Hvað er félagsfælni? Eymundur Eymundsson skrifar 22. febrúar 2020 09:00 Gott að geta fjallað aðeins um kvíðaröskun sem heitir félagsfælni. Félagsfælni byrjar oftast frá 10 til 15 ára aldri og er mikið myrkur ef ekkert er að gert. Góð umfjöllun og fræðsla með að virða og viðurkenna félagsfælni skilar sér í aukinni þekkingu og von fyrir ungmenni framtíðar og hjálpar þeim sem þurfa hjálp. Þannig vinnum við á fordómum og gefum framtíðini það sem fortíðin fékk ekki vegna vanþekkingar. Það er margt í dag sem við vissum ekki áður og mikil verðmæti sem skapast með að hjálpa ungmennum strax í æsku í stað þess að taka á afleiðingum. Félagsfælni er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Félagsfælni lýsir sér í ótta við flestallar félagaslegar aðstæður og er mikil einangrun með neikvæðar hugsanir um sjálfan sig. Félagsfælni hefur mikil áhrif á taugakerfið og manneskjan finnur t.d fyrir örum hjartslætti, roðnar, svitnar og getur klökknað þegar það á í samskiptum við annað fólk. Félagsfælni er viðvarandi og hamlandi ótti við að verða sér til skammar, niðurlægingar og minnkunar innan um annað fólk. Fólk með félagsfælni óttast það versta muni gerast og félagsfælni getur komið mjög niður á skólagöngu og velgengni í skóla. Barnið eða unglingurinn getur farið að forðast að fara í skólann, t.d. af ótta við að þurfa að lesa eða tala fyrir framan bekkinn. Þegar barn eða unglingur vill ekki fara í skólann eða á mannamót er mikilvægt að átta sig á því hvers kyns er. Þau sem glíma við félagsfælni geta átt erfitt með að segja aðstandendum frá vanlíðan vegna hræðslu við höfnun. Ósjaldan leitar fólk með félagsfælni í vímuefni til að deyfa eða drekka í sig kjark til að vera innan um aðra. Þá er þunglyndi og sjálfsvígshætta fylgifiskur félagsfælni svo fólk ætti að átta sig á að félagsfælni er dauðans alvara. Þótt að margt sé betra í dag en áður er ekki þar með sagt að sé ekki hægt að gera betur með að vinna saman að meiri umfjöllun um félagsfælni. Að lifa með félagsfælni Árið 2005 og ég er 38 ára gamall var ég á verkjasviði á Kristnesi þegar ég fékk fræðslu um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það var mikil uppgvötun og mörg tár sem féllu þegar á sá hvað hafði stjórnað mínu lífi frá 12 ára aldri. Að sjá að það voru reunverulegar ástæður fyrir mínum feluleik gaf mér von. Von sem ég ætlaði að vinna með til að geta verið þáttakandi í lífinu í stað þess að stjórnast af félagsfælni. Að það hafi þurft tvær mjaðmaliðaskiptingar sömu megin en eru orðnar þrjár í dag og glíma við króníska verki er það besta sem hefur gerst fyrir mig. Ég sem kveið hverjum degi með mínar sjálfsvígshugsanir frá 12 ára aldri. Ég hef hinsvegar þurft að fylgja nokkrum til grafar þar sem félagsfælni réð för sem hefðu þurft hjálp í æsku. Ég var heppinn að lifa af myrkrið og einangrun sem umlykur félagsfælni ef ekkert er að gert. Félagsfælni útskýrði afhverju ég skammaðist mín og hélt að allir aðrir skömmuðust sín fyrir mig hvort sem það var fjölskylda, vinir eða félagar. Ég reyndi sem mest að taka ekki þátt í félagslegum viðburðum nema þegar ég stundaði íþróttir annars þurfti ég að vera undir áhrifum vímuefna. Það á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að vera með félagsfælni frekar en þunglyndi, geðhvörf eða alkóhólisma. Í 15 ár hef ég fengið mikla hjálp frá fagfólki og stofnunum en of langt er að telja þær stofnanir upp núna. Eins hef ég fengið góða hjálp frá fólki í félagasamtökun þar sem fólk með geðröskun og fagaðilar vinna saman á jafningjargrunni. Ég hef verið opinn fyrir hjálpini og náð að byggja upp mitt líf með að vinna með mína styrkleika. Styrkleika sem voru alltaf til staðar sem félagsfælni hélt niðri og lífsreynsla hvers og eins eru verðmæti fyrir samfélagið. Stíga inn í óttann og takast á við sjálfan sig og sínar hugsanir, hegðun og tilfinningar er hægt byggja upp sjálfstraust og sjálfsmyndina fyrir framtíðina. Ég er þakklátur að gea deilt minni reynslu af félagsfælni til góðs í dag. Ungmenni og fullorðnir sem ég hef verið að fræða síðustu 10 ár virðast ekki vita hvað félagsfælni er fyrr en að fyrirlestri loknum. Ungmenni sem fullorðnir eru þakklát fyrir að sjá einstakling sem hefur pesrónulega reynslu af félagsfælni og sjá hvað hægt er að gera með að takast á við sjálfan sig. Það er sagt að fullorðnir eigi að vera fyrirmyndir barna sem fæðast fordómalaus en fullorðnir skapa oftast fordómana. Það þarf að bæta inn í skólakerfið og fjölga fagmenntuðu fólki á þessum sviðum. Ég vonast eftir því að umfjöllun um félagsfælni verði meira áberandi og auka þannig þekkingu, viðurkenningu og virðingu. Sköpum meiri verðmæti með að vinna saman til að hjálpa ungmennum sem fullorðnun. Vinna saman að því að auka þekkingu á geðröskun samfélaginu til heilla. Manneskjan á það sameiginlegt að vera með tilfinningar og fæddumst fordómalaus. Vonandi verður framtíð barna okkar á þá leið að sjálfsagt sé að fá hjálp við því sálræna eins og við því líkamlega. Að það þurfi ekki að skammast sín fyrir að fá hjálp til að takast á við lífið. Hjálp sem hjálpar um leið aðstandendum og minnkar afleiðingar sem skapar verðmæti samfélaginu til heilla. Vona að þið séuð nær um félagsfælni og mikilvægi þess að fá hjálp strax í æsku. Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með. Höfundur er ráðgjafi og félagsliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Tengdar fréttir Mikilvægt að fela ekki vanlíðanina Eymundur Lúter Eymundsson hefur glímt við félagfælni frá barnæsku. Það var ekki fyrr en hann þurfti að fara í Verkjaskólann á Kristnesi eftir mjaðmaskiptaaðgerð 38 ára gamall að hann fékk sína fyrstu fræðslu um kvíða. 24. júní 2019 10:00 Kvíðinn heltók Eymund sem talaði fyrst við son sinn þegar hann var 14 ára Kvíðinn og óttinn við annað fólk var svo mikill að hann gat ekki hugsað sér að umgangast aðra. Hann hefur aldrei verið í föstu sambandi og myndaði ekki tengsl við son sinn fyrr en strákurinn var orðinn fjórtán ára. 22. janúar 2019 13:30 Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Gott að geta fjallað aðeins um kvíðaröskun sem heitir félagsfælni. Félagsfælni byrjar oftast frá 10 til 15 ára aldri og er mikið myrkur ef ekkert er að gert. Góð umfjöllun og fræðsla með að virða og viðurkenna félagsfælni skilar sér í aukinni þekkingu og von fyrir ungmenni framtíðar og hjálpar þeim sem þurfa hjálp. Þannig vinnum við á fordómum og gefum framtíðini það sem fortíðin fékk ekki vegna vanþekkingar. Það er margt í dag sem við vissum ekki áður og mikil verðmæti sem skapast með að hjálpa ungmennum strax í æsku í stað þess að taka á afleiðingum. Félagsfælni er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Félagsfælni lýsir sér í ótta við flestallar félagaslegar aðstæður og er mikil einangrun með neikvæðar hugsanir um sjálfan sig. Félagsfælni hefur mikil áhrif á taugakerfið og manneskjan finnur t.d fyrir örum hjartslætti, roðnar, svitnar og getur klökknað þegar það á í samskiptum við annað fólk. Félagsfælni er viðvarandi og hamlandi ótti við að verða sér til skammar, niðurlægingar og minnkunar innan um annað fólk. Fólk með félagsfælni óttast það versta muni gerast og félagsfælni getur komið mjög niður á skólagöngu og velgengni í skóla. Barnið eða unglingurinn getur farið að forðast að fara í skólann, t.d. af ótta við að þurfa að lesa eða tala fyrir framan bekkinn. Þegar barn eða unglingur vill ekki fara í skólann eða á mannamót er mikilvægt að átta sig á því hvers kyns er. Þau sem glíma við félagsfælni geta átt erfitt með að segja aðstandendum frá vanlíðan vegna hræðslu við höfnun. Ósjaldan leitar fólk með félagsfælni í vímuefni til að deyfa eða drekka í sig kjark til að vera innan um aðra. Þá er þunglyndi og sjálfsvígshætta fylgifiskur félagsfælni svo fólk ætti að átta sig á að félagsfælni er dauðans alvara. Þótt að margt sé betra í dag en áður er ekki þar með sagt að sé ekki hægt að gera betur með að vinna saman að meiri umfjöllun um félagsfælni. Að lifa með félagsfælni Árið 2005 og ég er 38 ára gamall var ég á verkjasviði á Kristnesi þegar ég fékk fræðslu um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það var mikil uppgvötun og mörg tár sem féllu þegar á sá hvað hafði stjórnað mínu lífi frá 12 ára aldri. Að sjá að það voru reunverulegar ástæður fyrir mínum feluleik gaf mér von. Von sem ég ætlaði að vinna með til að geta verið þáttakandi í lífinu í stað þess að stjórnast af félagsfælni. Að það hafi þurft tvær mjaðmaliðaskiptingar sömu megin en eru orðnar þrjár í dag og glíma við króníska verki er það besta sem hefur gerst fyrir mig. Ég sem kveið hverjum degi með mínar sjálfsvígshugsanir frá 12 ára aldri. Ég hef hinsvegar þurft að fylgja nokkrum til grafar þar sem félagsfælni réð för sem hefðu þurft hjálp í æsku. Ég var heppinn að lifa af myrkrið og einangrun sem umlykur félagsfælni ef ekkert er að gert. Félagsfælni útskýrði afhverju ég skammaðist mín og hélt að allir aðrir skömmuðust sín fyrir mig hvort sem það var fjölskylda, vinir eða félagar. Ég reyndi sem mest að taka ekki þátt í félagslegum viðburðum nema þegar ég stundaði íþróttir annars þurfti ég að vera undir áhrifum vímuefna. Það á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að vera með félagsfælni frekar en þunglyndi, geðhvörf eða alkóhólisma. Í 15 ár hef ég fengið mikla hjálp frá fagfólki og stofnunum en of langt er að telja þær stofnanir upp núna. Eins hef ég fengið góða hjálp frá fólki í félagasamtökun þar sem fólk með geðröskun og fagaðilar vinna saman á jafningjargrunni. Ég hef verið opinn fyrir hjálpini og náð að byggja upp mitt líf með að vinna með mína styrkleika. Styrkleika sem voru alltaf til staðar sem félagsfælni hélt niðri og lífsreynsla hvers og eins eru verðmæti fyrir samfélagið. Stíga inn í óttann og takast á við sjálfan sig og sínar hugsanir, hegðun og tilfinningar er hægt byggja upp sjálfstraust og sjálfsmyndina fyrir framtíðina. Ég er þakklátur að gea deilt minni reynslu af félagsfælni til góðs í dag. Ungmenni og fullorðnir sem ég hef verið að fræða síðustu 10 ár virðast ekki vita hvað félagsfælni er fyrr en að fyrirlestri loknum. Ungmenni sem fullorðnir eru þakklát fyrir að sjá einstakling sem hefur pesrónulega reynslu af félagsfælni og sjá hvað hægt er að gera með að takast á við sjálfan sig. Það er sagt að fullorðnir eigi að vera fyrirmyndir barna sem fæðast fordómalaus en fullorðnir skapa oftast fordómana. Það þarf að bæta inn í skólakerfið og fjölga fagmenntuðu fólki á þessum sviðum. Ég vonast eftir því að umfjöllun um félagsfælni verði meira áberandi og auka þannig þekkingu, viðurkenningu og virðingu. Sköpum meiri verðmæti með að vinna saman til að hjálpa ungmennum sem fullorðnun. Vinna saman að því að auka þekkingu á geðröskun samfélaginu til heilla. Manneskjan á það sameiginlegt að vera með tilfinningar og fæddumst fordómalaus. Vonandi verður framtíð barna okkar á þá leið að sjálfsagt sé að fá hjálp við því sálræna eins og við því líkamlega. Að það þurfi ekki að skammast sín fyrir að fá hjálp til að takast á við lífið. Hjálp sem hjálpar um leið aðstandendum og minnkar afleiðingar sem skapar verðmæti samfélaginu til heilla. Vona að þið séuð nær um félagsfælni og mikilvægi þess að fá hjálp strax í æsku. Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með. Höfundur er ráðgjafi og félagsliði.
Mikilvægt að fela ekki vanlíðanina Eymundur Lúter Eymundsson hefur glímt við félagfælni frá barnæsku. Það var ekki fyrr en hann þurfti að fara í Verkjaskólann á Kristnesi eftir mjaðmaskiptaaðgerð 38 ára gamall að hann fékk sína fyrstu fræðslu um kvíða. 24. júní 2019 10:00
Kvíðinn heltók Eymund sem talaði fyrst við son sinn þegar hann var 14 ára Kvíðinn og óttinn við annað fólk var svo mikill að hann gat ekki hugsað sér að umgangast aðra. Hann hefur aldrei verið í föstu sambandi og myndaði ekki tengsl við son sinn fyrr en strákurinn var orðinn fjórtán ára. 22. janúar 2019 13:30
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun