni undanfarið. „Það er náttúrulega faraldur af minnta kosti fjórum öndunarfæraveirum í gangi og þetta bætist ofan á það," segir Ólafur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Að minnsta kosti hluti Íslendinganna sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Þau munu fara beint í heimasóttkví samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á rannsóknarstofu spítalans. Hið minnsta eitt hundruð og þrjátíu hótelgestum sem hafa verið í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið hleypt heim. Á hótelinu hafa verið tíu Íslendingar og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hið minnsta tveimur þeirra verið tilkynnt að þeir fái að fara heim á sunnudag. Fólkið átti flug til Íslands í dag á vegum Vita en fékk því frestað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fólkið farið að gefnum fyrirmælum og haldið sig inni á herbergi frá því að smitið kom upp og hótelið var sett í sóttkví. Allir gestir fengu hitamæla og fyrirmæli um að mæla sig tvisvar á dag. Reyndist einhver með hita var tekið sýni. Fjórir hótelgestir hafa greinst með veiruna. Ítalski læknirinn og eiginkona hans auk tveggja annara, sem hafa tengsl við hjónin. Fleiri tilfelli kórónuveirunnar greindust á Norðurlöndunum í gær. Fimm ný í Svíþjóð og þrjú ný í Noregi. Allir höfðu nýverið ferðast til staða þar sem vitað er til að smit hafi greinst. Smitin eru því alls sjö í Svíþjóð, fjögur í Noregi og eitt í Danmörku. Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Fólkið sem hefur verið að greinast á Norðurlöndum hefur ferðast til áhættusvæða.vísir/getty Greining tekur 3-4 klukkustundir Greint var frá því í gær að fimm manns væru í sóttkví á Ísafirði og tveir í einangrun en henni er beitt ef einstalingur sýnir einkenni sjúkdóms. Einangruninnni var aflétt í gær þar sem sýni reyndust neikvæð. Í gær höfðu sýni verið tekin hjá hátt í fimmtíu manns. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans, segir niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir innan þriggja til fjögurra klukkustunda eftir að sýni er tekið til greiningar. „Rannsóknarstofan sem vinnur þessi sýni vinnur þau frá átta á morgunan til átta á kvöldin og getur keyrt þau þrisvar sinnum út yfir þann tíma," segir Ólafur. Hann segir ferlið tæknilega flókið og mikla handavinnu á bak við greininguna. Mikið álag hefur verið á rannsóknarstofunni undanfarið. „Það er náttúrulega faraldur af minnta kosti fjórum öndunarfæraveirum í gangi og þetta bætist ofan á það," segir Ólafur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira