Mælir með að sveitarstjórn veiti framkvæmdaleyfi um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2020 16:30 Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Með þeirri veglínu færist Vestfjarðavegur af tveimur hálsum, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi, og liggur í staðinn um láglendi. Vísir/Egill Aðalsteinsson. Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í fyrradag að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um leyfi fyrir Vestfjarðavegi samkvæmt leið Þ-H, það er um Teigsskóg. Tveir nefndarmenn af þremur, þau Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Eiríkur Kristjánsson, samþykktu að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar en Ingimar Ingimarsson oddviti sat hjá. Í fundargerð kemur fram að umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi, sem dagsett er 16. desember 2019, fylgi hönnunargögn og aðrar upplýsingar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir Þorskafjörð með þverun á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. „Fyrirhuguð framkvæmd felst í byggingu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, byggingu nýs Djúpadalsvegar í austanverðum Djúpafirði og endurbyggingu Gufudalsvegar í vestanverðum Gufufirði, ásamt efnistöku fyrir framkvæmdirnar. Lagðar eru fram umsagnir Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps um framkvæmdaleyfisumsókn. Brugðist hefur verið við umsögnum með tillögum að frekari skilmálum fyrir framkvæmdum,“ segir í fundargerð nefndarinnar. Þar segir ennfremur að framkvæmdir séu í samræmi við Aðalskipulag Reykhólahrepps og gögn uppfylli þær kvaðir sem komi fram í reglugerð um framkvæmdaleyfi. Líklegt þykir að sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykki framkvæmdaleyfið á fundi sínum næstkomandi þriðjudag. Sú ákvörðun er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri vonaðist til þess í viðtali 22. janúar 2019, þegar Reykhólahreppur samþykkti Teigsskógarleiðina, að framkvæmdir gætu hafist á vormánuðum 2020, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45 Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15. október 2019 18:26 Sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð um Teigsskóg Vegagerðin sótti í dag um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps til lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Svo langt hefur þessi umdeilda vegagerð aldrei áður náð í undirbúningsferli. 16. desember 2019 19:56 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í fyrradag að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um leyfi fyrir Vestfjarðavegi samkvæmt leið Þ-H, það er um Teigsskóg. Tveir nefndarmenn af þremur, þau Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Eiríkur Kristjánsson, samþykktu að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar en Ingimar Ingimarsson oddviti sat hjá. Í fundargerð kemur fram að umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi, sem dagsett er 16. desember 2019, fylgi hönnunargögn og aðrar upplýsingar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir Þorskafjörð með þverun á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. „Fyrirhuguð framkvæmd felst í byggingu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, byggingu nýs Djúpadalsvegar í austanverðum Djúpafirði og endurbyggingu Gufudalsvegar í vestanverðum Gufufirði, ásamt efnistöku fyrir framkvæmdirnar. Lagðar eru fram umsagnir Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps um framkvæmdaleyfisumsókn. Brugðist hefur verið við umsögnum með tillögum að frekari skilmálum fyrir framkvæmdum,“ segir í fundargerð nefndarinnar. Þar segir ennfremur að framkvæmdir séu í samræmi við Aðalskipulag Reykhólahrepps og gögn uppfylli þær kvaðir sem komi fram í reglugerð um framkvæmdaleyfi. Líklegt þykir að sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykki framkvæmdaleyfið á fundi sínum næstkomandi þriðjudag. Sú ákvörðun er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri vonaðist til þess í viðtali 22. janúar 2019, þegar Reykhólahreppur samþykkti Teigsskógarleiðina, að framkvæmdir gætu hafist á vormánuðum 2020, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45 Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15. október 2019 18:26 Sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð um Teigsskóg Vegagerðin sótti í dag um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps til lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Svo langt hefur þessi umdeilda vegagerð aldrei áður náð í undirbúningsferli. 16. desember 2019 19:56 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45
Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15. október 2019 18:26
Sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð um Teigsskóg Vegagerðin sótti í dag um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps til lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Svo langt hefur þessi umdeilda vegagerð aldrei áður náð í undirbúningsferli. 16. desember 2019 19:56