Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 07:44 Duncan Laurence flytur sigurlagið í Eurovision á sviðinu í Tel Aviv í Ísrael í maí í fyrra. Vísir/getty Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. Þegar hefur þurft að aflýsa viðburði á vegum Eurovision vegna veirunnar á Ítalíu. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19 um allan heim. Veiran breiðist nú hratt um Evrópu en á síðustu dögum hafa komið upp smit í Króatíu, Austurríki og Sviss. Smitin eru rakin til Ítalíu, þar sem nokkur hundruð eru smitaðir og heilu bæirnir hafa verið settir í sóttkví. Fylgjast náið með þróun mála Eurovision verður haldin í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. EBU segir í svari við fyrirspurn Vísis að sambandið fylgist náið með þróun mála er varða veiruna. Gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og heilbrigðisyfirvöldum í viðeigandi löndum. Þá var ákveðið í samráði við yfirvöld á Ítalíu að fresta Dögum stafrænnar fjölmiðlunar (e. Digital Media Days), viðburði á vegum Eurovision sem fara átti fram dagana 12. og 13. mars í Mílanó. Veiran hefur breiðst afar hratt út í landinu, líkt og áður segir, og hafa „Við munum halda áfram að fylgjast með þróun mála annars staðar í Evrópu. Hvað sem því líður er ekki tímabært að við tjáum okkur um aðrar mögulegar sviðsmyndir.“ Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Fresta hefur þurft skipulögðum mannamótum og stórum viðburðum víða í heiminum vegna kórónuveirunnar. Þannig hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft að fresta leikjum í ítölsku deildinni og halda kappleiki fyrir luktum dyrum. Þá hafa verið vangaveltur uppi um hvort fresta þurfi Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í sumar. Heilbrigðisráðherra Japans sagði á blaðamannafundi í gær að ekki væri tímabært að velta því upp hvort aflýsa ætti leikunum. Stefna stjórnvalda væri að gera ráðstafanir vegna veirunnar strax. Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Ítalía Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. Þegar hefur þurft að aflýsa viðburði á vegum Eurovision vegna veirunnar á Ítalíu. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19 um allan heim. Veiran breiðist nú hratt um Evrópu en á síðustu dögum hafa komið upp smit í Króatíu, Austurríki og Sviss. Smitin eru rakin til Ítalíu, þar sem nokkur hundruð eru smitaðir og heilu bæirnir hafa verið settir í sóttkví. Fylgjast náið með þróun mála Eurovision verður haldin í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. EBU segir í svari við fyrirspurn Vísis að sambandið fylgist náið með þróun mála er varða veiruna. Gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og heilbrigðisyfirvöldum í viðeigandi löndum. Þá var ákveðið í samráði við yfirvöld á Ítalíu að fresta Dögum stafrænnar fjölmiðlunar (e. Digital Media Days), viðburði á vegum Eurovision sem fara átti fram dagana 12. og 13. mars í Mílanó. Veiran hefur breiðst afar hratt út í landinu, líkt og áður segir, og hafa „Við munum halda áfram að fylgjast með þróun mála annars staðar í Evrópu. Hvað sem því líður er ekki tímabært að við tjáum okkur um aðrar mögulegar sviðsmyndir.“ Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Fresta hefur þurft skipulögðum mannamótum og stórum viðburðum víða í heiminum vegna kórónuveirunnar. Þannig hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft að fresta leikjum í ítölsku deildinni og halda kappleiki fyrir luktum dyrum. Þá hafa verið vangaveltur uppi um hvort fresta þurfi Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í sumar. Heilbrigðisráðherra Japans sagði á blaðamannafundi í gær að ekki væri tímabært að velta því upp hvort aflýsa ætti leikunum. Stefna stjórnvalda væri að gera ráðstafanir vegna veirunnar strax. Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Ítalía Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45