Segir að VAR gæti gengið af fótboltanum dauðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2020 11:24 Ekki eru allir sannfærðir um ágæti VAR. vísir/getty Myndbandsdómgæslan (VAR) kom mikið við sögu í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ákvarðanir VAR voru umdeildar og myndbandsdómarar báðust m.a. afsökunar á að hafa ekki rekið Tottenham-manninn Giovani Lo Celso af velli fyrir að traðka á Cesar Azpilcueta, fyrirliða Chelsea, í leik liðanna á Stamford Bridge. „Ég vil að þetta virki og geri leikinn betri en þetta var svo rangt,“ sagði Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir leikinn sem hans menn unnu, 2-1. „Starf dómara er svo erfitt og VAR átti að hjálpa þeim. Mér finnst ömurlegt að biðja um rautt spjald en þetta brot verðskuldaði það.“ Manchester City fékk vítaspyrnu í seinni hálfleik gegn Leicester City á King Power vellinum þegar Dennis Praet fékk boltann í höndina. Í fyrri hálfleiknum fékk Leicester ekki víti við svipaðar kringumstæður. City vann leikinn með einu marki gegn engu. „Við erum vonsviknir að hafa ekki fengið víti. Þetta var svo augljóst,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Manchester United og faðir Kaspers, markvarðar Leicester, gekk enn lengra í gagnrýni sinni á VAR. Daninn sagði að VAR gæti gengið af fótboltanum dauðum ef það væri ekki fjarlægt úr leiknum. Stór orð hjá stórum manni. VAR kom einnig við sögu í leik Burnley og Bournemouth. Í seinni hálfleik var mark dæmt af Bournemouth því í aðdraganda þess hafði Adam Smith, varnarmaður liðsins, handleikið boltann innan eigin vítateigs. Burnley fékk víti sem Jay Rodriguez skoraði úr. Burnley vann leikinn, 3-0, og komst upp í 8. sæti deildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Burnley upp í 8. sætið eftir fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum Burnley er eitt heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. 22. febrúar 2020 16:45 Myndbandsdómarar viðurkenna að Lo Celso hefði átt að fá rautt spjald Mistök voru gerð þegar Giovani Lo Celso slapp við refsingu fyrir að traðka á Cesar Azpilicueta. 22. febrúar 2020 15:17 Jesus skaut Man. City enn nær silfrinu Gabriel Jesus skoraði sigurmarkið þegar Manchester City vann Leicester 1-0 í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 22. febrúar 2020 19:15 Schmeichel sló pabba sínum við Kasper Schmeichel þarf að verða Englandsmeistari fjórum sinnum í viðbót til að jafna við Peter Schmeichel, föður sinn, en í gær tók hann fram úr þeim gamla að einu leyti. 23. febrúar 2020 09:00 Mourinho fór tómhentur af gamla heimavellinum Chelsea vann sanngjarnan sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
Myndbandsdómgæslan (VAR) kom mikið við sögu í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ákvarðanir VAR voru umdeildar og myndbandsdómarar báðust m.a. afsökunar á að hafa ekki rekið Tottenham-manninn Giovani Lo Celso af velli fyrir að traðka á Cesar Azpilcueta, fyrirliða Chelsea, í leik liðanna á Stamford Bridge. „Ég vil að þetta virki og geri leikinn betri en þetta var svo rangt,“ sagði Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir leikinn sem hans menn unnu, 2-1. „Starf dómara er svo erfitt og VAR átti að hjálpa þeim. Mér finnst ömurlegt að biðja um rautt spjald en þetta brot verðskuldaði það.“ Manchester City fékk vítaspyrnu í seinni hálfleik gegn Leicester City á King Power vellinum þegar Dennis Praet fékk boltann í höndina. Í fyrri hálfleiknum fékk Leicester ekki víti við svipaðar kringumstæður. City vann leikinn með einu marki gegn engu. „Við erum vonsviknir að hafa ekki fengið víti. Þetta var svo augljóst,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Manchester United og faðir Kaspers, markvarðar Leicester, gekk enn lengra í gagnrýni sinni á VAR. Daninn sagði að VAR gæti gengið af fótboltanum dauðum ef það væri ekki fjarlægt úr leiknum. Stór orð hjá stórum manni. VAR kom einnig við sögu í leik Burnley og Bournemouth. Í seinni hálfleik var mark dæmt af Bournemouth því í aðdraganda þess hafði Adam Smith, varnarmaður liðsins, handleikið boltann innan eigin vítateigs. Burnley fékk víti sem Jay Rodriguez skoraði úr. Burnley vann leikinn, 3-0, og komst upp í 8. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Burnley upp í 8. sætið eftir fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum Burnley er eitt heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. 22. febrúar 2020 16:45 Myndbandsdómarar viðurkenna að Lo Celso hefði átt að fá rautt spjald Mistök voru gerð þegar Giovani Lo Celso slapp við refsingu fyrir að traðka á Cesar Azpilicueta. 22. febrúar 2020 15:17 Jesus skaut Man. City enn nær silfrinu Gabriel Jesus skoraði sigurmarkið þegar Manchester City vann Leicester 1-0 í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 22. febrúar 2020 19:15 Schmeichel sló pabba sínum við Kasper Schmeichel þarf að verða Englandsmeistari fjórum sinnum í viðbót til að jafna við Peter Schmeichel, föður sinn, en í gær tók hann fram úr þeim gamla að einu leyti. 23. febrúar 2020 09:00 Mourinho fór tómhentur af gamla heimavellinum Chelsea vann sanngjarnan sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
Burnley upp í 8. sætið eftir fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum Burnley er eitt heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. 22. febrúar 2020 16:45
Myndbandsdómarar viðurkenna að Lo Celso hefði átt að fá rautt spjald Mistök voru gerð þegar Giovani Lo Celso slapp við refsingu fyrir að traðka á Cesar Azpilicueta. 22. febrúar 2020 15:17
Jesus skaut Man. City enn nær silfrinu Gabriel Jesus skoraði sigurmarkið þegar Manchester City vann Leicester 1-0 í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 22. febrúar 2020 19:15
Schmeichel sló pabba sínum við Kasper Schmeichel þarf að verða Englandsmeistari fjórum sinnum í viðbót til að jafna við Peter Schmeichel, föður sinn, en í gær tók hann fram úr þeim gamla að einu leyti. 23. febrúar 2020 09:00
Mourinho fór tómhentur af gamla heimavellinum Chelsea vann sanngjarnan sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. febrúar 2020 14:15