Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 07:36 Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri. Þjóðleikhúsið Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin, að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Þar segir að Þorleifur muni jafnframt vinna með Þjóðleikhúsinu að því að efla alþjóðlegt samstarf leikhússins og veita leikhúsinu listræna ráðgjöf á tímabilinu. Þorleifur hefur getið sér gott orð sem leikstjóri í Evrópu á síðustu árum og starfar í leikhúsum víða um Evrópu. Nú gegnir hann stöðu yfirmanns leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín, einu virtasta leikhúsi Þýskalands. Hann var nýlega útnefndur leikstjóri ársins í Þýskalandi. Á undanförnum árum hefur hann sett upp verðlaunasýningar hérlendis, til að mynda Engla alheimsins, Njálu og Guð blessi Ísland. Þorleifur mun halda áfram að leikstýra við erlend leikhús samhliða því sem hann leikstýrir fyrir Þjóðleikhúsið, að því er segir í tilkynningu. Fyrsta frumsýning hans verður strax á næsta leikári, ný gerð Þorleifs af Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. Þorleifur mun ekki vinna við önnur leikhús hérlendis. Haft er eftir Þorleifi í tilkynningu að það sé honum mikið gleðiefni að snúa aftur til starfa við Þjóðleikhúsið. „Það eru afskaplega spennandi hlutir að gerast í Þjóðleikhúsinu og leikhúsið stendur á skapandi tímamótum. Ég hlakka til að vinna með þeim öfluga hópi sem þar mun starfa á næstu árum. Ég mun nýta reynslu mína og tengsl til þess að opna á alþjóðlegt samtal og samstarf.“ Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri segir jafnframt í tilkynningu að það sé mikill fengur af því fyrir leikhúsið að fá Þorleif til liðs við það. Töluverðar breytingar hafa orðið á starfsliði Þjóðleikhússins frá því að Magnús Geir tók við starfi þjóðleikhússtjóra um áramótin. Í síðustu viku var tilkynnt um að fimm listrænir stjórnendur, sem allir hafa starfað við Borgarleikhúsið undanfarin ár, hefðu gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Um er að ræða þau Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, listrænan ráðunaut og staðgengil leikhússtjóra, Ólaf Egil Egilsson, fastráðinn leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur, fastráðinn leikmyndahönnuð, Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuð og Unni Ösp Stefánsdóttur, sem vinna mun jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri á komandi árum. Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Tekur við af Kristínu Eysteinsdóttur sem óskað hefur eftir því að hætta. 14. febrúar 2020 15:28 Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. 20. febrúar 2020 16:02 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin, að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Þar segir að Þorleifur muni jafnframt vinna með Þjóðleikhúsinu að því að efla alþjóðlegt samstarf leikhússins og veita leikhúsinu listræna ráðgjöf á tímabilinu. Þorleifur hefur getið sér gott orð sem leikstjóri í Evrópu á síðustu árum og starfar í leikhúsum víða um Evrópu. Nú gegnir hann stöðu yfirmanns leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín, einu virtasta leikhúsi Þýskalands. Hann var nýlega útnefndur leikstjóri ársins í Þýskalandi. Á undanförnum árum hefur hann sett upp verðlaunasýningar hérlendis, til að mynda Engla alheimsins, Njálu og Guð blessi Ísland. Þorleifur mun halda áfram að leikstýra við erlend leikhús samhliða því sem hann leikstýrir fyrir Þjóðleikhúsið, að því er segir í tilkynningu. Fyrsta frumsýning hans verður strax á næsta leikári, ný gerð Þorleifs af Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. Þorleifur mun ekki vinna við önnur leikhús hérlendis. Haft er eftir Þorleifi í tilkynningu að það sé honum mikið gleðiefni að snúa aftur til starfa við Þjóðleikhúsið. „Það eru afskaplega spennandi hlutir að gerast í Þjóðleikhúsinu og leikhúsið stendur á skapandi tímamótum. Ég hlakka til að vinna með þeim öfluga hópi sem þar mun starfa á næstu árum. Ég mun nýta reynslu mína og tengsl til þess að opna á alþjóðlegt samtal og samstarf.“ Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri segir jafnframt í tilkynningu að það sé mikill fengur af því fyrir leikhúsið að fá Þorleif til liðs við það. Töluverðar breytingar hafa orðið á starfsliði Þjóðleikhússins frá því að Magnús Geir tók við starfi þjóðleikhússtjóra um áramótin. Í síðustu viku var tilkynnt um að fimm listrænir stjórnendur, sem allir hafa starfað við Borgarleikhúsið undanfarin ár, hefðu gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Um er að ræða þau Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, listrænan ráðunaut og staðgengil leikhússtjóra, Ólaf Egil Egilsson, fastráðinn leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur, fastráðinn leikmyndahönnuð, Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuð og Unni Ösp Stefánsdóttur, sem vinna mun jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri á komandi árum.
Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Tekur við af Kristínu Eysteinsdóttur sem óskað hefur eftir því að hætta. 14. febrúar 2020 15:28 Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. 20. febrúar 2020 16:02 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Tekur við af Kristínu Eysteinsdóttur sem óskað hefur eftir því að hætta. 14. febrúar 2020 15:28
Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32
Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. 20. febrúar 2020 16:02