Solskjær: Fernandes blanda af Scholes og Veron Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 20:00 Bruno Fernandes skorar sitt fyrsta mark fyrir Manchester United. vísir/getty „Hann er svolítil blanda af Scholes og Veron,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hæstánægður með hinn portúgalska Bruno Fernandes sem slegið hefur í gegn á fyrstu vikum sínum hjá enska félaginu. Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í dag, úr víti sem hann náði í sjálfur, og átti sinn þátt í hinum tveimur mörkunum í 3-0 sigri á Watford. United keypti þennan sóknarsinnnaða miðjumann fyrir 47 milljónir punda (sú upphæð getur hækkað í 67,6 milljónir punda) frá Sporting Lissabon í janúar. „Miðað við markaðinn í dag þá held ég að við höfum gert góð kaup. Hann hefur komið inn og staðið sig mjög vel, gefið öllum aukakraft og þannig gert meira en að vera bara nýr leikmaður. Hann hefur líka gert eitthvað fyrir áhorfendurna. Maður sér að stuðningsmennirnir eru vanir svona persónuleika, hugarfari og hæfileikum. Þetta er það sem stuðningsmenn hafa séð hjá mörgum United-leikmönnum í gegnum tíðina,“ sagði Solskjær eftir leikinn í dag. „Frá fyrsta degi, frá fyrstu mínútu, hefur hann skapað sér sess í hópnum, heimtandi boltann á sinni fyrstu æfingu. Sumir leikmenn þurfa tíma til að komast inn í hlutina en hann var fullur sjálfstrausts frá upphafi,“ sagði Solskjær, og líkti Fernandes svo við tvo fyrrverandi leikmenn United: „Hann er svolítil blanda af [Paul] Scholes og [Juan Sebastian] Veron, í rauninni. Hann er með skapgerð Verons og marga af hæfileikum hans og Scholes. Hann hefur staðið sig stórkostlega. Hann hefur sýnt hvaða persónuleika hann hefur, að hann er Manchester United-maður sem vill stíga út á Old Trafford, stöðugt vera að fá boltann, vill stjórna ferðinni og hjálpa liðsfélögum sínum. Það var frábært hvernig hann afgreiddi vítaspyrnuna,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Tengdar fréttir Glæsimörk í öruggum sigri United Bruno Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið sigraði Watford á heimavelli. 23. febrúar 2020 15:45 Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. 31. janúar 2020 09:00 Tók Bruno Fernandes einn leik að komast í lið umferðarinnar hjá BBC Bruno Fernandes lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um helgina eftir að hafa gengið í raðir liðsins í síðustu viku frá Sporting Lisbon. 3. febrúar 2020 12:30 Ronaldo og Nani gefa Fernandes sín bestu meðmæli Gamlar United-hetjur eru hrifnar af nýjasta leikmanni liðsins. 31. janúar 2020 12:30 Bruno Fernandes orðinn leikmaður United Manchester United hefur staðfest félagaskipti Brunos Fernandes. 30. janúar 2020 17:03 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
„Hann er svolítil blanda af Scholes og Veron,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hæstánægður með hinn portúgalska Bruno Fernandes sem slegið hefur í gegn á fyrstu vikum sínum hjá enska félaginu. Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í dag, úr víti sem hann náði í sjálfur, og átti sinn þátt í hinum tveimur mörkunum í 3-0 sigri á Watford. United keypti þennan sóknarsinnnaða miðjumann fyrir 47 milljónir punda (sú upphæð getur hækkað í 67,6 milljónir punda) frá Sporting Lissabon í janúar. „Miðað við markaðinn í dag þá held ég að við höfum gert góð kaup. Hann hefur komið inn og staðið sig mjög vel, gefið öllum aukakraft og þannig gert meira en að vera bara nýr leikmaður. Hann hefur líka gert eitthvað fyrir áhorfendurna. Maður sér að stuðningsmennirnir eru vanir svona persónuleika, hugarfari og hæfileikum. Þetta er það sem stuðningsmenn hafa séð hjá mörgum United-leikmönnum í gegnum tíðina,“ sagði Solskjær eftir leikinn í dag. „Frá fyrsta degi, frá fyrstu mínútu, hefur hann skapað sér sess í hópnum, heimtandi boltann á sinni fyrstu æfingu. Sumir leikmenn þurfa tíma til að komast inn í hlutina en hann var fullur sjálfstrausts frá upphafi,“ sagði Solskjær, og líkti Fernandes svo við tvo fyrrverandi leikmenn United: „Hann er svolítil blanda af [Paul] Scholes og [Juan Sebastian] Veron, í rauninni. Hann er með skapgerð Verons og marga af hæfileikum hans og Scholes. Hann hefur staðið sig stórkostlega. Hann hefur sýnt hvaða persónuleika hann hefur, að hann er Manchester United-maður sem vill stíga út á Old Trafford, stöðugt vera að fá boltann, vill stjórna ferðinni og hjálpa liðsfélögum sínum. Það var frábært hvernig hann afgreiddi vítaspyrnuna,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Glæsimörk í öruggum sigri United Bruno Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið sigraði Watford á heimavelli. 23. febrúar 2020 15:45 Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. 31. janúar 2020 09:00 Tók Bruno Fernandes einn leik að komast í lið umferðarinnar hjá BBC Bruno Fernandes lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um helgina eftir að hafa gengið í raðir liðsins í síðustu viku frá Sporting Lisbon. 3. febrúar 2020 12:30 Ronaldo og Nani gefa Fernandes sín bestu meðmæli Gamlar United-hetjur eru hrifnar af nýjasta leikmanni liðsins. 31. janúar 2020 12:30 Bruno Fernandes orðinn leikmaður United Manchester United hefur staðfest félagaskipti Brunos Fernandes. 30. janúar 2020 17:03 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Glæsimörk í öruggum sigri United Bruno Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið sigraði Watford á heimavelli. 23. febrúar 2020 15:45
Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. 31. janúar 2020 09:00
Tók Bruno Fernandes einn leik að komast í lið umferðarinnar hjá BBC Bruno Fernandes lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um helgina eftir að hafa gengið í raðir liðsins í síðustu viku frá Sporting Lisbon. 3. febrúar 2020 12:30
Ronaldo og Nani gefa Fernandes sín bestu meðmæli Gamlar United-hetjur eru hrifnar af nýjasta leikmanni liðsins. 31. janúar 2020 12:30
Bruno Fernandes orðinn leikmaður United Manchester United hefur staðfest félagaskipti Brunos Fernandes. 30. janúar 2020 17:03