Griezmann bjargaði Börsungum gegn Napoli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2020 22:00 Mertens skoraði frábært mark áður en hann fór meiddur af velli. vísir/getty Leikur tveggja hálfleikja á vel við um leik kvöldsins en heimamenn í Napoli voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en Antoine Griezmann bjargaði jafntefli fyrir gestina með laglegu marki í síðari hálfleik. Það var ljóst frá upphafi leiks að Napoli ætluðu sér ekki að ögra Barcelona með neinni pressu. Lágu þeir með nánast allt liðið niðri á vítateig í leikkerfi sem á meira skylt við leikstíl íslenska landsliðsins heldur en liðs sem hefur verið þekkt fyrir skemmtilegan sóknarleik á undanförnum árum. Segja má að leikkerfið hafi virkað fullkomlega í fyrri hálfleik en Lionel Messi fékk lítið sem ekkert pláss til að athafna sig og tókst gestunum frá Barcelona varla að skapa sér færi. Napoli fékk vissulega ekki mörg færi en eitt slíkt kom þó þegar hálftími var liðinn. Piotr Zielinski vann þá knöttinn af Junior Firpo með góðri pressu og óð upp að vítateig Börsunga, gaf hann knöttinn þvert fyrir markið út í teiginn þar sem Dries Mertens tók við honum og smellti honum innanfótar upp í hægra hornið. Óverjandi fyrir Marc-Andre ter Stegen og staðan orðin 1-0 fyrir Napoli. Mertens þar með búinn að jafna Marek Hamsik sem markahæsti leikmaður Napoli. Var það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 fyrir heimamönnum í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik breyttist leikurinn tölvuert. Strax í upphafi síðari hálfleiks fékk Sergio Busquets gult spjald fyrir fólskulegt brot á Mertens. Þurfti Belginn að yfirgefa völlinn skömmu síðar á meðan Busquets spilaði stóran þátt í jöfnunarmarki gestanna á 57. mínútu. Hann átti þá frábæra sendingu á Nelson Semedo sem lagði knöttinn fyrir markið á Antoine Griezmann sem setti knöttinn laglega í markið af stuttu færi. Frakkinn hafði ekki sést í leiknum en leikmenn í hans gæðaflokki þurfa ekki mörg tækifæri. Fleiri urðu mörkin ekki en hinn blóðheiti Arturo Vidal lét hins vegar reka sig út af undir lok leiks. Fékk hann þá tvö gul á sömu mínútunni eftir mikinn hamagang. Alls fengu leikmenn Barcelona fimm gul spjöld í kvöld, Vidal þar á meðal tvö. Heimamenn fengu hins vegar aðeins tvö spjöld. Lokatölur á San Paolo því 1-1 og ljóst að Napoli á erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Bayern pakkaði Chelsea saman á Brúnni | Gnabry óstöðvandi í London Chelsea eru svo gott sem dottnir út úr Meistaradeild Evrópu eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Bayern München. Þýska liðið var einfaldlega mun sterkari aðilinn á Brúnni í kvöld. 25. febrúar 2020 21:45
Leikur tveggja hálfleikja á vel við um leik kvöldsins en heimamenn í Napoli voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en Antoine Griezmann bjargaði jafntefli fyrir gestina með laglegu marki í síðari hálfleik. Það var ljóst frá upphafi leiks að Napoli ætluðu sér ekki að ögra Barcelona með neinni pressu. Lágu þeir með nánast allt liðið niðri á vítateig í leikkerfi sem á meira skylt við leikstíl íslenska landsliðsins heldur en liðs sem hefur verið þekkt fyrir skemmtilegan sóknarleik á undanförnum árum. Segja má að leikkerfið hafi virkað fullkomlega í fyrri hálfleik en Lionel Messi fékk lítið sem ekkert pláss til að athafna sig og tókst gestunum frá Barcelona varla að skapa sér færi. Napoli fékk vissulega ekki mörg færi en eitt slíkt kom þó þegar hálftími var liðinn. Piotr Zielinski vann þá knöttinn af Junior Firpo með góðri pressu og óð upp að vítateig Börsunga, gaf hann knöttinn þvert fyrir markið út í teiginn þar sem Dries Mertens tók við honum og smellti honum innanfótar upp í hægra hornið. Óverjandi fyrir Marc-Andre ter Stegen og staðan orðin 1-0 fyrir Napoli. Mertens þar með búinn að jafna Marek Hamsik sem markahæsti leikmaður Napoli. Var það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 fyrir heimamönnum í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik breyttist leikurinn tölvuert. Strax í upphafi síðari hálfleiks fékk Sergio Busquets gult spjald fyrir fólskulegt brot á Mertens. Þurfti Belginn að yfirgefa völlinn skömmu síðar á meðan Busquets spilaði stóran þátt í jöfnunarmarki gestanna á 57. mínútu. Hann átti þá frábæra sendingu á Nelson Semedo sem lagði knöttinn fyrir markið á Antoine Griezmann sem setti knöttinn laglega í markið af stuttu færi. Frakkinn hafði ekki sést í leiknum en leikmenn í hans gæðaflokki þurfa ekki mörg tækifæri. Fleiri urðu mörkin ekki en hinn blóðheiti Arturo Vidal lét hins vegar reka sig út af undir lok leiks. Fékk hann þá tvö gul á sömu mínútunni eftir mikinn hamagang. Alls fengu leikmenn Barcelona fimm gul spjöld í kvöld, Vidal þar á meðal tvö. Heimamenn fengu hins vegar aðeins tvö spjöld. Lokatölur á San Paolo því 1-1 og ljóst að Napoli á erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Bayern pakkaði Chelsea saman á Brúnni | Gnabry óstöðvandi í London Chelsea eru svo gott sem dottnir út úr Meistaradeild Evrópu eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Bayern München. Þýska liðið var einfaldlega mun sterkari aðilinn á Brúnni í kvöld. 25. febrúar 2020 21:45
Bayern pakkaði Chelsea saman á Brúnni | Gnabry óstöðvandi í London Chelsea eru svo gott sem dottnir út úr Meistaradeild Evrópu eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Bayern München. Þýska liðið var einfaldlega mun sterkari aðilinn á Brúnni í kvöld. 25. febrúar 2020 21:45
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“