Enski boltinn

Guar­diola fékk sér tapas á meðan leik­menn City æfðu á heima­velli At­letico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola líflegur í leiknum á miðvikudagskvöldið.
Guardiola líflegur í leiknum á miðvikudagskvöldið. vísir/getty

Manchester City vann frábæran 2-1 sigur á Real Madrid á miðvikudagskvöldið er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni.

Isco kom Real Madrid yfir eftir klukkutímaleik en Gabirl Jesus jafnaði metin er tólf mínútur voru til leiksloka. Kevin De Bruyne skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok.

Ekki skánaði ástandið hjá City er Sergio Ramos fékk beint rautt spjald á 86. mínútu og verður þar af leiðandi ekki með í síðari leiknum í Manchester um miðjan mars.

Klippa: Mörkin úr Real Madrid - Man. City





Daginn eftir leikinn æfðu leikmenn City á Wanda Metropolitano, heimavelli Atletico Madrid, en þar var enginn Pep Guardiola sjáanlegur. Hann skellti sér út að borða með nokkrum úr teyminu.

Guardiola ásamt Manuel Estiarte aðstoðarmanni sínum, Txiki Begiristrain yfirmanni knattspyrnumála og City-goðsögninni Mike Summerbee skelltu sér út að borða og gerðu sér glaðan dag.

Það er nóg um að vera hjá City þessa daganna en á sunnudaginn spilar liðið við Aston Villa í úrslitaleik enska deildarbikarins. Leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×